Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Qupperneq 48
Úttekt
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Vigdís er sígilt nafn sem stúlkum í landinu hefur í gegn-
um tíðina verið gefið án þess að einhver áberandi tísku-
bylgja hafi farið af stað. Þó er greinilegur toppur í fjölda
nafngifta eitt árið en það er árið sem frú Vigdís
Finnbogadóttir var kjörin forseti lýðveldisins, árið 1980.
Þá höfðu í þrjátíu ár aldrei fleiri stúlkur hlotið nafnið og
aðeins einu sinni jafnmargar stúlkur hlotið það. Árið
1980 hlutu fjórfalt fleiri stúlkur nafnið Vigdís en árið á
undan.
Meira um nafnið:
Nafnið hafa íslenskar konur borið allt frá því að land
var numið en það kemur fyrir í Landnámu og Íslend-
ingasögum, Sturlungu og fornbréfum frá 14. öld.
Nafnið Vigdís þýðir „heilladís baráttunnar“ eða
„orrustunnar“.
Vigdís
Hólmfríður Karlsdóttir vann hug og hjarta þjóðarinnar þegar hún varð ungfrú al-
heimur árið 1985.
Stúlkur sem nefndar voru árið 1986, og voru því margar hverjar í bumbum
árið 1985, hlutu oftar nafnið Hólmfríður en árin tvö þar á undan og raunar var
það svo að nýnefndar Hólmfríðar tvöfölduðust fyrstu tvö árin eftir að Hólm-
fríður Karlsdóttir hlaut titilinn frá því sem var síðustu tvö árin fyrir kosningu.
Nafnið hafði þó vissulega verið algengt kvenmannsnafn og þá sérstaklega um
miðbik aldarinnar en í kringum 1970 fór þeim að fækka talsvert. Kosning
Hólmfríðar virðist hins vegar hafa blásið lífi í vinsældir nafnsins en það var þó
aðeins bundið við þennan tíma því síðan þá hefur nýskírðum og -nefndum
Hólmfríðum aftur fækkað jafnt og þétt.
Meira um nafnið:
Nafnið kemur fyrst fyrir í fornbréfum frá 15. öld en það þekkist einnig bæði í
Svíþjóð og Noregi sem Holmfrid.
Nafnið þýðir „sá sem hólmanum ann“ eða „fegurð hólmans“. Á það vel við.
Hólmfríður
Það eru sterk merki um að knattspyrnuhetjan Eiður
Smári Guðjohnsen hafi haft mikil áhrif á nafngiftir
drengja því um það leyti sem hans frægðarsól skein
sem hæst snarfjölgaði þeim börnum sem fengu nafnið
Eiður og nokkrir hnokkar fengu jafnvel tvínefnið Eiður
Smári.
Fyrsta Eiðs-sprengjan var árið 1996 en það er eitt
fyrsta frægðaraugnablik Eiðs Smára þegar öll þjóðin
fylgdist með honum og Arnóri Guðjohnsen föður hans
spila landsleik gegn Eistlandi í Tallinn og vera þar með
fyrstu íslensku feðgarnir til að spila saman í landsleik.
Árið 2004 verður einnig skyndileg og snör fjölgun á
Eiðum á landinu en það ár er ákveðinn toppur á ferli
Eiðs Smára. Bæði var hann fyrsti knattspyrnumað-
urinn til að vera valinn íþróttamaður ársins í 17 ár,
hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við
Chelsea og skoraði fyrra mark Íslands í sigri á Ítölum
á Laugardalsvellinum frammi fyrir 20.000 manns.
Eiður Smári var mikilsháttar leikmaður fyrir Chelsea
og skoraði meðal annars mikilvægt mark og lagði upp
annað í sigri Chelsea á CSKA Moskvu í Meistaradeild
Evrópu. Nafnið varð einkar vinsælt næstu árin og
fækkar Eiðs-nafngiftum ekki að ráði fyrr en í kringum
2009 en þá hættir Eiður Smári að spila með Barce-
lona.
Eiður
Meira um nafnið:
Nafnið Eiður kemur fyrir í Landnámu og Ís-
lendingasögum. Hins vegar kemur það ekki
fyrir í manntölum fyrr en 1855 og voru þá
aðeins 2 karlmenn sem báru það.
Deildar meiningar eru um uppruna nafn-
sin. Sumir telja það einfaldlega þýða „svar-
dagi“. Aðrir telja það dregið af írska kven-
mannsnafninu Aedh sem er samsvarandi
forngríska nafninu Eðna og keltneska
sólguðsnafninu Aodh sem þýðir „eldur“.
Getty Images/iStockphoto
Nefnd eftir
nafntoguðum
ÞAÐ ER EÐLILEGT AÐ VERÐA FYRIR ÁHRIFUM FRÁ UMHVERFINU OG EKKI SÍST FRÁ ÞEKKTUM EIN-
STAKLINGUM SEM HAFA NÁÐ LANGT – OG BERA JAFNVEL FALLEG NÖFN. HÉRLENDIS MÁ SJÁ ÞESS
DÆMI AÐ ÞEKKTIR EINSTAKLINGAR HAFI HAFT ÁHRIF Á NAFNGIFTIR ÍSLENDINGA, BÆÐI TÍMABUNDIÐ
OG UM LENGRI TÍMA. ERU ÞETTA GJARNAN FYRIRMENNI, ÍÞRÓTTAHETJUR OG LISTAMENN. VISSULEGA
ER ÞÓ EKKI HÆGT AÐ TAKA AF ALLAN VAFA UM AÐ VINSÆLDIR EINSTAKRA NAFNA MEGI REKJA
BEINT TIL ÁKVEÐINNA EINSTAKLINGA, EN ÞAÐ MÁ HINS VEGAR LEIÐA STERKUM LÍKUM AÐ ÞVÍ.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is