Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 51
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Hermann Aðalsteinsson er fiskeldis- fræðingur að mennt og vann í hálfan annan áratug við það fag, hér og þar, eins og hann segir. Á Tálknafirði, Ólafsfirði og Húsavík. Frá árinu 1998 hefur hann á hinn bóginn verið kúa- og sauðfjárbóndi í Lyngbrekku í Reykjadal. „Ég kynntist konunni,“ svarar hann sposkur á svip spurður um tildrög þess að hann sneri sér að búskap. Lyngbrekka er sumsé æskuheimili eig- inkonu hans, Hildigunnar Jónsdóttur, og tóku þau Hermann við búinu af foreldrum hennar. „Ég ólst sjálfur upp á kúa- og sauðfjárbúi í Bárðardalnum og vissi nákvæmlega út í hvað ég væri að fara. Ef til vill átti þetta alltaf fyrir mér að liggja en það var ágætt að hafa prófað annað á undan. Ég þekki fyrir vikið kosti og galla þess að vera á almenn- um vinnumarkaði,“ segir hann. Frelsi og binding Búið er ekki stórt, tólf kýr og um hundrað fjár. Þá eru þar smærri dýr á borð við hænsni og kanínur, en Her- mann fullyrðir að Hildigunnur beri ábyrgð á þeim. „Þetta eru um hundr- að hænur, íslenskar. Við eigum alltaf nóg af eggjum og mjólk.“ Frelsi og binding vegur salt í bú- skapnum, sérstaklega þegar menn eru með kýr. „Það er mikil binding að vera með kýr og maður kemst ekki auðveldlega frá búinu, þarf alltaf að fá einhvern til að leysa sig af. Mjaltirnar stýra öllu. Kýr mjólka sig víst ekki sjálfar. Á móti kemur að maður hefur mikið frelsi milli mjalta til að bregða sér frá eða sinna öðrum hugðar- efnum.“ Hermann og Hildigunnur eiga fjög- ur börn, tvær dætur, sem fluttar eru að heiman, og tvo syni sem ennþá eru í grunnskóla. Sá eldri er að klára tí- unda bekkinn, teflir af miklum þrótti og tekur þátt í mótum. „Stelpurnar tefldu líka meðan þær voru í skóla en eru hættar því núna, hvað sem síðar verður. Yngri sonurinn hefur ekki heillast af skákinni,“ segir Hermann. Frómt frá sagt segir Hermann bú- skap og skák ekki fara vel saman. Vegna bindingar taki hann sjálfur ekki þátt í mótum eins og hann vildi gera. „Slíkt þarf að plana með góðum fyrir- vara.“ Þegar þau hjónin bregða sér af bæ leysir systir Hildigunnar, sem býr á Akureyri, þau venjulega af hólmi. Ætti hún ekki að eiga heiðursaðild að skákfélaginu Hugin? Heldur úti fréttavef Hermann á sér annað áhugamál, fréttaskrif, en hann hefur undanfarin sex ár haldið úti fréttavefnum 641.is – fréttir úr Þingeyjarsýslu. Hann við- urkennir að það áhugamál fari alls ekki vel með búskapnum heldur. „Ég fæ gjarnan símtöl þar sem ég er spurður hvers vegna ég sé ekki búinn að skrifa um þetta og hitt og svara því þá til að ég hafi bara verið í fjósi.“ Hann hlær. „Mér fannst vanta svona vef á svæð- ið, það er bara miðill á Húsavík. Ég var alltaf að bíða eftir því að einhver annar gerði þetta en þegar það gerð- ist ekki lét ég slag standa. Ég sé ekki eftir því, þetta er býsna skemmtilegt og hefur mælst ágætlega fyrir,“ segir Hermann en vefurinn er fyrst og fremst ætlaður dreifbýlinu sunnan Húsavíkur en þar búa á bilinu 1.500 til 2.000 manns á stóru landflæmi. Hermann kveðst skrifa um allt sem snertir svæðið, stórt og smátt. Allt frá hannyrðum upp í eldgos. „Það var mjög gaman að fara að gosinu í Holu- hrauni síðasta haust. Ég fór síðast að Kröflueldum þegar ég var strákur.“ Ekki alltaf auðvelt 641.is segir ekki bara fréttir, heldur skifar umsjónarmaðurinn einnig leið- ara. „Ég hef meðal annars verið gagn- rýninn á sveitarstjórnina okkar í leið- urum fyrir að halda íbúum ekki upplýstum um það sem hún er að gera, sérstaklega í vetur. Það er ekki auðvelt að standa í þessum skrifum í svona litlu samfélagi og ég viðurkenni að ég hef orðið fyrir ónæði af þeim sökum, nú síðast í vikunni. Ég held að lesendur séu farnir að átta sig á því að 641 segir frá hlutum eins og þeir eru.“ Oft er sagt að fjölmiðlar séu fjórða valdið og Hermann fellst á það. „Samstöðulistinn er með fimm menn af sjö í sveitarstjórninni og minnihlut- inn má sín lítils. Það er mjög byggða- tengt hvernig menn kjósa.“ Spurður hvort hann sé á leið í póli- tík sjálfur skellir Hermann í góm. „Nei, ég fer ekki út í þann sandkassa. Hef einfaldlega ekki tíma í það, þá þyrfti ég líka að hætta með vefinn. Ég læt mér nægja að vera í stjórn Hér- aðssambands Þingeyinga, þar er í nógu að snúast. Það er alltaf nóg að gera í sveitinni.“ Hermann Aðalsteinsson í fjárhúsunum heima í Lyngbrekku. Ljósmynd/Rajan Parrikar Segi frá hlutunum eins og þeir eru Hermann Aðalsteinsson, bóndi og formaður skákfélagsins Hugins, með sigurlaunin á Íslandsmóti skákfélaga. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.