Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 36
Þó ýmis tilbrigði séu til af reiðhjólum þá eru þau nánastöll eins í grundvallaratriðum, grindin áþekk og drifbún-aður, gírar og tilheyrandi. Eitt af því sem hvað
minnst hefur breyst í sögu reiðhjólsins er að þau eru
knúin áfram með aðstoð keðju og svo hefur verið í 200
ár eða svo, þó stærð hjólanna sjálfra hafi breyst á
sínum tíma, gírskipting komið til sögunnar og
fyrirbæri eins og diskabremsur og demparar.
Það er svosem ekkert að því að nota keðju, hún
er ekki ýkja dýr og endist alla jafna býsna lengi
(vei þeim sem ekki gætir að því að skipta um keðju
þegar hún er orðin slitin). Ókostirnir eru aftur á
móti nægir eins og þeir
þekkja sem hafa gert við
sprungið afturdekk, eða
misst keðjuna útaf tann-
hjólunum eða rekið buxna-
skálmina utan í hana – og
svo má lengi telja. Málið er
nefnilega það að það mæðir
mikið á keðjunni, óhreinindi og
bleyta berst á hana þegar hjólað
er og síðan sitja óhreinindin gjarn-
an föst í gamalli olíu, nú eða það fer að ískra í keðjunni vegna
þess að hún hefur ekki verið smurð reglulega. Ef vel á að vera
þarf maður að hreinsa keðjuna reglulega og smyrja hana líka
reglulega og gæta að því að nota mismunandi olíu eftir því
hvort maður er að hjóla um vetur eða sumar.
Nokkurnveginn þetta rann í gegnum huga mér þegar ég
rakst á Focus Planet 1.0 reiðhjól í Hjólaspretti í Hafnarfirði
þegar ég var að kaupa ný dekk um daginn. Málið er nefnilega
það að á því hjóli er engin keðja, heldur koltrefjareim sem
knýr hjólið áfram. Sáraeinfalt að sjá og einstaklega hreinlegt.
Gefur augaleið að ekki er hægt að koma hefðbundinni gírskipt-
ingu við á slíku hjóli, en kemur ekki að sök, því í nöfinni á aft-
urhjólinu er Shimano Alfine 8 gíra skipting og þá losnar mað-
ur líka við allar stýringar og vesen þeim tengt – hreinræktuð
snilld, hugsaði ég, og fékk síðan hjólið lánað til að kanna hvort
það væri eins gott í raun og veru og það sýndist á pappírnum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hönnun á stellinu
mjög skemmtileg og gerð fyrir hraða ekki síður en þægindi.
Það er úr áli og greinilega búið að tálga af því allan óþarfa því
hjólið er einkar létt.
Það var einkennileg tilfinning að stíga á bak og hjóla af stað
og tók mig smátíma að átta mig á hvað væri svo einkennilegt
en svo rann upp fyrir mér: Engir keðjusmellir, ekkert skrölt!
Nokkuð sem ég tók ekki eftir fyrr en það var horfið og að
sama skapi heyrðist ekkert þegar ég skipti um gír. Algjör
snilld!
Að þessu sögðu þá var náttúrlega eftir sú stóra spurning
hvernig hjólið stæðist almennileg átök, eins og til að mynda að
hjóla í vinnuna. Skemmst er frá því að segja að það gekk vel
að hjóla í mishæðóttu landslagi, afbragðsvel reyndar, þó ég
hafi vissulega tekið eftir því að gírarnir voru „bara“ átta, en
ekki 24 eins og á hjólinu sem ég fer á í vinnuna alla jafna. Að
því sögðu þá er ekki víst að það skipti máli, fer eftir því hvaða
leið er hjóluð og ef ekki þarf að fara um margar brattar
brekkur á leiðinni þá er sannkallaður draumur að hjóla á því.
Var ég búinn að nefna að það heyrist ekkert í því? Ég meina
ekkert nema dekkjahvinur þegar maður er kominn á siglingu.
Focus Planet 1.0 kostar nú 199.000 kr. í Hjólaspretti, sem er
tilboð frá fyrra verði (var 256.000 kr.).
EKKERT SKRÖLT – BARA SNILLD
* Þó reimabúnaður sé snjall hefur hann sína gallaog þann helstan að þegar reimin fer í sundur getur
ekkert tengt hana saman aftur, það er ekki hægt að
gera eins og með keðju að mixa saman styttri reim
og láta duga í bili. Á hjólinu eru diskabremsur,
Shimano BR-M396, vökvabremsur og mjög fín-
ar sem slíkar, svara vel. Undir því voru Cont-
inental Urban Focus dekk, 622-35 (sam-
svarar 29" eða 700c), nánast slétt dekk og
því mjög þægilegt að hjóla á þeim.
* Sveifin er Truvativ Firex, entannhjólin Gates Carbon Drive
CDC. Koltrefjareimin er úr kolt-
refjaefni og viðhaldsfrí, nema
væntanlega er gott að
hreinsa hana af og til,
en framleiðandinn seg-
ir að ekki þurfi að
hirða um slíkt,
reimin sé sjálf-
hreinsandi. Einnig
teygist ekki á
henni með tím-
anum, hún end-
ist þangað til
hún endist ekki
lengur, en að
sögn framleið-
anda ætti hún að
endast tvisvar til
þrisvar sinnum leng-
ur en keðja, auk-
inheldur sem hún verð-
ur ekki lakari með
tímanum eins og keðja sem
mædd er orðin af óhrein-
indum og notkun.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
FRAMFARIR Í REIÐHJÓLATÆKNI ERU ALLA JAFNA TENGDAR
EFNINU Í STELLINU, HVORT ÞAÐ ER STÁL EÐA ÁL EÐA
KOLTREFJAR, EÐA RAFEINDAVÆÐING (SKIPTINGAR OG
TILHEYRANDI). ÞAÐ ER ÞÓ SITTHVAÐ AÐ GERAST Í
DRIFBÚNAÐINUM, EINS OG SJÁ MÁ TIL AÐ MYNDA Á
REIÐHJÓLI FRÁ ÞÝSKA HJÓLAFRAMLEIÐANDANUM FOCUS
ÞAR SEM KEÐJUNNI ER SKIPT ÚT FYRIR KOLTREFJAREIM.
Græjur
og tækni *Ekki er gott að segja hve margir bíða eftir næstu út-gáfu af Windows sem koma á út síðsumars, en þaðvar staðfest í vikunni að Windows 10 verður síðastaútgáfa stýrikerfisins – það verður ekkert Windows11. Einn yfirhönnuða stýrikerfisins staðfesti það áföstudaginn að það myndi aldrei koma út ný heildar-útgáfa, frá og með haustinu verður stýrikerfið upp-fært jafnharðan.
Síðasta útgáfan af Windows
Eins og fram kemur hér að ofan eru breytingar í hjóla-
heiminum hægfara en breytingar þó. Ný tíska er til að
mynda ný gjarðastærð á fjallahjólum, 650b eða 27,5" í
stað hinna hefðbundu 26" og þá þannig að sameina
kostina af 700c / 29" og 26" dekkja.
Önnur tíska, sem er ekki eins umeild, er að vera á
sverari dekkjum og þá verulega sverari dekkjum, en
með svo sverum dekkjum, 2,5" eða breiðari, er hægt
að fara á slóðir sem enginn hefði treyst sér til að hjóla
fram að því.
Hjól með feit dekk, sem kallast einfaldlega Fatbike
upp á ensku, eru ekki ný uppfinning, en hafa sótt í sig
veðrið á síðustu árum eftir því sem menn vilja fara
ótroðnari slóðir, en með svo sver dekk er til að mynda
hægt að hjóla í snjó eða lausum sandi án þess að festa
sig, ekki síst ef menn hleypa vel úr dekkjunum.
Einn af upphafsmönnum tískunnar á seinni árum er
hjólreiðakappinn Geoff Harper sem fór fræga ferð um
Ísland á 9:Zero:7 Tusken-hjóli með 26 x 4.0" 45NRTH-
dekkjum. Lesa má skemmtilega frásögn hans af ferðinni
með mörgum myndum á:
http://unchainediceland.wordpress.com/.
SVERLEIKINN SKIPTIR MÁLI
Feit dekk fyrir ævintýramenn
Hjólreiðakappinn
Geoff Harper á Íslandi.