Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Side 53
Þjóðleikhúsið var notað sem birgðaskemma og
bækistöð breskra hermanna.
Hermenn við slippinn í Reykjavík 1945.
Slegið upp tjaldi við Þingvallaveginn.
10.5. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
ingaskipi sem hafði sokkið hérna norðan við
Ísland. Þetta gerðist nú einhvern tímann
seinnipart vetrar líklega því þetta var í maí og
þá voru þeir búnir að vera hérna í tvo, þrjá
mánuði þegar þetta var. Það hefur verið ein-
hvern tíma seinnipart vetrar sem þetta slys
varð hérna, þetta sjóslys. Þetta skip var á
leiðinni frá Suður-Ameríku með ávexti, að því
er skipstjórinn sagði, og varning og hafði ætl-
að að komast til hafnar í Þýskalandi en tekið
þennan krók á sig norður fyrir Ísland til að
forðast breska flotann sem hann reiknaði með
að réði þarna á Atlantshafi. Það hafði nú ekk-
ert slæmt veður verið þegar það gerðist svo
það voru ýmsar sögur í gangi og sumir héldu
að þeir hefðu bara sökkt skipinu, en það var
aldrei sannað. En það var íslenskur togari,
Hafstein hét hann frá Hafnarfirði, staddur
skammt frá og hann bjargaði áhöfninni. Það
voru margir að dylgja með það að þetta hefði
ekki verið flutningaskip, þetta hefðu verið
þýskir njósnarar sem hefðu viljað komast inn í
landið og séð íslenskt skip þarna í nágrenninu
og þess vegna sökkt því. En ekkert í þessa átt
sannaðist nokkurn tíma og ég er á þeirri skoð-
un að það hafi bara komið eitthvert gat á
skipið, skip hafa alveg sokkið þótt veðrið sé
ekki slæmt. En hvað um það, allir í bænum
vissu af þessum Þjóðverjum á Hótel Heklu,
þýski ræðismaðurinn, Gerlach, tók bara allt
hótelið á leigu undir þá og það komust ekkert
fleiri þar fyrir. Síðan voru þessir Þjóðverjar á
rápi um bæinn allan daginn og sátu á kaffi-
húsum og voru að slá sér upp með stelpum,
og voru ekkert sérlega vinsælir,“ segir Gunnar
og kímir. „Jú, það urðu stundum áflog og átök
milli þeirra og heima-
manna. En svo mikið er
víst að þeir voru allir sof-
andi þarna inni á hótelinu
þegar Bretarnir komu og
tóku hús á þeim og ráku
þá alla út. Og brandari
sem ég heyrði í sambandi
við það var á þá lund að
húsverðinum þarna hefði
verið afskaplega illa við þessa menn því þeir
voru svo uppivöðslusamir, og það vissi ég að
var rétt, sérstaklega þegar Þjóðverjunum var
farið að ganga svona vel og unnu hvern sig-
urinn á eftir öðrum, og gátu lagt undir sig
hvert landið eftir annað, þá fór að færast
meira fjör í þá og þeir fóru að finna svolítið til
sín og slá um sig. Að minnsta kosti var talað
mikið um hvaða voðalegur rembingur væri í
þessum mönnum og þeir voru farnir að heilsa
með nasistakveðjunni, „Heil Hitler“. En sem-
sagt, þessi húsvörður, sem hafði verið í eilífri
togstreitu við hótelgestina út af þessum fyrir-
gangi í þeim og frekju, hann gladdist mjög
þegar búið var að reka þá alla út og stóð til að
Gunnar Guðjónsson rafeindavirki er á92. aldursári en man hernámsdaginnvel. Hann var þá sextán ára hjóla-
sendill og bjó hjá foreldrum sínum og tveimur
systrum á Kárastíg 1, en þar rak faðir hans
matvöruverslun. Leiðin í vinnuna þennan
morgun tók lengri tíma en vanalega og segir
Gunnar sérstaklega sterkt í minningunni
augnablikið þegar hann kom fyrir horn niðri á
Hverfisgötu og við honum blöstu hermennirnir
á Lækjartorgi.
„Það hagaði svolítið öðruvísi til á Lækjar-
torgi í þá daga en nú því þá var þarna hús,
gríðarlega stórt og bara fallegt hús, virðulegt
hús sem danskur kaupmaður, Thomsen, hafði
byggt einhvern tíma á 19. öld, ég veit það nú
ekki nákvæmlega en þetta hét í þá daga
Thomsens Magasín. Það stóð þar sem þetta
ljóta hús sem Albert Guðmundsson byggði er,
og var lengi strætómiðstöð, meðfram Hafnar-
stræti. En núna var sem sagt Thomsen allur
og ekkert „magasín“ heldur var búið að
breyta húsinu í hótel sem hét Hótel Hekla. Og
þennan örlagaríka dag, 10. maí 1940, er liðinn
mánuður frá því Þjóðverjar höfðu hernumið
Danmörku og Noreg. En ég var náttúrlega
bara stráklingur og áheyrandi og áhorfandi að
þessu og vissi raunverulega ekkert um hvað
þessi mál snerust. Og ég var sendill, það var
mjög mikið um það í gamla daga að fyrirtæki
hefðu sendla. Minn vinnustaður var niðri í
Kirkjustræti 10. Þar var rekin fatahreinsunin
Stjarnan og eigandi hennar var dönsk kona,
frú Ellý Magnússon. Hún var ekkja. Þetta var
svona fatahreinsun og -pressun fyrir heldri
borgara. Hún rak þetta þannig að hún var
yfirmaðurinn og sá um að stúlkurnar sem
störfuðu þarna gengju vel frá öllu og burst-
uðu. Ég man eftir þeim sko, þegar þær voru
að bursta og gufublása pípuhatta fyrir presta
og prestakraga og ýmislegt fínerí. En svo
voru náttúrlega allir aðrir embættismenn sem
versluðu þarna. En hvað um það, ég var sem-
sagt á leið til vinnu á hjólinu náttúrlega, eins
og alltaf, frá Kárastíg 1. Það var bannað í þá
daga að hjóla niður Bankastrætið. Ástæðan
fyrir því var sú að það hafði einhvern tíma
orðið slys þannig að einhver maður hafði hjól-
að á barn sem var að hlaupa yfir götuna og þá
var ákveðið frá þeim degi að það væri bannað
að hjóla þarna niður. Þá varð maður að hjóla
niður Hverfisgötu í staðinn. Þannig að ég fór
niður Ingólfsstræti og niður Hverfisgötu og
þegar ég kem niður á Hverfisgötuna sé ég að
það hefur eitthvað stórkostlegt gerst því
Lækjartorg var fullt af dátum.“ Gunnar segir
að þessi sýn standi sér enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum en ekki hafi hvarflað að sér
eitt augnablik að þarna væru Þjóðverjar
komnir, hann þekkti hjálma bresku hermann-
anna um leið því hann hafði séð þá á frétta-
myndum í kvikmyndahúsum. Svo hann varð
ekki hið minnsta hræddur en þeim mun for-
vitnari og gerði töf á ferð sinni til að fylgjast
með gangi mála.
Urðu stundum áflog og átök
„Framhliðin á Thomsenshúsinu, eða Hótel
Heklu, sneri út á Lækjartorg og fyrir framan
húsið, þar hafði þessi breski hervörður slegið
upp hring og svo hafði herflokkur farið inn í
húsið og hreinsað út úr því alla gestina og
rekið þá út á torgið þar sem þeir stóðu um-
kringdir. Gestirnir sem þarna voru inni, þegar
þetta var, voru skipbrotsmenn af þýsku flutn-
fara með þá í fangabúðir. Og hann hljóp allt í
kringum hópinn og sagði við þá: „Segið nú
Heil Hitler, helvítin ykkar!“ og lyfti svo hend-
inni og endurtók „Heil Hitler!“ En Bretarnir
misskildu þetta eitthvað og héldu að hann væri
svona ofsafenginn nasisti og tóku hann bara
fastan líka. Og mér skilst að sá misskilningur
hafi ekki verið leiðréttur fyrr en það átti að
fara með hann út í skip,“ segir Gunnar og
hlær við tilhugsunina.
Fékk skammir í hattinn
Forvitni unglingurinn tafðist því náttúrlega við
að horfa á þetta allt saman. „Ekki síst vél-
byssumennina sem voru búnir að stilla sér upp
þarna fjórir, tilbúnir að skjóta ef Þjóðverjarnir
hefðu ekki hlýtt, en það var engin undankoma
fyrir þá. Í minningunni voru þetta nokkur
hundruð hermenn þarna á torginu. Þetta var
svona klukkan átta um morguninn, ég átti að
mæta klukkan átta í vinnuna en ég mætti auð-
vitað of seint, sennilega ekki fyrr en að verða
níu. Og þegar ég hélt leið minni áfram sá ég
að hermennirnir voru alls staðar. Það var
þarna heil hersveit fyrir framan Landsímahús-
ið við Austurvöll. Og þegar ég kom í Kirkju-
strætið sá ég hersingu á leið upp í Túngötu, til
Gerlachs ræðismanns. Svo ég fór þangað að
forvitnast meira, ég vissi náttúrlega hver bjó
þarna því ég hafði svo oft farið þangað með
föt. Þá voru hermennirnir að bisa við að taka
niður skiltið sem hékk utan á húsinu, og gekk
bara illa. Ég fylgdist með því smástund en
þurfti svo að fara og velti fyrir mér hvernig
því myndi lykta, en heyrði síðan að það hefði
verið kallað í einhvern íslenskan smið þarna en
skiltið hefði ekkert verið
boltað í vegginn eða neitt,
heldur bara hangið á
krókum. Hermönnunum
hafði bara ekki dottið í
hug að lyfta því upp held-
ur réðust að því með
byssustingjunum. Ég veit
reyndar lítið um hvort
þetta er alveg satt en
krókarnir blöstu við í veggnum í mörg ár eftir
þetta. Svo mætti ég loks í vinnuna og fékk
náttúrlega skammir fyrir að mæta of seint. En
frú Ellý var dálítið upptekin af þessum atburð-
um líka og fyrirgaf mér fljótt. Það var nátt-
úrlega nýbúið að hernema Danmörku, landið
hennar, svo hún hataði Þjóðverjana og var
mjög ánægð með að Bretarnir væru komnir til
Íslands. En það er ekki hægt að segja annað
en að fólk hafi tekið hernáminu almennt vel.
Það voru náttúrlega einhverjir nasistar hérna,
eins og hefur komið fram, og þeir sáust stund-
um marsera saman, ganga í takt og svona. Ég
held nú að það hafi bara verið gert grín að
þessu, en þetta var nú samt til.“
Gunnar segir að þessi sýn standi sér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Hann fylgdist forvitinn
með gangi mála þennan örlagaríka morgun og varð fyrir vikið örlítið seinn í vinnuna.
Morgunblaðið/Kristinn
GUNNAR GUÐJÓNSSON VAR
Á LEIÐ TIL VINNU ÞEGAR HANN
SÁ LÆKJARTORG FULLT AF DÁTUM
FYRIR 75 ÁRUM. HANN VAR
SEXTÁN ÁRA GAMALL
OG MINNINGIN ER STERK.
* „Og þegar éghélt leið minniáfram sá ég að
hermennirnir
voru alls staðar.“
„Segið nú Heil Hitler,
helvítin ykkar!“