Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 49
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Áður en Baltasar Kormákur Samper náði fádæma hylli sem leikari og leikstjóri voru aðeins þrír aðrir núlifandi karlmenn sem hétu Baltasar og einn þeirra var faðir hans. Hvað ætli þeir séu margir Baltasararnir sem hafa orðið til í seinni tíð? Þeir eru hvorki fleiri né færri en 61 og hlutu þeir þessi nöfn eftir að Baltasar hafði stimplað sig inn. Það er því freistandi að álykta að Baltasar hafi haft áhrif á einhverjar þær nafngiftir og gert þetta sjaldgæfa nafn að nafni sem hefur verið sérstaklega áberandi, ekki síst allra síðustu árin, en segja má að Baltasar-æðið hafi byrjað fyrir alvöru rétt eftir miðjan 10. áratuginn. Meira um nafnið: Þótt nafnið hafi ekki borist hingað til lands fyrr en á 20. öld þekkist það til dæmis í Dan- mörku í nokkrum myndum á 14. öld og það þekkist einnig frá fyrri öldum í Noregi, Sví- þjóð, Þýskalandi og Englandi. Það er upprunalega komið úr grísk-latínu en ræturnar má þó rekja alla leið til gamla testamentis Biblíunnar og merkir „sá sem er verndaður af guði“. Baltasar Það er augljóst að knattspyrnukappinn Arnór Guðjohn- sen hefur haft bein áhrif á vinsældir nafnsins Arnórs hérlendis. Nafnið hafði ekki verið svo algengt árin áður en hann náði hápunkti ferils síns með knattspyrnuliðinu Anderlecht í Belgíu en á 9. áratugnum komst Arnór í þá einstöku stöðu að verða belgískur meistari, vera út- nefndur besti leikmaður deildarinnar og enda sem markakóngur deildarinnar. Og nafngiftir létu ekki á sér standa en Arnórar í land- inu margfölduðust í kringum þessa glæstu tíma árið 1987. Þannig má nefna að milli 1981 og 1985 voru 17 drengir nefndir Arnór en 1986-1990 hlaut 71 drengur nafnið. Þessar vinsældir nafnsins hafa haldist og bæst í jafnt og þétt. Meira um nafnið: Nafnið er sett saman af fuglinum örn og Þór sem vísar að sjálfsögðu til þrumuguðsins Þórs en nafnið hafa íslenskir karlmenn borið frá því að búseta hófst í landinu. Arnór Á Íslandi eru um tuttugu Emilíönur en það merki- lega er að þær allar, nema Emilíana Torrini sjálf, fæddust eftir að tónlistarkonan náði landshylli og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins árið 1996 en Emilíana hlaut einnig þau verð- laun árið eftir. Og þá komu fyrstu Emilíönurnar í heiminn. Mið- að við að á landinu er engin Emilíana fædd fyrr en söngkonan verður ein dáðasta söngkona okkar er tveir tugir síðan þá nokkuð mikið og má víst telja að Emilíana hafi haft áhrif á þónokkra foreldra. Meira um nafnið: Nafnið Emilíana hafa ítalskar og spænskar konur fyrst og fremst borið í gegnum tíðina. Emilíana er komið úr latínu; Aemilianus, og merkir „ættingi fjölskyldu Emilios“. Emilíana Hilmir Snær er þekktasti núlifandi nafnberi nafnsins Hilmis og eins og með Baltasar má sjá mjög sterk merki þess að hann hafi haft mikil áhrif á nafngiftir Íslendinga. Þótt nafnið sé gamalt er aðeins stöku Hilmi að finna á árunum áður en Hilmir Snær útskrifast úr Leiklistarskóla Íslands ár- ið 1994 og fer að verða áberandi á sviðinu. Hann er einn af nokkrum leikurum sinnar kynslóðar, í flokki með til dæmis Ingvari Sig- urðssyni og Baltasar Kormáki, sem náðu sess hjá þjóðinni sem er aðeins á færi fárra. Þá hefur hann verið kosinn kynþokkafyllsti karlmaðurinn í ýmsum álitsgjafagreinum í gegnum tíðina. Þá má ljóslega tengja vinsældir nafnsins á einstökum árum við afrek hans. Þannig fjölg- aði talsvert þeim drengjum sem hlutu nafnið þegar Hilmir Snær vann Grímuna í fyrsta sinn, árið 2001, og voru þá aldrei fleiri skírð- ir þessu nafni en einmitt það sama ár. Þá á Hilmir Snær meira að segja níu alnafna sem fæddust allir eftir að hann varð þekktur. Meira um nafnið: Nafnið þýðir konungur í skáldamáli og er skylt orðinu hjálmur. Það merkir í raun „sá sem ber hjálm“. Hilmir Snær Ferill Kristbjargar Kjeld hefur verið langur og glæsilegur en í kringum 1960 og allan 7. áratuginn var hún ein eftirsóttasta leikkona landsins þegar hún fékk meðal annars aðal- hlutverkið í fyrstu íslensku kvikmyndinni, 79 af stöðinni, sem frumsýnd var árið 1962. Nafn Kristbjargar hafði ekki verið algengt, en á þessum fyrstu árum eftir frumsýningu myndarinnar fjölgaði litlum Kristbjörgum umtalsvert. Það er freistandi að tengja þessa fjölgun við ákveðinn hápunkt í kringum myndina en árið 1964 höfðu í 15 ár aldrei fleiri stúlkur verið skírðar nafninu. Sérstak- lega var nafnið hennar vinsælt árin 1964- 1966 en síðan þá hafa aldrei jafnmargar stúlkur verið nefndar nafninu. Meira um nafnið: Nafnið er ekki mjög gamalt; kemur fyrst fyrir á 17. öld. Nafnið útleggst „sá sem Kristur bjargar“. Kristbjörg Það verður spennandi að sjá hvort að nýjasta prinsessa Breta sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu, Karlotta Elísabet Díana, muni hafa áhrif á stúlknanöfn ársins og næstu ára og litlar Karlottur dúkki upp um allar trissur. Amma hennar, Díana heitin prinsessa af Wales, hafði víðlíka áhrif í kring- um 1980 þegar hún giftist Karli Bretaprinsi. Ekki aðeins í Bretlandi heldur víða um heim og var Ísland ekki undanskilið. Ári eftir heimsbyggðin fylgdist með Díönu ganga í það heilaga árið 1981 voru aldrei fleiri stúlkur skírðar Díana hérlendis og það gilti um næsta ár á eftir. Nafnið er þó enn í dag sjaldgæft þrátt fyrir að Díönum hafi fjölg- að á þessum tímamótum en greinilegt er að ekki aðeins Íslendingar geta haft áhrif á nafn- giftir. Þá má benda á að stúlkum sem nefndar hafa verið Díana hefur lítillega fækkað eftir að hún lést. Erlendis hefur verið bent á að Katrín, hertogaynja af Cambridge og tengda- dóttir Díönu, hafi haft áhrif á nafngiftir þar í landi en hérlendis er ekki að sjá sterk tengsl þar á milli, enn sem komið er að minnsta kosti. Meira um nafnið: Nafnið Díana kom fyrst fyrir á 3. áratugnum hérlendis. Nafnið er komið úr rómverskri goðafræði þar sem Díana var gyðja mánans og veiða. Hjá Grikkjum kallaðist hún Artemis. Talið er að uppruni nafnsins sé af sama stofni og guð; Deus. Díana Ásgeir Sigurvinsson er einn ástsælasti íþróttamaður landsins og varð yngstur allra til að verða landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu 17 ára gamall. Í kringum 1980 rann upp hans gullaldarskeið þegar hann, eftir að hafa leikið í átta ár með Standard Liege í Belgíu, fór til stórliðsins Bayern Münc- hen árið 1981. Það sama ár tútnaði hópur smábarna sem hétu Ásgeir ansi mikið út en á 60 ára tímabili höfðu aldr- ei fleiri verið nefndir Ásgeir á einu ári eða 30 drengir. Sjö árum áður höfðu til dæmis aðeins átta ungbörn heitið Ás- geir. Þrátt fyrir að nafnið sé því ekki sjaldgæft er afgerandi toppur í kringum félagaskipti hans, sem vöktu mikla at- hygli og aðdáun. Meira um nafnið: Ásgeir þekkist á Íslandi frá upphafi byggðar. Það þekkist einnig í Danmörku og Noregi á miðöldum og er seinni tíma nafn í Svíþjóð. Nafnið útleggst „vopn goðanna“. Ásgeir Tölfræði er unnin upp úr gögnum Þjóðskrár og Hagstofu Íslands. Fróðleik um nöfn er að finna í bókinni Hvað á barnið að heita? og í vefútgáfunni af Nöfn Íslendinga.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.