Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Græjur og tækni
Snjallsímaeigendum hefur verið auðveldað
að taka upp myndbönd af lögregluofbeldi. Í
smáforritinu „Mobile Justice CA“ er hægt
að hlaða inn myndböndum af lögreglu-
ofbeldi á netþjóna mannréttindasamtaka
jafnóðum og myndböndin eru tekin.
Smáforrit til að mynda lögregluofbeldi
AFP
Skiptu um linsu
Það er fátt sem gerir meira fyrir myndirnar
þínar en að skipta um linsu. Á flesta nýrri
snjallsíma er hægt að fá linsur sem
hægt er að klemma eða smella á sím-
ann með einföldum hætti og gjör-
breyta þannig eiginleikum myndavél-
arinnar. Hægt er að fá macro-linsu fyrir
nærmyndir, gleiðlinsur og fiskaugalinsur, allt
eftir því hvers þú þarfnast. Skoðaðu möguleikana
og gjörbreyttu myndunum þínum.
Settu inn sjálfvirkar
aðgerðir
Þegar þú hefur lokið við að
taka mynd á símanum þarf
jafnan að gera eitthvað við
hana, svo sem að senda hana í
tölvupósti, vista hana á ákveð-
inn stað, eða birta hana á sam-
félagsmiðlum. Með því að
nota Do Camera er hægt að
setja inn fyrirmæli sem gera
þetta sjálfvirkt um leið og þú
tekur myndina. Do Camera
notast við IFTTT (If This Then
That) þjónustuna, en með
henni er hægt að skilgreina
ákveðnar aðgerðir í framhaldi
af annarri aðgerð. Do Ca-
mera opnar myndavélar-
forritið og um leið og þú
smellir af mynd, þá sér það í
framhaldinu um að senda/
vista/deila myndinni þar sem
þú vilt, án þess að þú þurfir að
hugsa um það frekar. Þetta
getur verið ótrúlega hand-
hægt í ákveðnum tilfellum, svo
sem til að geyma kvittanir eða
nafnspjöld, en eins til þess að
birta myndir á Facebook eða
geyma í skýinu. iOS/Android
Breyttu þessu blaði í PDF
Þó stafræn samskipti aukist sífellt er enn tals-
vert af pappír í umferð, hvort sem það er í
vinnunni, skólanum eða á heimilinu. Eitt af
vandamálunum sem undirritaður hefur glímt
við þegar pappír á í hlut er hvernig best er að
geyma slík skjöl. En ekki lengur. Símaforritið
Office Lens frá Microsoft notar myndavélina í
símanum til þess að skanna pappír og breyta
því jafnóðum í PDF-skjal. Office Lens er beintengt við OneDrive-
skýjalausn Microsoft og vistar afrit af skjalinu þar. Þannig er hægt að
geyma mikilvæg pappírsskjöl með einföldum, ódýrum og rykfríum
hætti. Fyrir notendur Evernote má benda á símaforritið Scannable,
sem hefur mjög svipaða virkni, en vistar skjöl í Evernote. Scannable
er þó aðeins fáanlegt í iPhone enn sem komið er. iOS/Android/
Windows
Lagaðu myndirnar
Það er til ógrynni af símaforritum sem gera þér
kleift að vinna myndirnar sem þú tekur. Fá eru þó
jafn góð og forritið Snapseed frá Google. Það er
nýkomið út í annarri útgáfu og hefur verið endur-
hannað frá grunni og býður upp á nýja möguleika
í myndvinnslu og betra notendaviðmót. Ef þú
notar símann mikið til þess að taka myndir skaltu
ekki hika við að prófa Snapseed til þess að gera
þær meira aðlaðandi. Það eru fá símaforrit sem bjóða upp á jafn öfluga
myndvinnslu. Það eru þó mörg önnur forrit sem bjóða upp á öfluga mynd-
vinnslu, og ef Snapseed er ekki fyrir þig má óhikað mæla með forritunum
VSCO eða Afterlight frá Adobe. iOS/Android
Sendu út í beinni
Periscope er nýtt forrit sem gerir þér kleift að
nota símann til þess að taka upp það sem er að
gerast í kringum þig og senda það beint út. Já,
eða að horfa á það sem aðrir notendur eru að
senda út í beinni. Forritið hefur vakið talsverða
athygli, en samfélagsmiðlarisinn Twitter keypti
Periscope fyrir $100 milljónir í byrjun árs. Það
nýtir nettengingu símans til þess að senda út
myndbandsupptöku af því sem fyrir augu ber. Það er hægt að velja að
hafa útsendinguna opna fyrir alla eða að velja vini og vandamenn sem fá
að horfa. Áhorfendur geta sent skilaboð til þess sem sendir út og skapa
þannig gagnvirka reynslu. Periscope hefur notið nokkurra vinsælda frá
því það kom út fyrir nokkrum vikum, en notkun þess er þó ekki orðin
mjög almenn og útbreidd enn. Vonandi verður breyting á því fljótt, því
það er virkilega gaman að flakka á milli útsendinga og sjá hvað fólk víðs
vegar um heiminn er að gera á hverri stundu. iOS/Android
Raðaðu mörgum myndum saman
Instagram er vinsælt símaforrit til að deila
myndum úr snjallsíma. Nýlega kynnti Insta-
gram til sögunnar skemmtilegt símaforrit sem
heitir Layout, en það má nota til að taka allt að
sjö myndir sem má raða saman í eina
skemmtilega mynd sem hægt er að raða sam-
an með ólíkum hætti. Það hefur verið nokkur
fjöldi af svipuðum forritum í boði, en Layout
gerir þetta mjög vel og er einfalt í notkun og
býður upp á marga möguleika. Þá skemmir ekki fyrir að það vinnur ein-
staklega vel með Instagram-forritinu, sem þýðir að það er einfalt að deila
myndum sem þú býrð til í Layout. iOS
Geymdu myndirnar á öruggum stað
Það eru fjölmörg fyrirtæki sem
bjóða upp á ýmiskonar geymslu-
möguleika í skýinu. Flest eiga þau
það líka sameiginlegt að ef þú nærð
í símaforrit hjá þeim bjóðast þau til
þess að taka öryggisafrit af mynd-
unum þínum og geyma í skýinu. Fá
fyrirtæki gera þetta betur en Drop-
box. Auk þess að taka öryggisafrit af
myndunum þínum hefur það smíðað
forritið Carousel, sérstaklega til þess að hjálpa þér að geyma,
skoða og deila myndunum þínum. Forritið skipuleggur myndirnar í
albúm, raðar þeim upp og sýnir þær á snyrtilegan hátt. Þegar það
er búið að taka öryggisafrit af myndunum á símanum þínum býðst
Carousel svo til þess að eyða myndunum af símanum fyrir þig til
að spara þér pláss. Fyrir þá sem ekki nota Dropbox, eða nota
Windows-síma, þá býður One Note-símaforritið upp á að vista
myndirnar í skýinu, það gerir það bara ekki nærri eins vel og
Carousel. iOS/Android
7 góð
ráð fyrir
myndavélina
í símanum
ÞAÐ ER FÁTT SEM VIÐ NOTUM MEIRA Á SNJALLSÍMANUM
OKKAR EN MYNDAVÉLIN. FLEST ERUM VIÐ MEÐ SÍMANN
VIÐ HÖNDINA ÖLLUM STUNDUM OG ÞVÍ AUÐVELT AÐ
GRÍPA TIL HANS ÞEGAR AUGNABLIKIN SEM VIÐ VILJUM
VARÐVEITA VERÐA Á VEGI OKKAR. EN ÞAÐ ER HÆGT AÐ
NOTA MYNDAVÉLINA Í FLEIRA EN BARA AÐ TAKA MYND-
IR. OG ÞÓ AÐ VIÐ VILJUM BARA TAKA MYNDIR ER MARGT
HÆGT AÐ GERA TIL AÐ GERA ÞAÐ BETUR.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Reykjavíkurdætur brúkuðu snjallsímann á Grímunni á síðasta ári til að ná af sér mynd með forsetafrúnni.
Morgunblaðið/Eggert
FÁÐU MEIRA ÚT ÚR SÍMAMYNDAVÉLINNI