Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 59
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Með vinsælustu bókum á ís-
lenskum bókasöfnum eru bæk-
urnar um Kidda klaufa eftir
Jeffrey Patrick „Jeff“ Kinney.
Þær segja frá Kidda Klaufa, sem
er vissulega latur, gráðugur,
hrokafullur, sjálfselskur og und-
irförull, en skemmtilegur engu
að síður. Hann lendir í ýmsum
vandræðum við það að reyna
að skjóta sér undan skyldum,
ota sínum tota og verða vinsæll
eins og rakið er í bókunum, en
af þeim hafa komið sex á ís-
lensku, nú síðast Dagbók
Kidda klaufa – Kaldur vetur.
Sögur af Kidda klaufa hafa
þrívegis verið valdar bestu
þýddu barna- og unglingabæk-
urnar af Borgarbókasafninu.
Tindur gefur bókina út.
Ný bók um
Kidda klaufa
Ítalinn, fyrsta skáldsaga túniska rithöfundarins
Shukris al-Mabkhouts, hlaut arabísku IPAF-
verðlaunin, en þau eru veitt árlega fyrir bestu
skáldverk sem rituð eru á arabísku. Þetta er í
áttunda sinn sem verðlaunin eru veitt.
Það vakti athygli að bók al-Mabkhouts var
bönnuð í Sameinuðu arabísku furstadæm-
unum, en verðlaunin voru einmitt afhent í höf-
uðborginni Abu Dhabi þar sem nú er haldin al-
þjóðleg bókakaupstefna.
Ítalinn gerist á þeim tíma þegar Zine El Abid-
ine Ben Ali tók við völdum af Habib Bourguiba,
sem stjórnaði Túnis með harðri hendi frá 1957
til 1987, en Ben Ali var steypt af stóli í upp-
reisn 2011. Bók al-Mabkhouts hefur ekki kom-
ið út á ensku. Auk Shukris al-Mabkhouts voru
bækur eftir Atef Abu Saif, Jana Elhassan, Lina
Huyan Elhassan, Ahmed al-Madeeni og
Hammour Ziada á stuttlista verðlaunanna. Túniski rithöfundurinn Shukri al-Mabkhout.
Ljósmynd/IPAF
ÍTALINN HLÝTUR
IPAF-VERÐLAUNIN Flestir þekkja eflaust þá tíma þegar
yfirvöld í Bandaríkjunum, og þá sér-
staklega bandaríska alríkislögreglan,
FBI, undir stjórn J. Edgars Hoovers,
sáu flugumenn kommúnista í hverju
horni. Fylgst var með þúsundum
manna sem grunaðir voru um að vera
handbendi kommúnista eða vilja
verða handbendi þeirra og það skap-
aði ómæld vandræði fyrir fjölda
manna. Nú hefur ný bók leitt í ljós að
ekki var bara að vinstrimenn voru
álitnir varasamir heldur var yfirmanni
alríkislögreglunnar sérstaklega í nöp
við svarta rithöfunda.
Í nýrri bók, F.B. Eyes, segir frá því að Hoover lét fylgjast með fjölmörgum bandarískum rit-
höfundum fyrir það eitt að þeir voru svartir, eða svo sýnist höfundi bókarinnar sem rann-
sakað hefur skýrslur FBI um ríflega fimmtíu svarta rithöfunda í upphafi síðustu aldar og fram
undir 1972 sem eru í dag margir taldir með helstu rithöfundum Bandaríkjanna. Getur nærri
að þetta hafi skaðað feril þeirra á ýmsa vegu, varð þeim til atvinnumissis eða hindraði frama
þeirra og framgang á ýmsa vegu.
NJÓSNIR FBI
J. Edgar Hoover hataði alla en sjálfan sig þó mest.
Danski rithöfundurinn Kristian
Bang Foss vakti mikla athygli
fyrir fyrstu skáldsögu sína, Fisk-
ens vindue, sem kom út 2004.
Næstu bók, Stormen i 99, sem
kom út 2008, var ekki síður vel
tekið, en steininn tók þó úr
þegar Døden kører Audi kom
út 2012, en fyrir hana fékk Foss
Bókmenntaverðlaun Evrópu-
sambandsins. Sú bók kom svo
út á íslensku á vegum Vöku-
Helgafells fyrir stuttu og heitir
Dauðinn ekur Audi.
Dauðinn ekur Audi segir frá
Asger sem vinnur á auglýs-
ingastofu og er hæstánægður
með lífið, enda er allt slétt og
fellt eins og hann lýsir því.
Heldur tekur að halla undan
fæti þegar hann missir vinnuna,
en á endanum fær hann starf
og leggur í ferðalag til Mar-
okkó.
Nanna B. Þórsdóttir þýddi.
Grátbrosleg
dönsk
verðlaunabók
Kristian Bang Foss
Skemmti-
lesning
fyrir krakka
BARNABÆKUR
BÓKLESTUR BARNA ER MÖRGUM ÁHYGGJUEFNI,
EN ÞAÐ SANNAST HVAÐ EFTIR ANNAÐ
AÐ EKKI STENDUR Á LESTRI EF LESEFNIÐ ER
SKEMMTILEGT. ÞETTA MÁ SJÁ Á BÓKUNUM UM
KIDDA KLAUFA, SEM ERU MEÐ VINSÆLUSTU
BÓKUM Á BÓKASÖFNUM OG ETJA HELST KAPPI
VIÐ SKÚLA SKELFI OG ANDRÉS ÖND.
Biðlund heitir skáldsaga eftir banda-
ríska rithöfundinn Noru Roberts
sem Vaka-Helgafell hefur gefið út.
Nora Roberts er einn vinsælasti
ástarsagnahöfundur Bandaríkjanna
og reyndar gríðarlega vinsæl um
heim allan, en bækur hennar hafa
selst í yfir 500 milljónum eintaka
víða um heim. Allar bækur hennar
frá 1999 hafa komist á metsölulista
New York Times.
Biðlund eftir
Noru Roberts
Nanna Rögnvaldardóttir er okkar helsti
uppskriftasmiður og hefur gefið út fjölda
matreiðslubóka þar sem finna má ara-
grúa uppskrifta að sykruðum kökum og
ábætisréttum. Nú hefur Nanna hætt
sykurneyslu og í nýrri bók, Sætmeti án
sykurs, birtir hún uppskriftir að ýmislegu
góðgæti þar sem ekki er notaður unninn
sykur, síróp, hunang eða annað slíkt og
ekki tilbúin sætuefni, heldur einungis
ávextir. Í bókinni eru meðal annars upp-
skriftir að morgunkorni og grautum,
lummum og vöfflum, kanilsnúðum og
kryddbrauði, sætum sósum og ídýfum,
búðingum og ís og konfekti, svo dæmi
séu tekin.
Sykurlausar upp-
skriftir frá Nönnu
BÓKSALA 29. APR.-6. MAÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 AlmanakiðÓlafur Jóhann Ólafsson
2 Ekki snúa afturLee Child
3 MörkÞóra Karítas Árnadóttir
4 AndersenskjölinEggert Skúlason
5 HilmaÓskar Guðmundsson
6 Ljóðasafn Ingunn SnædalIngunn Snædal
7 Breyttur heimurJón Ormur Halldórsson
8 Í fangabúðum nazistaLeifur H. Müller
9 BiðlundNora Roberts
10 Viðrini veit ég mig veraÓttar Guðmundsson
Íslenskar kiljur
1 Ekki snúa afturLee Child
2 HilmaÓskar Guðmundsson
3 BiðlundNora Roberts
4 Britt - Marie var hérFredrik Backman
5 Gott fólkValur Grettisson
6 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel
7 SyndlausViveca Sten
8 Sverðagnýr 2: Blóð og gullGeorge R.R.Martin
9 VorlíkMons Kallentoft
10 AfturganganJo Nesbø