Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 13
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 an mín var þar; ég byrjaði við dráttarbrautina 16 ára, eftir gagn- fræðaskólann og svo bauð Þórir mér að koma og læra hjá sér af því að ég sýndi trébátunum svo mikinn áhuga. Ég þáði það og var í fagteikningu hjá honum flesta laugardagsmorgna. Teiknaði þá 11 tonna bát frá grunni.“ Árið 2001 keypti Kristján við annan mann fiskibátinn Faldinn. „Hann hafði verið við fisk- og hvalveiðar en við breyttum honum í hvalaskoðunarbát. Við tókum lúk- arinn í honum í gegn og breyttum í setustofu, settum upp nýtt kló- sett og gerðum aðstöðu fyrir far- þegana uppi. Gentle Giants notar bátinn í dag við hvalaskoðun.“ Kristján starfaði um 13 ára skeið í slippnum á Húsavík, við dráttarbrautina, þar sem skip voru tekin á land til viðgerða. En síðan 1994 hefur hann rekið eigið fyr- irtæki ásamt félaga sínum, tré- smiðjuna Val. Draumaverkefni „Hann er húsasmiður og við höf- um verið mikið í byggingum en líka í viðhaldi á bátum.“ Kristján hefur greinilega yndi af starfinu. „Það er ægilega gaman að fá svona verkefni. Algjör draumur fyrir mig. Þegar Norð- ursigling keypti Ópal fyrir tveimur árum fékk ég það verkefni að inn- rétta vistarverur og fleira og var með fimm menn í því í nokkra mánuði. Það er orðið svo mikið af eik- arbátum hér á Húsavík að ég hef haft töluvert mikið að gera, bæði í vinnu fyrir Norðursiglingu og Gentle Giant. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mjög ólíkt því að vinna við tré- smíði í húsum.“ Hann útskýrir muninn: „Í fyrsta lagi er ekkert í þessari vinnu sem er lóðrétt, lárétt eða hornrétt. Það er yfirleitt tekið skapalón af öllu, eikarplankarnir sem við notum í byrðinginn eru 80 millimetra þykkir og allt upp í 250 millimetra breiðir og við hitum þá í þrjá klukkutíma til að geta sveigt þá.“ Notast er við gamlar, góðar að- ferðir. „Þá er sett vatn í stáltunnu og kynt undir með gasi. Þegar vatnið sýður er gufan leidd inn í stokk þar sem plankinn er hitaður yfir gufuþrýstingi, upp í allt að 115 gráður. Þetta eru í raun sömu aðferðir og notaðar voru fyrir sjö- tíu árum og verkfærin eru að mestu leyti þau sömu. Við erum komnir með hjólsög og rafmagns handhefla en að öðru leyti er þetta handavinna. Hér er timbrið ekki sett í tölvufræsara og skorið út!“ Viðhaldið mikilvægt Mikið af því efni sem notað er við verkefni eins og þetta pantaði Kristján frá Danmörku. „Það er með efnin eins og aðferðirnar; þetta er það sama og notað hefur verið í áratugi, til að þétta; skipa- hampur, tjörudúkur og eirsaumur. Við erum með sömu járn og kylfur og menn notuðu á árum áður. Hann segir nokkuð ljóst að tré- bátar verði ekki smíðaðir framar hér á landi. Plast sé nú allsráð- andi, „en því meiri er þörfin er að halda þeim trébátum við sem eru til.“ Viðgerðin á Ópal er mikið verk. „Við erum tveir frá mínu fyr- irtæki og með okkur er danskur tréskipasmiður; hann vinnur mikið við að gera upp gömul skip í Dan- mörku, til dæmis fyrir söfn. Það gekk ekki vel að finna skipasmið á Íslandi en þessi var tilbúinn að koma og vera með okkur. Það þurfti fleiri en mig einan til að sníða planka.“ „Þetta er sæmilegt kropp. Í þess- um töluðum orðum er ég hér út af Búlandshöfðanum og hér er grá- sleppan á þetta 6 til 14 faðma dýpi. Oft erum við að koma í land eftir daginn með kannski 1,2 til 2 tonn og ég er þokkalega sáttur við það,“ segir Kristinn Ólafsson, skipstjóri á Birtu SH í Grundarfirði. Grásleppuvertíðin stendur nú sem hæst og er stíft róið. Gerðir eru út nærri 200 bátar úr höfnum víða um land. „Það var leiðinlegt tíðarfar í apríl svo ég byrjaði ekki í grásleppunni fyrr en undir lok þess mánaðar og verð að alveg fram undir lok maí. Mestu verðmætin liggja í hrognunum, en nokkur óvissa er enn um skilaverð þeirra. En svo er fiskurinn sjálfur nýttur í vaxandi mæli, Kínverjum finnst til dæmis hveljan alveg herramanns- matur enda er talsvert selt þangað austur,“ segir Kristinn sem hefur verið lengi til sjós. Er á línuveiðum á haustin, grásleppan er hluti af vorverkunum og á sumrin eru það strandveiðar. GRUNDARFJÖRÐUR Kristinn Ólafsson með hinn ófrýnilega fisk í hendi og Kirkjufellið í baksýn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vorverk og grásleppa Hátíðin List án landamæra er um- fangsmikil. Þessari árlegu hátíð er ætlað að brúa bilið á milli fatlaðra og ófatlaðra, með listina að vopni. Hún hófst á höfuðborgarsvæðinu snemma í apríl, á Suðurlandi í lok mánaðarins og opnunarhátíðin á Austurlandi verður í næstu viku. Opnunarhátíð Listar án landamæra á Norðurlandi var í menningarhús- inu Hofi á fimmtudag að viðstöddu fjölmenni og þar var glatt á hjalla. Íris Stefanía Skúladóttir, fram- kvæmdastýra hátíðarinnar, kynnti listamann hátíðarinnar að þessu sinni, en það er Akureyringurinn Karl Guðmundsson, Kalli. Listaverk hans prýða allt kynningarefni hátíð- arinnar. Kalli er mikið fatlaður og bundinn við hjólastól en hefur lengi fengist við listsköpun. Nýjustu verk- in býr Kalli til með þeim hætti að málningu er makað á dekkin á hjólastólnum og hann ekur síðan yf- ir strigann. Þannig verða til óvenju- leg en áhugaverð listaverk. Í Hofi var flutt leikgerð af sögu tónskáldsins Jóns Hlöðvers Áskels- sonar, Drekinn er dauður. Flytj- endur voru nemendur úr Fjölmennt á Akureyri en Kristján Edelstein vann hljóðmyndina. Á myndinni er leikflokkurinn, sem var fagnað vel og lengi. Frá vinstri: Skúli Gautason leikstjóri, Anna Ragnarsdóttir, Sölvi Rúnar Víkingsson, Nanna Kristín Antonsdóttir, Kristín Ólafsdóttir Smith, Elma Berglind Stefánsdóttir og Heiðar Hjalti Bergsson. www.listin.is HÁTÍÐIN LIST ÁN LANDA- MÆRA Á NORÐURLANDI HÓFST Í VIKUNNI MEÐ POMP OG PRAKT Í HOFI. Leikhópur Fjölmenntar ásamt leikstjóranum eftir sýninguna á opnunarhátíð Listar án landamæra á Norðurlandi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kristján Edelstein tónlistarmaður og Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld. Engin landamæri AKUREYRI Von er á rúmlega 60 skemmtiferðaskipum til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar. Í maílok kemur norska norðurslóðaskipið Fram. Stórskipið MSC Splendida kemur tvisvar, en það tekur alls um 3.900 farþega. Ísafjörður Mikilvægt er vegna landfræðilegra aðstæðna að tryggja þjónustu ljósmæðra í Vestmannaeyjum og að á sjúkrahúsi sé sólarhringsaðgengi að skurðstofu og læknum. Þetta segir bæjarráðið í Eyjum sem fundaði um málið nýlega. Vestmannaeyjar Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.