Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Blaðsíða 4
Rúnar Sigurður Birgisson segir
bóksölu ganga býsna vel um
þessar mundir. „Ef eitthvað er
fer hún vaxandi og sé maður á
réttri hillu og geti útvegað fólki
bækur sem það vill fá gengur allt
vel. Ekkert nema gott um það að
segja,“ segir hann.
„Það er lenska hér að halda
því fram að bókin sé búin að
vera en að mínu mati er ekkert á
bak við það. Það er bara mýta.
Það er ekki rétt að bóksala hafi
dregist saman. Nýjar bækur selj-
ast sem aldrei fyrr og notaðar
bækur seljast vel líka. Ég væri
ekki að eyða tíma mínum í þetta
ef þetta væri dauður sjór.“
Rúnar staðfestir á hinn bóginn
að ástríðufullum bókasöfnurum
hafi fækkað á umliðnum árum.
Meðan þeir voru fleiri urðu
ákveðnar bækur, sem margir
ágirntust, eðli málsins sam-
kvæmt dýrari þegar þær komu á
markað. „Annars hef ég aldrei
litið á bækur sem fjárfestingu.
Bækur eru til að lesa þær.
Menn þurfa að nýta inni-
haldið. Þess vegna kalla
ég mitt fyrirtæki Bóka-
bankann, þar sem ég sel
bankabækur og
þú hefur ótak-
markaða
úttektar-
heimild úr
hverri
bók.“
BÓKSALA EKKI
DREGIST SAMAN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Umdeildur bókamarkaður
Fyrir tveimur vikum var hald-inn í húsnæði Hins íslenskabókmenntafélags, Skeifunni
3b, markaður á bókum úr einka-
safni frá síðustu öld. „Mikið og
fjölbreytt úrval íslenskra bóka frá
ýmsum tímum, sumt mjög sjaldséð
og einkar fallega frá gengið.
Margvísleg rit um íslensk fræði og
bókmenntir, ljóðabækur, þar á
meðal nokkrar frumútgáfur af
kvæðum eldri höfuðskálda, mikil-
væg uppfletti- og heimildarrit s.s.
Nordisk kultur og Kulturhistorisk
leksikon for nordisk middelalder,
tímarit, þjóðlegur fróðleikur og
þjóðsögur, ferðabækur, byggðasög-
ur, ævisögur og endurminningar.
Allt á sanngjörnu verði,“ segir í
frétt á heimasíðu félagsins.
Að sögn Sverris Kristinssonar,
bókavarðar Hins íslenska bók-
menntafélags, var aðsókn mikil og
sala góð en titlarnir voru á annað
þúsund talsins. „Það seldist sér-
staklega mikið af þessum dýrari
og veglegri verkum. Við erum
mjög ánægðir með útkomuna, við-
tökur voru eiginlega umfram
væntingar, bæði hjá félagsmönnum
og öðrum,“ segir Sverrir en ennþá
er hægt að kaupa bækur úr téðu
safni hjá félaginu.
Sér ekki þörfina
Markaðurinn vakti mikla athygli
meðal áhugafólks um bækur en
Hið íslenska bókmenntafélag hefur
ekki í annan tíma staðið fyrir
markaði af þessu tagi. Ekki eru
samt allir jafnsáttir við framtakið.
Fornbókasalar hleyptu til að
mynda brúnum.
„Mér finnst þetta fyrst og
fremst undarlegt í ljósi þess að
þarna er á ferðinni félag sem er
bæði styrkt af ríkinu og eftir
krókaleiðum gegnum ýmsar út-
gáfur. Þar af leiðandi veltir maður
fyrir sér hvort eðlilegt sé að það
helli sér inn á þennan samkeppn-
ismarkað. Félagið er svo sem á
samkeppnismarkaði fyrir með sína
bókaútgáfu og að sama skapi má
spyrja hvort það sé eðlilegt,“ segir
Rúnar Sigurður Birgisson, forn-
bókasali í Bókabankanum.
Í fljótu bragði sér Rúnar ekki
þörfina, nóg sé eftir af fornbóka-
sölum í landinu sem geti tekið
söfn sem þetta upp á sína arma.
Hann segir söluna um daginn
sem slíka ekki skipta fornbókasala
miklu máli, þeir finni ekki svo
mikið fyrir henni. Þetta snúist
meira um prinsipp. „Er þetta bara
stakur viðburður hjá Hinu íslenska
bókmenntafélagi eða eru fleiri söfn
á leið inn til þeirra í sölu? Það er
mjög stór spurning sem fróðlegt
yrði að fá svar við. Þýðir þetta ef
til vill að ég get fengið eina viku í
mánuði fyrir mínar bækur hjá
Hinu íslenska bókmenntafélagi? Í
framhaldinu mætti svo spyrja eft-
irfarandi lykilspurningar: Hvert er
yfirhöfuð hlutverk Hins íslenska
bókmenntafélags?“
Þykir vænt um félagið
Rúnar segir ágætt að ræða þetta í
aðdraganda 200 ára afmælis fé-
lagsins á næsta ári. Er Hið ís-
lenska bókmenntafélag að færa út
kvíarnar? „Mér þykir vænt um
þetta félag sem á sér merkilega
sögu og er ekki í neinu stríði við
það ágæta fólk sem stýrir því. Þó
það hafi lifað í 200 ár er hins veg-
ar ekki sjálfgefið að það haldi
áfram næstu 200 árin.“
Sjálfur er Rúnar ekki félags-
maður í Hinu íslenska bókmennta-
félagi og segir það vera vegna
þess að aðild fylgi sú kvöð að ger-
ast áskrifandi að tímariti félagsins,
Skírni. „Skírnir var ágætisrit þeg-
ar það byrjaði að koma út en í
dag er uppistaðan í tímaritinu ein-
hverjar sjálfhverfar greinar sem
eiga ekkert erindi við mig. Það er
engin tilviljun að fólki skuli vera
gefið þetta tímarit í brettavís á
bókamörkuðum félagsins og bóka-
markaði Félags bókaútgefenda.“
Sleip verðlagning
Rúnar heimsótti markaðinn í
Skeifunni áður en hann var opn-
aður almenningi og segir verðlagn-
inguna hafa komið sér á óvart.
„Verðlagningin var nokkuð sleip,
sýndist mér. Verðið var mun
hærra en mér þykir eðlilegt.
Kannski hafa þeir lækkað sig eitt-
hvað eftir þetta?“
Fornbóksalar þurfa að standa
skil á virðisaukaskatti vegna sinn-
ar starfsemi og Rúnar gengur út
frá því að Hið íslenska bók-
menntafélag þurfi að gera það líka
vegna bókamarkaðarins, eins og
aðrir sem selja bækur í atvinnu-
húsnæði í atvinnu- eða ábata-
skyni. „Það lýtur á hinn bóginn
öðru lögmáli séu menn að selja úr
safni heima hjá sér. Það er
mikill munur þar á.“
Sverrir Kristinsson
segir tildrög markaðar-
ins þau að ónefndur
aðili hafi leitað til fé-
lagsins með téð einka-
safn og ákveðið hafi
verið að gera tilraun
með markað. „Þessi tilraun gekk
það vel að það er aldrei að vita
nema við gerum fleiri tilraunir í
þessum dúr,“ segir Sverrir en
ekkert er þó ákveðið í þeim efn-
um.
Sverrir er ekki í nokkrum vafa
um að bókamarkaður af þessu tagi
samræmist hlutverki félagsins.
„Þetta er menningarfélag sem er
að verða 200 ára og hlutverk þess
er að breiða út íslenska tungu og
merkisrit, ekki síst fræðibækur,
þannig að þetta er klárlega innan
okkar ramma og samræmist
stefnu félagsins,“ segir Sverrir.
Heiður hinnar
íslensku þjóðar
Í lögum félagsins er tilgangi þess
lýst með svofelldum orðum: „Það
er tilgangur félagsins að styðja og
styrkja íslenska tungu og bókvísi
og menntun og heiður hinnar ís-
lensku þjóðar, bæði með bókum
og öðru eftir því sem efni þess
fremst leyfa.“
Síðan segir: „Félagið skal í ljós
leiða rit þau er samin hafa verið á
íslensku og landinu sé sómi að,
einkum þegar höfundar þeirra eru
dánir og hættast er við, að þau
muni týnast.“
Sverrir lítur ekki svo á að Hið
íslenska bókmenntafélag sé með
framtakinu komið í beina sam-
keppni við fornbókasala í landinu.
„Þvert á móti. Ég er sannfærður
um að framtak sem þetta getur
aukið áhuga og þar með almenna
sölu á góðum ritum. Þetta ætti því
að vera fornbókasölum til fram-
dráttar frekar en hitt enda stóð
ekki til að setja þetta einkasafn til
fornbókasala.“
Frá markaði
Hins íslenska
bókmenntafélags.
Morgunblaðið/Júlíus
HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG HÉLT Á DÖGUNUM BÓKAMARKAÐ Í HÚSAKYNNUM SÍNUM Í FYRSTA SKIPTI Í TÆPLEGA 200 ÁRA SÖGU FÉLAGSINS.
AÐ SÖGN FORSVARSMANNA MÆLTIST MARKAÐURINN VEL FYRIR OG SELDIST VEL. FORNBÓKASALA ÞYKIR GJÖRNINGURINN Á HINN BÓGINN UND-
ARLEGUR OG VELTIR FYRIR SÉR HVORT ÞAÐ SÉ HLUTVERK FÉLAGSINS AÐ SELJA GAMLAR BÆKUR OG KOMA ÞANNIG INN Á SAMKEPPNISMARKAÐ.
* Ég er sannfærður um að framtak sem þetta getur aukiðáhuga og þar með almenna sölu á góðum ritum.Sverrir Kristinsson, bókavörður Hins íslenska bókmenntafélags. ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
Rúnar Sigurður
Birgisson