Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 16
Upprennandi uppfinningamenn geta í
sumar fengið aðstoð við að koma upp-
finningum sínum í framkvæmd hjá Litla
uppfinningaskólanum. Það er Klifið, skap-
andi fræðslusetur, sem stendur að baki
námskeiðunum sem verða bæði í Hafn-
arfirði og í Garðabæ. Á námskeiðinu
verða búin til líkön og frumgerðir og
einnig verður tölvutækni nýtt til að þróa
verkefnin.
Ungir uppfinn-
ingamenn
Lestur í sumar
Víða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, geta
bókaormar fengið útrás og hvatningu í svokölluðm
Sumarlestri en það eru bókasöfnin sem halda utan um
lesturinn sem standa á í allt sumar. Markmiðið er að
hvetja börn til að lesa í sumarleyfinu en skráning er yf-
irleitt í afgreiðslum bókasafnanna.
Á bókasöfnunum fást margar gaml-
ar perlur barnabókmenntanna.
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Fjölskyldan Nokkrir Tapað/fundið hópar eru á Facebook og gjarnan þá helgaðirsérstökum hverfum. Má þar nefna Tapað/fundið Vesturbær og Tap-
að/fundið Norðlingaholt. Í hópunum er hægt að lýsa eftir og aug-
lýsa það sem tapast hefur eða fundist og er oft árangursríkt.
Tapað/fundið á Facebook
Krakkajóga verður æ vinsælla
enda frábærar alhliða æfingar
fyrir styrk og jafnvægi. Í sumar
býður Pooja Studio upp á
barnanámskeið í jóga sem sam-
einar bæði jóga og myndlist og
leiki en einnig er námskeið að
hefjast nú strax 16. maí.
Eitthvað nýtt
lært í sumar
AUK HEFÐBUNDINNA LEIKJA- OG ÍÞRÓTTA-
NÁMSKEIÐA ER VÍÐA BOÐIÐ UPP Á ÖÐRUVÍSI
NÁLGUN Á SUMARSTARF BARNA OG UNGLINGA
OG SVO LEYNAST FORVITNILEG NÁMSKEIÐ FYRIR
FULLORÐNA INN Á MILLI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Getty Images/iStockphoto
Foreldrar hafa ekki endilega kunnáttu til að kenna ungviði
sínu á hjólabretti og hafa ekki alltaf eldri systkini til að stóla
á, sem er leiðinlegt þegar áhuginn er mikill.
Þeim má benda á að Brettafélag Hafnarfjarðar stendur
fyrir hjólabrettanámskeiði fyrir 7-13 ára börn í sumar, bæði
byrjendur en einnig þá sem vilja taka listir sínar á brettinu
skrefinu lengra en þátttakendum er skipt í hópa eftir getu.
Lært á hjólabretti
Það eru ekki bara skemmtileg sum-
arnámskeið í boði fyrir börn heldur
stendur Myndlistarskóli Kópavogs
til dæmis fyrir námskeiðum fyrir
unga sem aldna. Þannig geta þeir
fullorðnu reynt að spreyta sig á list-
málunartækni gömlu meistaranna.
Farið er yfir hvernig á að mála
landslag og ferðast á staði sem veita
innblástur, en listamenn á borð við
Corot, Turner og Rubens eru sér-
staklega skoðaðir. Síðast en ekki síst
er málað úti í náttúrunni.
Málaðu eins og
gömlu meistararnir
Möguleikhúsið heldur allt-
af skemmtileg sumarnám-
skeið fyrir börn en einnar viku
námskeið verður í Gerðubergi í
júní. Farið er yfir spuna og leikæfingar og í lokin haldin
smásýning fyrir aðstandendur þar sem hinir upprenn-
andi ungu leikarar fá að spreyta sig. Þá stendur Leyni-
leikhúsið líka jafnan fyrir leiklistar- og söngnám-
skeiðum á sumrin.
Leiklist
í sumar
Æskusirkus
Þeir krakkar, sem langar að læra hinar
undraverðu jafnvægislistir sem sjá má í
sirkus; línudans, húla og loftfimleika, nú
eða að vera ofboðslega fyndnir trúðar,
eiga kost á að læra það í sumarskóla í
Laugardal sem Sirkus Íslands stendur
fyrir en kennt er í Ármanni. Þess má
geta að þjálfarar sem kenna þessar
listir hafa áralanga reynslu og
fyllsta öryggis er gætt.
Sumarið gæti verið
tíminn til að læra á
hjólabretti.
Það væri ekki leið-
inlegt að geta mál-
að eins og Rubens.