Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 18
A
ð skoða fallegt safn er skemmtileg iðja og góð
leið til að fræðast um sögu og vísindi, eða upp-
lifa ódauðleg meistaraverk nafntogaðra lista-
manna.
Í London er rík hefð fyrir íburðarmiklum söfnum sem
mörg eiga sér nokkurra alda sögu. Þar hefur verið safnað
saman undrum frá öllum hornum breska heimsveldisins
og gripum sem lýsa sögu merkilegrar þjóðar.
Ekki skemmir fyrir að aðgangur að flestum stóru söfn-
unum í London er ókeypis. Þarf ekki að borga eitt ein-
asta pund nema í tilviki tímabundinna sérsýninga.
Safnagatan í vesturhlutanum
Ef börn eru með í för er gott að byrja á Knightsbridge, á
svipuðum slóðum og Harrod‘s. Þar er að finna þyrpingu
safna við Exhibition Road:
Natural History Museum er eitt af merkustu nátturu-
gripasöfnum heims. Skartar safnkosturinn meðal annars
beinagrindum ægilegra risaeðla og sýningarsvæðum helg-
uðum jarðfræði og stjarnfræði.
Rétt handan við hornið er Science Museum, stórt og
skemmtilegt vísindasafn. Þar geta ungir jafnt sem aldnir
bæði fræðst og skemmt sér í gagnvirkum sýningarbásum.
Steinsnar frá er svo Victoria and Albert Museum. V&A
safnið, eins og það er oftast kallað, höfðar kannski ekki
jafn sterklega til yngstu gestanna og náttúrugripa- og
vísindasafnið, en um er að ræða stærsta safn heims á
sviði skreytilistar.
Ef enn er nægur tími eftir af deginum má rölta í suð-
urátt. Rétt suður af Sloane Square er Saatchi Gallery,
opnað árið 1985 og helgað nútímalist. Um þessar mundir
er safnið undirlagt af sýningu á nútímalist frá Rómönsku
Ameríku og Afríku.
Gömlu meistararnir
Það er efni í aðra dagsferð að skoða söfnin í kjarna mið-
borgarinnar. The National Gallery, og National Portrait
Gallery sem er í aðliggjandi byggingu, eru listasöfn í
heimsklassa. The National Gallery er risastórt og stendur
við Trafalgar-torg. Þar má finna velflesta gömlu meistar-
ana uppi á veggjum.
Stuttan spöl í suðurátt má finna The Household Ca-
valry Museum, tileinkað riddaraliði breska hersins. Her-
menn í heiðursbúningi, og á hestum, varða innganginn en
inni er að finna brynjur og búninga og hægt að skyggn-
ast inn í hesthús varðmannanna.
The British Museum er svo í norðurátt. Safnið er helg-
að mannkynssögunni allt frá frummönnum til dagsins í
dag. Margir eru spenntir að sjá múmíurnar í Egypsku
deildinni en húsið er sneisafullt af styttum, málverkum,
handritum og hvers kyns gersemum.
National Portrait Gallery er heimili málverka af mörgum
merkustu Bretum sögunnar, frá konungum til poppstjarna.
RIDDARAR, NÁTTÚRUUNDUR OG MÚMÍUR
Safnaborgin
London
GAMAN ER AÐ HEIMSÆKJA BÚÐIRNAR, HALL-
IRNAR OG KNATTSPYRNUVELLINA Í LONDON
EN BORGIN BÝÐUR LÍKA UPP Á AFBRAGÐS-
GÓÐ SÖFN SEM ENGINN ÆTTI AÐ MISSA AF.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Yfirbyggt miðjurýmið
í British Museum þykir
sérlega vel heppnað.
Í náttúruminjasafninu tekur gríðarstór risaeðlubeinagrind á móti gestum. Þar má fræðast um náttúru, jörð og himingeiminn.
Ljósmynd / Wikipedia - Herry Lawford (CC)
Ljósmynd / Wikipedia - David Iliff (CC)
Ljósmynd / Wikipedia - Drow male (CC)
Ferðalög
og flakk *Enginn skortur er á tengingum milli Keflavík-ur og Lundúna. Nú síðast bættist British Air-ways í slaginn og býður upp á þrjár flugferðirí viku frá og með 25. október. BA flýgur áHeathrow, en EasyJet á Gatwick og Luton,Icelandair á Heathrow og Gatwick, ogWOW air á Gatwick. Heathrow er sá flug-
völlur sem er næst miðborginni.
Feikinóg af flugvélum
HRAFNARNIR Á SÍNUM STAÐ
Kíkt á kórónuna
Tower of London, þessi forni kastali sem leikið hefur mikilvægt hlut-
verk í sögu landsins, á heima í upptalningu yfir helstu söfn borgarinnar.
Aðgangurinn er ekki ókeypis en svo sannarlega peninganna virði.
Innan virkismúranna er m.a. að finna safn sem geymir sjálf krúnu-
djásnin sem prýdd eru risastórum og ómetanlegum eðalsteinum.
Einnig er í kastalanum safn af vopnum og brynjum frá fyrri öldum.
Nokkrir hrafnar búa líka í kastalanum en samkvæmt gömlum goð-
sögum er úti um konungsveldið ef hrafnarnir hafa sig á brott.