Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2015, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2015
Bækur
E
irík Bergmann Einarsson þekkja
flestir sem fræðimann og fyrirles-
ara og hann hefur verið iðinn við
að gefa út bækur og skrifa grein-
ar í blöð og tímarit hér á landi og
erlendis. Skrif hans hafa alla jafna snúist um
stjórnmálafræði, en hann hefur líka fengist við
fagurbókmenntir og fyrir áratug kom út bókin
Glapræði, sem hann kallaði skemmtisögu. Í
liðinni viku kom svo út annað skáldverk eftir
Eirík, Hryðjuverkamaður snýr heim.
Eiríkur segist hafa skrifað skáldskap alla
tíð, en þá aðallega bara fyrir sjálfan sig. „Ég
hef skrifað ýmsar tegundir af texta, skrifað
fræðibækur, verið blaðamaður og pistlahöf-
undur og þó að skáldskapurinn lúti allt öðrum
lögmálum og sé annars eðlis að mörgu leyti
þá er viðfangsefnið ekki svo frábrugðið. Það
er kannski frekar það að mér fannst viðfangs-
efnið þess eðlis að það hentaði fyrir skáld-
skaparformið. Svo er það líka svo að stundum
langar mann að brjótast undan hinum stranga
aga akademíunnar og leyfa frásögninni að
birtast.“
Hryðjuverkamaður snýr heim hefst þar
sem Steingrímur Valur Orrason snýr heim til
Íslands í ársbyrjun 2008 eftir að hafa dvalist
erlendis í einskonar útlegð vegna aðildar að
meintu hryðjuverki meðan á leiðtogafundinum
í Höfða stóð haustið 1986. Ytra hafði Stein-
grímur stofnað fjölskyldu og átt lítil samskipti
við ættingja og vini heima á Íslandi, en hann
neyðist til að snúa aftur heim eftir að íslensk
dóttir sem hann vissi ekki af lendir í átökum
við glæpaklíku.
Eiríkur segir að í grunninn sé bókin lítil
saga af manni sem örlögin breyta lífi hans og
fólkinu í kringum hann. „Hann kemur til baka
og er að reyna að ná sambandi við gamla vini
og fjölskyldu og svo skapast togstreita á milli
þess lífs sem hann hefur komið sér upp ann-
ars staðar og á Íslandi. Þetta er persónusaga
en hún tengist einnig ansi stórum atburðum
eins og leiðtogafundinum og þeim stóru þjóð-
félagsbreytingum sem verða í rauninni með
endalokum kalda stríðsins og fram í ansi
óbeislaðan kapítalisma sem síðan er eiginlega
að hruni kominn í lok bókarinnar. Hin stóra
hugmyndafræðilega barátta þessa tíma er öll
þarna inni, kommúnisminn og kapítalisminn
vega salt inni í þessum manni.
Þó að í bókinni komi fyrir miklir pólitískir
atburðir sem haft hafa mikil áhrif á samtíma
okkar segir Eiríkur að bókin sé ekki pólitísk
að því að leyti að höfundur hafi tiltekna sýn
sem hann sé að flytja, „en þetta er hinsvegar
stjórnmálafræðileg bók því ég nota stjórn-
málaleg átök til þess að reyna að skoða sam-
félagið, ég er fyrst og fremst að takast á við
það hvaða áhrif allar þessar vendingar hafa á
líf eins manns og fólkið í kringum hann frekar
en að reyna að skýra þessa þróun.“
- Eins og fram kemur í bókinni fer Stein-
grímur mjög ungur maður frá Íslandi og til
Þýskalands og þó hann dvelji þar næstu tvo
áratugina er hann alltaf útlendingur. Þegar
hann snýr síðan heim öllum þessum árum síð-
ar má segja að hann sé útlendingur hér á
landi líka.
„Já, þetta er saga um mann sem veit ekki
hvort hann er að koma eða fara. Það er akk-
úrat þetta element sem ég hafði áhuga á;
landleysingi sem bærist á milli þjóðfélaga. Ég
vildi búa til sjónarhorn á þjóðfélagsþróun á
Íslandi með því að nota mann sem er úr þessu
samfélagi, þekkir þetta samfélag, en kemur
heim í allt annað Ísland, allt annað samfélag,
umturnað þjóðfélag frá því sem áður var og
er honum í raun framandi. Hann horfir á það
með augum manns sem er kominn úr því en
er samt að reyna að finna einhvern horfinn
heim sem er eiginlega ekki lengur til,“ segir
Eríkur og tekur undir það að þetta sé áþekk
upplifun og hann finni sjálfur þegar hann
gangi um æskuslóðirnar í Breiðholti. „Þetta er
einhver önnur veröld en samt er eitthvað
ennþá til staðar.“
Bókir snertir á fleiri þáttum og þar á meðal
því hve íslenskt samfélag er í raun lítið eins
og Eiríkur rifjar upp, en meðal æskuvina hans
í Breiðholtinu var drengur sem varð síðar
áberandi í íslensku fjármálalífi fyrir hrun og
svo annar piltur sem varð áberandi í íslensk-
um glæpaheimi. „Ég er líka að draga upp
mynd af litla Íslandi og persónulegum
tengslum og því að á endanum þykir okkur í
raun vænt hverju um annað þrátt fyrir úlf-
úðina sem er í öllum umræðum og eins að
persónuleg tengsl skýri oft miklu meira en
flóknar kenningar stjórnmálafræðinnar.
Í Breiðholtinu ægði öllu saman, fólk var
þarna úr öllum áttum, fjölskyldurnar hrúg-
uðust inn utan af landi og héðan og þaðan og
úr varð kraumandi pottur. Á þessum árum
unnu foreldrar myrkranna á milli og krakk-
arnir gengu sjálfala, nokkuð sem fólk þekkir
ekki lengur. Ég hafði áhuga á því hvað kæmi
út úr þessu og tengslum þessa fólks inn í
framtíðina, fólks sem var búið að grafa lík
saman, á forsögu saman sem þarf ekki að
segja frá og margt sem ekki er hægt að segja
frá.“
Eins og getið er hefur Eiríkur gefið út
nokkrar bækur fræðilegs eðlis, en það er
tvennt ólíkt að gefa út fræðibækur eða skáld-
verk. Þannig spinnst allt önnur umræða af
fræðiritum, stundum jafnvel pólitískar deilur,
en skáldverkið er metið á annan hátt og við-
tökurnar eru líka öðruvísi, þar stígur Eiríkur
inn í allt annan heim. „Já, þetta er allt önnur
veröld og þetta er eins og mæta óboðinn í
partí,“ segir hann og hlær við, „og þannig var
það líka gert í Breiðholtinu.“
EIRÍKUR BERGMANN SKRIFAR SKÁLDSÖGU
Óboðinn í partíið
Eiríkur Bergmann Einarsson hefur skrifað skáldskap alla tíð, en þá aðallega bara fyrir sjálfan sig.
Morgunblaðið/Kristinn
UM DAGINN KOM ÚT SKÁLD-
SAGAN HRYÐJUVERKAMAÐUR
SNÝR HEIM EFTIR EIRÍK BERGMANN
EINARSSON, EN HANN ER ANNARS
ÞEKKTUR FYRIR FRÆÐISTÖRF
OG FRÆÐIBÓKASKRIF.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
* Svo er það líka svoað stundum langarmann að brjótast undan
hinum stranga aga
akademíunnar og leyfa
frásögninni að birtast
Listinn yfir bækur í uppáhaldi er ótæmandi og ólíkar
ástæður liggja að baki. Ég var lesblind þegar ég var lítil
en sigraðist á því sjálf með mikilli vinnu – eða sagan er
betri þannig. Ég er andlega snobbuð manneskja sem
hugsar og sér í litum og mynstri. Lest-
ur var mikið harðlífi fyrir mig í æsku
og engin bók hefur haft einhver var-
anleg áhrif á mig. Metnaður að fá 11 í
einkunn (af 10 mögulegum) í skóla
hefur verið mikill í seinni tíð og því
hef ég lesið námsbækur í döðlur. Síð-
an hef ég á tilfinningunni stundum að
ég sé eini Íslendingurinn sem les alla
leiðbeiningabæklinga sem fylgja tækj-
um og tólum.
Staðan á toppstykkinu hverju sinni skiptir miklu máli
í þessu samhengi og sykursætustu minningarnar af
lestri tengjast bókum sem létta mér lífið og hjálpa mér
að velja mér jákvætt viðhorf. Það er óhætt að segja að
sjálfshjálparbækur eru margar hverjar stútfullar af sama
söngnum – en það er ástæða fyrir því að frasar eru
frasar!
Ég hamast við að vera góð manneskja og uppbyggj-
andi heilafóður í formi sjálfshjálparbóka og gott grín
með Hugleiki Dagssyni kemur upp í hugann þegar
kemur að bókum í uppáhaldi. Ég er sko kona and-
stæðna.
Draumalandið hans Andra Snæs hafði einnig áhrif á
mig en síðan hef ég farið í eina pílagrímsferð vegna
bókar. Það var á Strandir eftir að hafa lesið Þar sem
vegurinn endar eftir Hrafn Jökuls og það var ekki verra
að vera boðið í lambalæri þar á bæ við komuna vestur.
Að skrifa bók og fá að gefa út bók, eins og ég hef
gert, er mjög góður skóli. Síðan kemst ég ekki hjá því
að nefna klístruðustu bókina á heimilinu sem er gamla
góða matreiðslubókin sem ég fékk þegar ég var við
nám í Húsmæðraskólanum. Bækur og myndaalbúm
taka meira pláss en netheimar – en rokka!
BÆKUR Í UPPÁHALDI
ANDREA RÓBERTSDÓTTIR
Andrea Róbertsdóttir fór í pílagrímsferð vestur á Strandir eftir að hafa lesið
Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson.
Morgunblaðið/Golli
Þar sem vegurinn
endar