Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 15
hafsvæði, eins og til dæmis Suður- Kínahaf, þar sem allt logar í ill- deilum. „Vísindin eru í forgrunni varðandi norðurskautið og miklum fjármunum varið í rannsóknir. Hvort tveggja er mjög ánægjulegt og full ástæða fyrir íslenska fræði- menn að gefa þessu svæði aukinn gaum.“ Norðurskautsmál hafa ekki verið áherslupunktur hjá Bandaríkja- mönnum en margt bendir til þess að það sé að breytast. „Það er mjög ánægjulegt, ekki síst fyrir okkur vísindamennina. Sjálfur hef ég lengi haft áhuga á að tengjast þessu bandaríska vísindasamfélagi meira. Það er mjög skemmtileg rannsóknamenning í Bandaríkjun- um. Umræðan opin og miklir pen- ingar í umferð. Ég held að veltan hjá Duke, einum og sér, í rann- sóknum hafi verið 130 milljarðar króna á síðasta ári. Það er einfald- lega galið. Það sem menn vilja gera, það er gert.“ Doktorsverkefni Bjarna fjallaði um ytri mörk og afmörkun land- grunnsins utan 200 sjómílna og hafa greinar eftir hann um sama efni birst í fagtímaritum víða um heim. Þá hefur honum verið boðið að flytja erindi um rannsóknir sín- ar allt frá Tromsö til Shanghai. Í næsta mánuði gefur einn stærsti forleggjari lögfræðibóka í heimi, Brill/Nijhoff, út bók Bjarna, The Continental Shelf Beyond 200 Nautical Miles – Delineation, De- limination and Dispute Settlement, en hún byggist á doktorsritgerðinni sem hann varði við Edinborgarhá- skóla í árslok 2012. Tengslanetið mikilvægt „Ég setti mér fimm ára plan árið 2010; að klára doktorsritgerðina og þessa bók. Það náðist og núna þarf ég að fara að gera aðra áætlun. Þetta er mjög lifandi svið en mig langar að rannsaka ýmislegt annað. Ég er mjög þakklátur fyrir viðtök- urnar sem þessar rannsóknir mínar hafa fengið, mér hefur verið boðið mjög víða til að kynna þær og byggt upp gott tengslanet í leiðinni. Það er gríðarlega mikilvægt í mínu starfi.“ Bjarni er eini núlifandi íslenski doktorinn í hafrétti en ein kona vinnur nú að doktorsverkefni sínu hjá sama leiðbeinanda í Edinborg, Alan Boyle. „Ég fagna því. Það verður gaman að fá annan íslensk- an doktor á þessu sviði og ekki er verra að það sé kona. Hafréttur er rosalegt karlafag, hver áttræði karlinn upp af öðrum á ráðstefn- um.“ Spurður hvað sé brýnast í haf- réttarmálum okkar Íslendinga um þessar mundir segir Bjarni það vera hver útkoman verði hjá land- grunnsnefnd Sameinu þjóðanna varðandi Reykjaneshrygg. Sú nið- urstaða gæti legið fyrir í lok sum- ars. „Það mál er mjög stórt og get- ur skipt máli ekki bara fyrir Ísland heldur líka önnur ríki varðandi túlkun á hugtökunum „neðansjáv- arhryggur“ og „neðansjávarhæðir“. Ég gæti nefnt alls konar önnur mál, það er alltaf eitthvað í deigl- unni, og það verður að segjast eins og er að þekking á hafréttarmálum mætti vera meiri hér á landi. Það er verkefni sem ég gæti vel hugsað mér að koma meira að með ein- hverjum hætti. Annars er þetta alltaf spurning um það hvort maður vill vera stórlax í lítilli tjörn eða síli úti á rúmsjó. Mér finnst gaman að ferðast og kynnast framandi slóð- um og til þess hef ég fengið tæki- færi í mínu starfi til þessa. Hver fer til dæmis til Iqaluit á Baffins- landi að eigin frumkvæði?“ Hann skellir upp úr. Þarf ekki að ýta sér áfram Bjarni hefur lítið unnið fyrir ís- lensk stjórnvöld enn sem komið er en býr að reynslu af störfum fyrir önnur stjórnvöld. „Ég hef unnið fyrir Bangladess og þvældist inn í hvalveiðimál Japans og Ástralíu gegnum prófessorinn minn í Ed- inborg. Þá vann ég á sínum tíma skýrslu fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðandi laga- legar hliðar siglinga á norðurskaut- inu,“ segir Bjarni og bætir við að hann sé kominn á þægilegan stað á sínum ferli. Hann fái alls kyns boð upp úr þurru um þátttöku í alþjóð- legum rannsóknarverkefnum og þurfi ekki lengur að ýta sér áfram. Þetta er þriðji veturinn sem Bjarni kennir við HR og kann hann því vel. Hann kennir alþjóðalög í grunnnámi og hafrétt í meistara- námi, auk þess sem hann er að þróa nýjan kúrs um alþjóðalög og norðurskautið sem byrjað verður að kenna haustið 2016. „Laganámið hér í HR hefur byggst hratt upp. Þá er skólinn orðinn gildur þátttakandi í rann- sóknum á sviði orkumála. Þetta er auðvitað mun minna samfélag en það sem ég kynntist í Miami og Edinborg en kosturinn við það er sá að það er mun auðveldara að koma hlutunum í verk. Boðleiðirnar eru stuttar og stjórnsýslan mjög hröð. Það kann ég að meta. Þetta er líka skemmtilegur vinnustaður og tækifærin á hverju strái. Ég geri fastlega ráð fyrir að vera hér áfram.“ Þá er bara að muna eftir að- gangskortinu. Verkefni dr. Bjarna Más Magnússonar fjallar um tilkall Bandaríkjanna til land- grunnsins fyrir utan 200 sjómílur frá ströndum Alaska og ýmsar flækjur er skapast fyrir þær sakir að Bandaríkin eiga ekki aðild að hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Veiðimannasamfélagið á Grænlandi á undir högg að sækja. Hér er Hjelmer Heimeken í veiðiferð á ísbreiðunni. 10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Klæðskeraskæri Verð kr. 5.230– 8.580 kr. Stærðir 8“-12“ NÝ SENDING AF SPÆNSKU EÐALSTÁLI Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Hárskæri kr. 5.170 16 cm 5.350 kr. Bróderskæri Kr. 2.565 Gaffall 3.115 kr. 3.290 kr. 20 cm 25 cm 4.860 kr. 20 cm 4.110 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.