Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 2
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Jafntefli við Evrópu- meistara Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Ólymíu- og Evrópumeistara Frakka í Heims- meistarakeppninni í handbolta í Katar og voru hársbreidd frá því að landa sigrinum. Leikurinn var æsispennandi og stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handbolta létu vel í sér heyra á áhorfendapöllum og hoppuðu af kæti þegar úrslitin lágu fyrir. FIMM Í FRÉTTUM KATTAÞJÓFNAÐUR OG ÁFENGISMEÐFERÐ ➜ Björgvini G. Sigurðssyni var sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ása- hrepps vegna þess að hann dró sér fé í opinberu starfi. Björgvin hafnaði ásökunum um fjárdrátt en viðurkennir að hafa átt að óska eftir heimild til að greiða sér laun fyrirfram og taka út vörur og þjónustu til einkanota á debetkort sveitarfélagsins. Eftir að fréttir birtust um málið ákvað Björgvin að fara í áfengismeð- ferð sem hann byrjaði í á miðvikudag. Ólafur Njálsson varð fyrir því að nokkrum Bengal-köttum hans var stolið frá ræktun hans í Nátthaga í Ölfusi. Á vettvangi fundust brjóstahald- ari og buxur með blettatígurs- mynstri. Ólafur biðlaði til þjófanna að skila köttunum. Gústaf Níelsson var skipaður af Framsókn sem varamaður í mann- réttindaráði borgarinnar. Ýmsir brugðust ókvæða við þar sem Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma og samkynhneigðra. Framsókn viðurkenndi mistök og sama dag var skipun hans dregin til baka. Skúli Helgason. Sagt var frá því að börn í Reykjavík mættu ekki þiggja hjálma og tannbursta sem gjafir á skólatíma. Skúli, sem er formaður skóla- og frístundasviðs borgar- innar, sagði reglur borgarinnar skýrar en þær væru til þess að vernda börn fyrir markaðssetningu á skólatíma. Einar Torfi Finnsson náði á suðurpólinn á þriðjudag eftir 57 daga ferðalag. Hann sagði síðasta daginn hafa verið fljót- an að líða en ferðalagið strangt. Hann var með sömu þremur einstaklingunum allan tímann, fyrir utan einn klukkutíma þegar þeir mættu öðru fólki. SAMFÉLAGSMÁL Staða námsráð- gjafa sem sinnir föngum á Suður- landi er nú fullmönnuð. Fjallað var um niðurskurð í málaflokkn- um í desembermánuði á síðasta ári þegar staða námsráðgjafa sem sinnir sérstaklega föngum sem stunda nám, var síðasta haust skorin niður úr 100 prósent stöðu í 50 prósent. Niðurskurðurinn hafði mikil áhrif á gæði náms fanga. Brotinn námsferill fanga krefst oft grein- ingar og menntunarstaða íslenskra fanga er verri en annars staðar á Norðurlöndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar 2008 kom fram að námsárangur fanga hafði batnað töluvert á milli ára og var það rakið til starfs námsráðgjafa sem þá starfaði í fullri stöðu. Mælti Ríkisendur- skoðun með því að hlúa að því fyrir komulagi til frambúðar. Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsis- málastofnunar, segir ánægju með fyrirkomulagið og segir algjört grundvallaratriði að menn hafi góðan kost á námi eða vinnu meðan þeir afplána dóm sinn. „Menn eru betur undirbúnir til þess að taka þátt í samfélaginu. Hvort sem það er að læra að lesa og skrifa eða fara í háskólanám.“ -kgb Páll Winkel segir grundvallaratriði að fangar eigi kost á námi eða vinnu: Staða námsráðgjafa fullmönnuð BETUR UNDIRBÚNIR Páll Winkel, for- stöðumaður Fangelsismálastofnunar, segist ánægður með að búið sé að full- manna stöðu námsráðgjafa sem mun sinna föngum sem vilja stunda nám. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Menn eru betur undirbúnir til þess að taka þátt í samfélaginu. Hvort sem það er að læra að lesa og skrifa eða fara í háskólanám. Páll Winkel forstöðumaður Fangelsismálastofnunar BRETLAND Mohamedou Slahi er 44 ára og hefur verið í haldi í Guant- anamo-fangabúðunum á Kúbu síðan árið 2002. Í nýrri dagbók sem hefur verið gefin út lýsir hann lífinu í fangabúðunum og þeim hrotta- fengnu pyntingum sem hann hefur þurft að þola. Mohamedou var sak- aður um að vera meðlimur í al-Kaída samtökunum og að hafa verið viðriðinn hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnana í New York. Moha- medou skrifaði dagbókina árið 2005 og það hefur tekið sjö ár fyrir lög- fræðinga hans að fá hana samþykkta til útgáfu. Stór hluti bókarinnar er ritskoðaður vegna bandarískra hagsmuna. Í bókinni er ritskoðunin sýnd á prenti. - kbg Dagbók fanga um lífið í fangelsinu í Guantanamo komin út: Stjórnvöld ritskoðuðu dagbókina RITSKOÐAÐUR Mohamedou Slahi hefur gefið út dagbók sem hann hélt í Guant- anamo-fangabúðunum. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut í gær nýsköpunar- verðlaunin 2015 í opinberri þjón- ustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hóteli. Með Geðheilsustöðinni er ætlunin að veita fullorðnum einstaklingum sem greinst hafa með geðraskanir heildræna þjónustu og draga með því m.a. úr innlögnum á geðsvið Landspítalans. Verkefnið hefur m.a. leitt til þess að innlögnum frá íbúum í Breiðholti á geðsvið Land- spítalans hefur fækkað um 28 pró- sent frá því að Geðheilsustöðin tók til starfa. - kbg Geðheilsustöð verðlaunuð: Færri innlagnir á geðdeildir SVEITARSTJÓRNARMÁL Ásahrepp- ur og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóri, hafa gert samkomulag um fjárhags- legt uppgjör vegna starfsloka Björgvins. Þau sendu sameigin- lega yfirlýsingu í gær vegna samkomulagsins. Björgvin viðurkennir að hafa brotið gegn starfsskyldum með því að ráðstafa fjármunum sveitarfélagsins án heimildar. Björgvin mun greiða féð til baka með ógreiddum launum og orlofi. - ih Samið um skuldauppgjör: Sættir í máli Björgvins G. FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN Stórfjölskyldan í Portúgal Verð frá 104.200 kr.* og 12.500 Vildarpunktar Á mann m.v 3 fullorðna og 2 börn á Clube Albufeira 26. maí í 2 vikur. *Verð án Vildarpunkta 114.200 kr. Verð fyrir 2 fullorðna: 129.300 kr. / 139.900 kr. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair SKÓLAMÁL „Að sjálfsögðu gerum við það sem við getum til að tryggja öryggi nemenda í skólanum og teljum það hafa gengið prýðilega. Þegar svona stendur á þurfa önnur verkefni að víkja,“ segir Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Eins og Fréttablað- ið sagði frá í vikunni hefur mikil hræðsla verið meðal barna í skól- anum vegna hóps sem hefur ógnað og hótað nemendum þar um nokk- urra mánaða skeið. Í byrjun vik- unnar kom svo til ryskinga milli foreldris nemanda og annars nem- anda sem hafði ógnað barni hans. Faðirinn mætti í skólann til þess að ræða við meintan geranda á skóla- tíma og endaði það með rysking- um þeirra á milli en ekki er vitað hversu alvarlegar þær voru. Ómar segist ekki geta tjáð sig um tiltekið atvik og segir það hafa farið í ákveðið ferli. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ein kæra hafi borist tengd ástandinu í Hagaskóla. Krist- ján Ólafur Guðnason aðstoðaryfir- lögregluþjónn staðfestir það. Verið sé að vinna í málinu í samstarfi við skóla- og barnaverndaryfir- völd. „Það er unnið að því að leysa þessi mál og reynt að koma þeim til aðstoðar sem þess þurfa.“ Ómar segir málin sem upp hafa komið ekki einskorðast við skól- ann sem slíkan, mörg atvikin sem um ræðir eigi sér stað utan skóla en snúi engu að síður að nemend- um hans. Margir foreldrar hafa haft samband við skólann í vikunni og lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins. „Við höfum fengið miklar upplýsingar og líka ábend- ingar um atvik sem eiga að hafa átt sér stað að undanförnu. Við viljum auðvitað geta fylgst með þeim börnum sem við vitum að eru óttaslegin og þurfa sérstakt eftir- lit. Mörg börn eru hrædd og ótta- slegin en það er samt þannig að flest börn hafa ekki lent í neinu,“ segir Ómar. „Það sem setti þetta mál á þann stað að okkur fannst við þurfa að upplýsa foreldra um stöðuna var að við fengum núna um áramót- in upplýsingar um börn sem vildu síður taka þátt í tómstundastarfi í hverfinu. Þá af ótta við að lenda í aðstæðum eða hitta einhvern af þessum gerendum á förnum vegi, þar sem þeir hafa vanið komur sínar á staði þar sem þeir vita að eru börn fyrir,“ segir Ómar og tekur fram að unnið sé að því að leysa málið. viktoria@frettabladid.is Ein kæra borist vegna Hagaskóla Nemendum við Hagaskóla hefur verið hótað og ógnað á ýmsan hátt. Aðstoðar- skólastjóri segir skólayfirvöld gera allt til þess að tryggja öryggi nemenda. Um er að ræða fámennan hóp gerenda sem stendur að ógnunum. „Þær upp- lýsingar sem ég hef benda til þess að þetta séu fáir einstaklingar sem eru virkir sem gerendur en þeir koma líka upplýsingum sem geta valdið ótta áfram í gegnum millilið eða einhvern sem þeir vita að hefur aðgang að viðkomandi.“ Ómar segir ýmsum aðferðum beitt við hótanirnar. „Ástæður hótana og ógnana eru mjög misjafnar. Allt frá því að vera eitthvað sem einhver átti að hafa sagt fyrir mörgum árum eða tilbúinn árekstur eða orð sem eiga að hafa fallið.“ Ógnunum beitt með ýmsum hætti HAGASKÓLI Ástand hefur verið í skólanum undanfarna mánuði vegna hótana og ógnana ákveðins hóps. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 8 2 -C 2 6 C 1 7 8 2 -C 1 3 0 1 7 8 2 -B F F 4 1 7 8 2 -B E B 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.