Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Síða 54
Þ
etta er þriðji og síðasti árgangur
tímaritraðarinnar,“ segir Jón
Karl Helgason, höfundur eins af
sjö verkum í þriðja árgangi 1005
og ritnefndarmaður frá upphafi.
Hann segir að ekki hafi verið lagt upp með
það að birta einhverja ákveðna tegund bók-
menntaverka í ritinu en þegar listinn yfir
verkin sé skoðaður nú eftir á, megi sjá
ákveðinn heildartón. „Við höfum gefið út
lengri verk, eins og fullvaxna skáldsögu eft-
ir Hermann Stefánsson, en fyrst og fremst
er farið yfir vítt svið,“ segir hann. „Bók
Oddnýjar Eirar nú víkkar það enn frekar en
það er útgáfa á raunverulegum sendibréf-
um. Og í fyrsta árganginum er fræðileg es-
sæja eftir Jón Hall Stefánsson. Við höfum
því gefið út allt frá hefðbundnum ljóðabók-
um að því sem kalla má hefðbundnari fræði-
leg verk; en allt kallast þetta á með ýmsum
hætti. Sterkt þema í öllum bálknum er til að
mynda tengsl við Suður-Ameríku, og ekki
síst Borges.“
Jón Karl segist vonast til að fólk uppgötvi
ákveðna stemningu í þessu útgáfuverkefni en
í upphafi stóð hann fast á því að þetta væri
þriggja ára verkefni.
„Til að það fjaraði ekki út,“ útskýrir hann,
„þá vildi ég setja okkur aftari tímamörkin
strax. En ég held að það hafi líka hjálpað
okkur við að fá áskrifendur. Enginn var að
skuldbinda sig til lífstíðar. Og ritnefndin hef-
ur stækkað á hverju ári því allir nýir höf-
undar hafa komið inn í ritnefnd.
Við vissum að þetta yrði síðasta atrennan
og nú gefum við út jafn mörg verk og hafa
samanlagt verið í tveimur fyrri árgöngunum.
Að sumu leyti finnst mér að nú hafi okkur
tekist að fullkomna þetta form, sem sam-
einar styrkleika tímaritsins og ritraðarinnar.
Í góðu tímariti eru einstaka greinar sem
styðja hver við aðra en í ritröð fær hver bók
að lifa á sínum eigin forsendum.“
Um bók sína, Herra Þráinn, segir Jón
Karl að það séu stuttir textar á mörkum ein-
hverskonar fræða. „Skyldleikinn er við
greiningu í anda Rolands Barthes, og
kannski er þetta ennþá skyldara bók eftir
Italo Calvino, Herra Palomar. Hann setur
sínar hugleiðingar í skáldlegar gæsalappir og
ég fór að dæmi hans.“
Hann segir persónuna í Herra Þráni eiga
ákveðna sögu sem sögð er í tímaröð. „Hann
hefur næstum óeðlilegan áhuga á fjölmiðlum,
án þess þó að hafa orðið alvörufjölmiðla-
maður. Það er hans óuppfyllti draumur.“
Er mikilvægt fyrir Jón Karl, sem hrærist
í heimi fræðanna í Háskóla Íslands, að vera
líka að vinna með skáldskap?
„Ég hef alltaf viljað þurrka út þessi mörk.
Önnur leið með þetta efni hefði verið að
kalla þetta menningarfræði eða menningar-
greiningu en ég ákvað að fara þessa leið.
Sumt af þessu efni var skrifað fyrir
Morgunblaðið fyrir um einum og hálfum
áratug. Mig langaði alltaf til að vinna
meira með þessar hugleiðingar og að setja
þær í ævisögulegt samhengi vann svolítið
að móti því að textarnir kynnu að úreld-
ast,“ segir Jón Karl.
Titrandi af stolti
„Ég er titrandi af stolti yfir að vera með í
þessum hópi,“ segir Halldóra Thoroddsen
en framlag hennar til 1005 er nóvellan Tvö-
falt gler. Hún segir þátttöku sína í verk-
efninu vera vini sínum Hermanni Stefáns-
syni, ritnefndarmanni og rithöfundi, að
kenna. „Hann vissi af þessari sögu og bað
um að fá að lesa hana, án ábyrgðar. Þeim
leist vel á og vildu fá að hafa hana með,“
segir hún.
„Þetta er flottur hópur höfunda og dúndur
verk,“ bætir hún við.
Halldóra segir að í grunninn sé Tvöfalt
gler ástarsaga; þetta sé samfélagsleg rýni
gamallar konu sem hefur skoðanir á mörgu.
„Þetta útgáfuform er afar frjáls vett-
vangur, það er hægt að vera með allskyns
bókmenntaverk og líka gefa út verk sem eru
ekki endilega alveg sniðin að stóru forlög-
unum,“ segir hún.
Hættulegur fyrir höfunda
„Þegar ég rakst á þessar örsögur fyrir
nokkrum árum féll ég fyrir höfundinum.
Hann er einstakur,“ segir Óskar Árni Ósk-
arsson, skáld og þýðandi um framlag hans
til 1005, Eftirherman, þýðingar á örsögum
eftir austurríska höfundinn Thomas Bern-
hard.
„Stíllinn er einstakur og þá er mikil sér-
viska í þessum texta og undarlegheit í mann-
inum sjálfum. Stærri verk hans, skáldsög-
urnar, eru stílgaldur út af fyrir sig og eru
afar erfiðar í þýðingu.“
Óskar Árni segir þessar örsögur hins veg-
ar hafa hentað sér afar vel að takast á við,
„enda nenni ég aldrei að vera í neinu
„stóru“!“ segir hann og hlær.
Óskar Árni bætir við að texti Bernhard sé
mjög kaldhæðinn og geti verið hættulegur,
fyrir höfunda. „Þetta eru svo sterkir textar
að ég fór ósjálfrátt að skrifa í anda hans,
síðasta sumar skrifaði ég nokkra smáprósa
sem eru undir áhrifum af skrifum hans.“
Hann bætir við að þetta sé „grand“ loka-
útgáfa tímaritraðarinnar 1005; „sjö bækur,
allar eftir fína höfunda,“ segir hann.
Jón Karl Helgason
METNAÐARFULLRI ÚTGÁFURÖÐ LÝKUR MEÐ SJÖ BÓKMENNTAVERKUM Í ÞRIÐJA ÁRGANGI
„Flottur hópur og dúndur verk“
„VIÐ HÖFUM GEFIÐ ÚT ALLT FRÁ HEFÐBUNDNUM LJÓÐABÓKUM AÐ ÞVÍ SEM KALLA MÁ HEFÐBUNDNARI FRÆÐILEG VERK; EN ALLT KALLAST
ÞETTA Á MEÐ ÝMSUM HÆTTI,“ SEGIR EINN RITNEFNDARMANNANNA OG HÖFUNDA VERKANNA SEM KOMIÐ HAFA ÚT Í TÍMARITRÖÐINNI 1005.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Halldóra Thoroddsen Óskar Árni Óskarsson
Sigurlín Bjarney GísladóttirRagnar Helgi ÓlafssonOddný Eir Ævarsdóttir Eiríkur Guðmundsson
Þriðja og síðasta hefti hinnar
athyglisverðu og metn-
aðarfullu tímaritraðar 1005
kemur út á morgun, sunnudag.
1005 samanstendur að þessu
sinni af sjö sjálfstæðum verkum,
sem sitja saman laus í stífum spjöldum
sem eins og fyrr er haldið saman af
þykkri teygju. Verkin eru safn örsagna: Eft-
irherman eftir Thomas Bernhard í þýðingu
Óskars Árna Óskarssonar; bréfabókin Fæð-
ingarborgin í útgáfu Oddnýjar Eirar Ævars-
dóttur; ljóðabókin Blindur hestur eftir Eirík Guð-
mundsson og er það fyrsta ljóðasafn höfundarins; nó-
vellan Jarðvist eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur;
sagnasafnið Fundur útvarpsráðs þann 14. mars
1984 og mótandi áhrif hans á kynverund drengs-
ins og fleiri sögur eftir Ragnar Helga Ólafsson; nóvellan
Tvöfalt gler eftir Halldóru Thorodd-
sen og loks Herra Þráinn eftir Jón
Karl Helgason, verk á mörkum skáld-
skapar og fræða.
1005 kemur út í 300 eintökum og
var strax í upphafi ákveðið að tímarit-
röðin, sem byggist á metnaðarfullum
bókmennta- og fræðaverkum, ætti að-
eins þennan þriggja ára líftíma. Í út-
gáfuhófi á sunnudag verður upplýst um
merkingu heitisins, 1005.
Í fyrsta árgangi tímaritraðarinnar
voru þrjú verk, eftir Jón Hall Stef-
ánsson, Sigurbjörgu Þrastardóttur og
Hermann Stefánsson, og fjögur í öðrum
árgangi, eftir Braga Ólafsson, Svein Yngva
Egilsson og Adolfo Bioy Casares, auk
textasafns ýmissa höfunda.
SJÖ ÓLÍK BÓKMENNTAVERK Í LOKAÁRGANGI TÍMARITRAÐARINNAR 1005
Metnaðarfull tímaritröð
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Menning