Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 46
Alþjóðastjórnmál
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
L
eiðtogum Kína er ávallt
hampað, en frá tímum
Dengs Xiaopings hefur
þó gætt hófsemi í þeim
efnum. Nú virðast hins
vegar dagar persónudýrkunar runn-
ir upp á ný. Frá því Xi Jinping
komst til valda hefur hann verið
settur á stall og er fullyrt að kín-
verskur leiðtogi hafi ekki notið jafn
mikillar lotningar síðan Maó formað-
ur var og hét.
Í Peking er lítill skyndibitastaður
orðinn að túristaskyldu vegna þess
að Xi fór þangað óvænt að borða,
borgaði sjálfur, tók bakka sinn og
settist niður. Andlit Xis er á diskum,
bollum og minjagripum. Bók eftir
hann um listina að stjórna hefur
verið þýdd á átta tungumál og seld
eða gefin í 17 milljónum eintaka.
Sungnir eru poppsöngvar um leið-
togann. „Synir og dætur Kína fylgja
þér fram veginn, hönd í hönd,“ segir
í einum popptextanum. „Mikli for-
maður, elskaði Xi forseti, víst er að
kínverska þjóðin mun ganga í end-
urnýjun lífdaga vegna þess að við
höfum þig.“
Xi hefur náð til fólks með baráttu
sinni gegn spillingu. Hann talar iðu-
lega um „kínverska drauminn“ og
tilkall Kína til valda í samfélagi
þjóðanna. Í fjölmiðlum er einnig
linnulaus áróður þar sem Xi er
gerður að blöndu ofurmennis og
almúgamanns, sem kann að sparka
bolta og skjóta af byssu. Fjölmiðla-
deild Hong Kong-háskóla tók saman
að fyrstu tvö árin eftir að Xi komst
til valda hefði hans verið getið helm-
ingi oftar í aðalblaði Dagblaðs alþýð-
unnar, en forvera hans, Hu Jintaos,
fyrstu tvö ár hans við völd.
Tugir þúsunda rannsakaðir
Sagt er að enginn leiðtogi Kína hafi
tekið sér jafn mikið alræðisvald frá
því að Maó var og hét. Tugir þús-
unda manna hafa sætt rannsókn fyr-
ir ýmsar sakir, allt frá spillingu til
að leka ríkisleyndarmálum og hvetja
til þess að ríkinu yrði steypt. Hann
ber tíu titla, sem hann hefur ýmist
tekið sér eða búið til. Hann er þjóð-
höfðingi og æðsti yfirmaður hersins
og gegnir formennsku í mikilvæg-
ustu nefndum kommúnistaflokksins;
utanríkismálanefnd, efnahags-
málanefnd og nefnd um málefni Taí-
vans. Að auki er hann yfirmaður
stofnunarinnar, sem hefur eftirlit
með netinu, stofnunarinnar um um-
bætur í stjórnkerfinu, stofnunar-
innar um þjóðaröryggi og stofnunar-
innar um umbætur í hernum.
Eiginkona Xis er þekkt sópran-
söngkona, Peng Liyuan. Þegar þau
giftust um miðjan níunda áratuginn
var hún ein þekktasta söngkona
landsins. Hún hefur vakið mikla at-
hygli og komst á lista tímaritsins
Vanity Fair yfir best klæddu konur
heims.
Í greininni í New Yorker var rætt
við Henry Paulson, fyrrverandi fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna, sem í
apríl gaf út bókina Dealing With
China. „Hann hefur verið mjög
hreinskilinn og opinn – prívat og op-
inberlega – um þá staðreynd að
Kínverjar hafna vestrænum gildum
og fjölflokka lýðræði,“ sagði Paulson
um Xi.
„Í augum Vesturlandabúa virðist
mjög mótsagnakennt að helga sig
því annars vegar að ýta undir aukna
samkeppni og sveigjanleika mark-
aðsvæðingar í efnahagslífinu og hins
vegar að leitast eftir að hafa meiri
stjórn á pólitíska geiranum, fjöl-
miðlum og netinu. En það er lykill-
inn: hann lítur svo á að öflugur
flokkur sé forsenda stöðugleika og
eina stofnunin, sem sé nógu sterk til
að hjálpa honum að ná öðrum mark-
miðum sínum.“
Xi hefur látið að því liggja að
frami sinn beri því vitni að í Kína
ráði verðleikar för. Vissulega hefur
hann gengið í gegnum ýmislegt um
ævina, en málið er þó ekki svo ein-
falt. Xi er einn af hinum svokölluðu
prinsum eins og synir valdamanna
eru kallaðir í Kína.
Einn af „prinsunum“
Faðir hans hét Xi Zhongxun og
hann var ráðherra áróðursmála þeg-
ar Xi Jinping fæddist 1953. Í The
New Yorker kemur fram að faðir
hans hafi kynt undir byltingu frá því
hann var 14 ára og reyndi að eitra
fyrir kennara, sem hann og bekkjar-
félagar hans töldu andbyltingarsinn-
aðan. Xi Zhongxun var settur í
fangelsi og þar gekk hann í komm-
únistaflokkinn. Hann varð háttsettur
í flokknum og tók þátt í þeim illvígu
deilum, sem þar blossuðu upp. 1935
sökuðu andstæðingar Xis Zhongx-
uns hann um að vera ótrúr og fyr-
irskipuðu að hann skyldi grafinn lif-
andi, en Maó skarst í leikinn og
bjargaði lífi hans.
Maó fyrirskipaði á flokksfundi í
febrúar 1952 að til þess að kveða
niður andbyltingarsinna þyrfti að
taka af lífi einn af hverjum þúsund
til tvö þúsund íbúum landsins. Í op-
inberri ævisögu Xis Zhongxuns seg-
ir að hann hafi stutt „rækilega kúg-
un og refsingar“, en á hans svæði
hafi nokkru minna verið um dráp en
annars staðar.
Xi Jinping fékk að heyra sögur
föður síns þegar hann var að alast
upp. „Hann talaði um hvernig hann
hefði gengið til liðs við byltinguna
og sagði oft, „þú munt án vafa gera
byltingu í framtíðinni“,“ sagði Xi í
viðtalið við ríkisblaðið Kvöldfréttir í
Xian árið 2004. „Hann útskýrði hvað
byltingin væri. Við fengum að heyra
þetta svo oft að við fengum sigg á
eyrun.“
Líf Xis hefur hins vegar ekki allt-
af verið dans á rósum. Faðir hans
féll í ónáð í menningarbyltingunni
og fékk ekki uppreisn æru fyrr en
1975 eftir að hafa sætt ofsóknum í
sextán ár. Þetta hafði áhrif á Xi, en
á endanum ákvað hann að helga sig
flokknum frekar en að fara sína leið
og reyna jafnvel að komast til út-
landa eins og mörg börn ráða-
manna, sem lentu í ónáð.
Umsókn Xis um að ganga í æsku-
lýðsfylkingu kommúnistaflokksins
var hafnað sjö sinnum. 1974 varð
hann hins vegar fullgildur félagi í
kommúnistaflokknum og tók til við
að klífa upp valdastigann.
Útskúfun og endurkoma
Paul Rudd, fyrrverandi forsætisráð-
herra Ástralíu, þekkir vel til Kína.
Hann segir að til þess að skilja Xi
Jinping þurfi að átta sig á því að
hann hafi helgað sig flokknum sem
stofnun þrátt fyrir að hann hafi
bæði í einkalífi og pólitík „reynslu af
bestu hliðum flokksins og verstu
hliðum flokksins“.
Leið Xis á toppinn var löng, en
hann birtist skyndilega í innsta
hring. Helstu valdamenn á undan
honum, Hu Jintao og Wen Jiabao,
voru ekki úr byltingarfjölskyldum.
Þegar velja átti næstu kynslóð
valdamanna áttu margir von á því
að Xi myndi bíða lægri hlut fyrir Li
Kequiang, sem var menntamaður,
en ekki af byltingarættum. Síðan
2002 höfðu tæknikratar átt greiða
leið á toppinn í kínverskum stjórn-
málum. 2007 var hins vegar tilkynnt
að Xi yrði líklega arftakinn og 2012
varð hann hæstráðandi í stjórnmála-
ráðinu. Tæpu hálfu ári síðar var
hann einnig orðinn forseti.
Vestrænar hugmyndir eru ekki
lengur boðlegar í Kína. Fyrir fjórum
árum lofaði Yuan Guiren, mennta-
málaráðherra Kína, kosti samskipta
við önnur lönd. „Hvort sem þau eru
rík eða fátæk, sósíalísk eða kapítal-
ísk, ef þau gagnast þróun okkar get-
um við lært af þeim öllum,“ sagði
hann í viðtali við Jinghua-Tímann,
dagblað í eigu ríkisins. „Einu gildir
hvað mikið kemur að utan, við verð-
um ekki í hættu því við erum á kín-
verskri grund.“
Hugmyndafræðileg víglína
Nú heyrist annar tónn. „Ungir
kennarar og námsmenn eru helstu
skotmörk óvinaaflanna til að
smeygja sér inn,“ skrifaði Yuan í
flokkstímaritið Sannleikans leitað í
febrúar og bætti við að „sum ríki“
sem óttuðust uppgang Kína hefðu
hleypt auknum krafti í viðleitni sína
til að hafa áhrif.
Í janúar voru gefnar út nýjar leið-
beiningar þar sem skorað er á æðri
menntastofnanir landsins að leggja
áherslu á að kenna marxisma, hug-
myndafræðilega tryggð við flokkinn
og skoðanir Xis forseta.
Yuan hefur sagt að kínverskir
skólar séu hin „hugmyndafræðilega
víglína“ í baráttunni gegn vestræn-
um gildum. Þagga verði niður
„ranga umræðu“ í félagsvísindum og
heimspeki.
Í grein á vefsíðu Sannleikans leit-
að var sérstaklega varað við prófess-
orum, sem „sverta nafn Kína“ og
var lagaprófessorinn He Weifang
„Kínverski
draumurinn“
XI JINPING HEFUR TEKIÐ SÉR MEIRA ALRÆÐISVALD, EN NOKKUR LEIÐTOGI KÍNA FRÁ
TÍMUM MAÓS FORMANNS. HANN VILL VEG KÍNA SEM MESTAN, BÝÐUR BANDARÍKJUNUM
BYRGINN OG NÆR TIL ALMENNINGS MEÐ ÞVÍ AÐ TALA UM „KÍNVERSKA DRAUMINN“.
Xi Jinping, forseti Kína, hefur meiri völd en
forverar hans hafa haft í áratugi og tímar
persónudýrkunar eru runnir upp á ný í landinu.
Fótbolti er ein af vinsælustuíþróttunum í Kína, en færKínverja einnig til að blygð-
ast sín. Í þrjátíu ár hefur kínverska
karlalandsliðinu aðeins tekist
einu sinni að komast í úrslita-
keppnina um heimsmeistaratit-
ilinn. Það var árið 2002 og þá datt
liðið út án þess að skora mark.
Nú á hins vegar að snúa við
blaðinu. Xi Jinping, forseti Kína,
er mikill áhugamaður um fót-
bolta og fer ekki leynt með það.
2011 lýsti hann yfir því að hann
hefði þrjú markmið, sem öll
snertu fótbolta. Hann vildi að
landsliðið öðlaðist rétt til að
keppa á HM, að keppnin yrði
haldin í Kína og að Kínverjar yrðu
heimsmeistarar.
Nú er Xi orðinn forseti og átak-
ið er hafið. Embættismenn hafa
lýst yfir því að fótbolti sé hluti af
námskrá þjóðarinnar. Stefnt er
að því að 2017 hafi 20 þúsund
skólar, þar sem áhersla verður á
fótbolta, hafið störf. Úr þessum
skólum eiga að koma tugþús-
undir frambærilegra leikmanna. Í
Peking verður fótbolti skyldu-
grein á inntökuprófum í mennta-
skóla. Þeir sem skara fram úr
verða sendir í skóla sem settir
hafa verið á fót í Hollandi og á
Spáni.
Í fréttaskýringu um málið í
blaðinu Washington Post sagði
að þessi áhersla snerist um annað
og meira en fótbolta. „Í huga
margra hér er ömurlegt ástand
kínverskrar knattspyrnu birting-
armynd allra þeirra vandamála
og óleysanlegu mótsagna sem
Kína og leiðtogar landsins þurfa
að takast á við,“ sagði í blaðinu.
Þar var bætt við að til þess að
keppa við þá bestu þyrfti Kína
hugmyndaauðgi og sköpunar-
kraft, en um leið færi komm-
únistaflokkurinn fram á hlýðni við
forustuna og undirgefni sam-
kvæmt valdboði.
Kínverjar eru flestir þeirrar
hyggju að þeir hafi fundið upp fót-
boltann og vísa til þess að finna
megi heimildir frá þriðju öld fyrir
Krist um sparktuðru úr leðri
fyllta af hári.
Xu Guoqi, sagnfræðingur við
Hong Kong-háskóla, sagði við
Washington Post að öldum sam-
an hefði Kínverjum þótt vest-
urveldin og Japan vega að karl-
mennsku sinni. „Áratugum
saman hefur áhugi Kínverja á
íþróttum í heild ekki snúist um
persónulega ánægju heldur póli-
tík,“ sagði Xu. „Litið er á þær
sem leið til að undirstrika lög-
mæti valdahafanna, stöðuna í
heimspólitíkinni, framlengingu
valds.“
Fótboltann úr
öskustónni