Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 45
Íslendingar hafa um fremur skamma hríð búið við þingbundna stjórn borið saman við Breta. Og lengi vel þjakaði misvægi atkvæða þingræðið verulega. Stjórnmálalegar áherslur þjóðarinnar skiluðu sér illa inn á löggjafarsamkunduna. Þessi mismunun á vægi atkvæða hefur verið leið- rétt í áföngum og að auki sett regla um það, hver hún megi mest vera. Þá hefur með lögum verið séð til þess að einstök framboð og flokkar hafi áhrif í þingsalnum í sam- ræmi við fylgi meðal kjósenda. Þó segja ýmsir enn af sannfæringu og hafa nokkuð til síns máls að ótækt sé að fallast á nokkra mismunun á milli kjósenda og rétt áhrif flokkanna í þingsalnum breyti engu um það aðalatriði. Þetta sé sannleikur hafinn yfir karp og varla hægt að sætta sig við að menn viðri önnur sjónarmið. Óhjákvæmilegt sé því að gera landið að einu kjördæmi til að tryggja fullnægjandi jöfnun. Það fyrirkomulag komi að auki í veg fyrir kjör- dæmapot, sem sé ein af uppsprettum spillingar í stjórnmálunum. Kjördæmapot og kröfuhafapot Í námunda við allar stærstu lýðræðislegar löggjafar- samkundur heims starfa svokallaðir „lobbýistar“. Þeir hafa víðast formlega réttarstöðu og þeir eru skráðir sem slíkir. Þúsundir manna starfa sem lobbýistar og á bak við þá standa gjarnan mjög fjársterkir aðilar, svo sem stórfyrirtæki, fjárfestingarsjóðir, verkalýðsfélög eða hagsmunagæslufélög, svo sem Samtök skotvopnaeig- enda, flugfélaga, matvælaframleiðenda, svo fáein dæmi séu nefnd. Áhrif slíkra aðila eru þúsundfalt meiri en hinna svokölluðu kjördæmapotara á Íslandi. Íslendingar hafa nýverið fengið smjörþef af starf- semi lobbýista í óvæntri mynd þegar glitt hefur í umsvif „kröfuhafa“ eftir að bankakerfið fór á hliðina. Evrópusambandið hefur sérstöðu í aðkomu lobbý- ista að starfsemi sinni, sem í svo mörgu öðru. Þar hafa lobbýistar margfalt meiri áhrif á setningu reglna og tilskipana en útsendarar einstakra ríkja, svo ekki sé minnst á þjóðþingin þeirra, sem fá í pósti texta til afgreiðslu, fullgerða og óumbreytanlega. Þó vill svo undarlega til, að sumir þeirra sem hér- lendis vilja steypa öllum kjördæmunum í eitt, til að losna við kjördæmapot og atkvæðamisvægi, vilja endilega farga bæði fullveldi og raunverulegu lýð- ræði með því að ganga í Evrópusambandið. Skörpum skjátlaðist Í aðdraganda bresku kosninganna þóttust menn sjá fyrir að nú, eins og árið 2010, yrði útkoma kosning- anna sú, að menn sætu uppi með „uppnámsþing“ (hung parliament), þar sem enginn einn flokkur næði hreinum meirihluta. Í því samhengi var rætt um það í íslenskri um- ræðu, að þetta sýndi að kerfi einmenningskjördæma í Bretlandi væri gengið sér til húðar. En við þá ályktun verður að gera athugasemd. Það gæti vissu- lega litið svo út, að stjórnmálaelítan í London hefði ríghaldið í þetta kerfi til að tryggja hagsmuni sína og völd. En þótt kerfið sé orðið gamalt hefur það alveg ný- lega fengið nýtt lýðræðislegt umboð. Frjálslyndi flokkurinn setti það að skilyrði fyrir því að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með Íhalds- flokknum árið 2010 að þjóðaratkvæði myndi fara fram um það, hvort taka skyldi upp hlutfallskerfi (eins og það íslenska) í kosningum. Við það þjóðar- atkvæði myndu öll atkvæði vega jafnþungt. Þessar kosningar fóru fram á miðju síðasta kjör- tímabili og breska þjóðin hafnaði því með verulegum meirihluta að hverfa frá einmenningskjördæmum. Vísast þykir einhverjum slík niðurstaða óboðleg og stangast á við bæði réttlæti og sannleika. En hún var þó lýðræðisleg niðurstaða, hvað sem öðru líður. Frjálslyndi flokkurinn tapaði illa í kosningunum s.l. fimmtudag. Flokkurinn vildi á sínum tíma fá breytingu á kosningakerfinu og sagðist sannfærður um að það væri réttlætismál. Réttlætismálið féll raunar að þeirri staðreynd að flokkurinn hefur iðu- lega fengið færri þingmenn kosna en hlutfallslegt fylgi hans hefur verið. Í kosningunum nú fengu frjálslyndir 8 þingmenn en UKIP, flokkur með nærri þrefalt meira fylgi en þeir, aðeins 1 þingmann. Hefðu frjálslyndir notið hlutfallsreglu til fulls hefðu þeir náð um 30 þingmönnum, en UKIP á milli 70 og 80. En breska þjóðin hefur sem sagt nýlega áréttað að hún vill ekki hlutfallskerfið og það er sá sannleikur sem menn verða að hlíta, a.m.k. um sinn. Af hverju urðu allir hissa? En hvers vegna komu bresku kosningarnar svona mikið á óvart. Ástæðan er einföld. Það er vegna þess að menn eru svo vanir því að skoðanakannanir mæli fylgi flokka af svo miklu öryggi, að kosningar séu nánast aðferð til að færa niðurstöður þeirra í lög- mætt form. Hér á landi hafa „mælingamenn“ síðustu árin farið mjög nærri endanlegri niðurstöðu. Við umræður um úrslit að kvöldi kjördags eru þau ekki mæld við kosningarnar þar á undan, heldur við hitt, hvort fylgið hafi reynst pínulítið meira eða minna en kann- anir sýndu, svo fáránlegt sem það er. En í Bretlandi virtust kannanir að þessu sinni hafa mislesið stöðuna vikurnar fyrir kjördag. Fram á síð- asta dag sýndu þær allar svipaðar niðurstöður. Fylgi stóru flokkanna tveggja virtist hnífjafnt og þar sem einhverju skeikaði kom Verkamannaflokkurinn örlít- ið skár út. Þruman En um leið og kjörstöðum hafði verið lokað birtu stóru stjórnvarpsstöðvarnar sameiginlega útgöngu- spá. Hún sýndi allt aðra niðurstöðu. Íhaldsflokkur- inn yrði áfram stærsti flokkurinn með 316 þingmenn. Flokkurinn myndi bæta við sig 10 þingmönnum og vanta aðeins 10 til að ná hreinum meirihluta. Verka- mannaflokkurinn fengi aðeins 239 þingmenn. Því var spáð að Skoski þjóðarflokkurinn fengi 58 þingmenn af þeim 59 sem Skotar senda á þingið í Westminster, en flokkurinn hafði aðeins 6 þingmenn þar á síðasta kjörtímabili og myndi nánast þurrka Verkamanna- flokkinn út í Skotlandi. Þá sagði spáin að hinn stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, hryndi til grunna, fengi 10 þingmenn og tapaði 56. Þessi útgönguspá kom eins og þruma. Hún hljómaði vel í eyrum íhaldsmanna, en þeir trúðu henni varlega. Forystumenn Verkamannaflokks og Frjálslynda flokksins neituðu hins vegar að trúa. Þeir töldu þessa spá, sem stangaðist algjörlega á við allar hin- ar, ekki líklega til að standast. Paddy Ashdown, fyrr- verandi formaður Frjálslynda flokksins, sagðist myndu éta hattinn sinn opinberlega reyndist út- gönguspáin rétt. Ed Balls, talsmaður fjármála í skuggaráðuneyti Milibands, taldi eftir birtingu spárinnar að Cameron forsætisráðherra næði ekki meirihluta að baki sér og því myndi drottningin í kjölfarið fela sínum formanni stjórnarmyndun. Aðeins 12 tímum síðar hafði Ed Balls tapað sínu þingsæti til Íhaldsflokksins og Ed Miliband hafði sagt af sér sem formaður flokksins. Stöðvarnar töldu ástæðulaust að efast um út- gönguspána, þótt vissulega yrði að reikna með skekkjumörkunum. Og það reyndist rétt, en skekkjumörkin „stóðu með“ íhaldsmönnum en ekki Verkamannaflokknum og frjálslyndum. Íhaldsmenn fengu hreinan meiri- hluta á þingi, 331 af 650 en ekki 316 eins og spáð var. Verkamannaflokkurinn fékk 232 þingmenn en ekki 239 eins og spáð var. Og Frjálslyndi flokkurinn fékk aðeins 8 en ekki 10. Nú vilja stjórnmálamenn láta rannsaka hvers vegna skoðanakannanir lásu stöðuna svona illa. En það er ekki endilega víst að þær hafi gert það. Við vinnslu útgönguspárinnar var rætt við kjósendur sem komu af kjörstað. Þá kom í ljós að „óákveðnir“ ætluðu að halla sér að Íhaldsflokknum á Englandi á lokasprettinum. Ástæðan var m.a. sú, að þeim leist ekki á hugsanlegt bandalag Milibands og Skoska þjóðarflokksins að kosningunum loknum. Þá myndi síðarnefndi flokkurinn ekki aðeins ráða einn málum Skotlands heldur hafa úrslitaáhrif á öll málefni Stóra-Bretlands og það í krafti aðeins 4,8% atkvæða á landsvísu. Það væri handan við öll mörk. Morgunblaðið/Eggert 10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.