Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 98
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 54 Opnunarmynd Frönsku kvik- myndahátíðarinnar er mynd- in Qu‘est-ce qu‘on a fait au Bon Dieu? eða Ömurlegt brúðkaup sem Philippe de Chauveron leikstýrði. Tveir af aðalleikurum myndarinn- ar, Noom Diawara og Medi Sadoun, eru staddir hér á landi í tilefni af hátíðinni. „Maður vaknar klukkan tíu og það er enn þá dimmt úti, það er yndislegt. En það er bara af því að mér finnst gott að sofa,“ segir Sadoun hlæjandi þegar hann er spurður hinnar klassísku spurn- ingar um hvernig þeim félögum lítist á landið. „Við komum bara hingað í fyrra- dag, en við munum prufa hákarl- inn,“ bætir Diawara spenntur við. Ömurlegt brúðkaup hefur átt gífurlegum vinsældum að fagna í heimalandi sínu og um tólf millj- ónir hafa séð myndina sem fjallar um Verneuli-hjónin, fjórar dætur þeirra og jafnmarga tengdasyni. Hjónin eru vel stæð, vel mennt- uð og kaþólsk. Þeirra heitasti draumur er að dætur þeirra gift- ist kaþólikkum en þrjár þeirra eru þegar giftar mönnum af ólík- um uppruna og með ólíkar trúar- skoðanir. Þau binda því allar sínar vonir við yngstu dótturina. Þegar hún tilkynnir þeim að hún sé trú- lofuð kaþólikka eru hjónin í skýj- unum en þurfa fljótlega að horfast í augu við og takast á við fordóma sína. Í myndinni er gert stólpagrín að fordómum og skilaboðin eru skýr. „Raunverulegt viðfangsefni myndarinnar er að burtséð frá því hversu ólík við erum þá getum við öll lifað saman í sátt og samlyndi. En það verða að vera einhverjir brandarar, sérstaklega af því að fólk vill ekki láta sér líða eins og það sé verið að predika yfir því. Ef þú segir það í gegnum brandara þá skilur fólk það. Og þá sér fólk hvað það getur verið vitlaust stundum,“ segir Diawara hlæjandi og bætir við: „Og hugsar með sér: ég geri líka svona vitleysu, kannski þarf ég að breytast? Og svo breytist það kannski eitthvað smá.“ Tökur myndarinnar stóðu yfir í um tvo mánuði og þeir segja það hafa verið skemmtilegan tíma sem einkenndist af hlátri. „Við þekktumst aðeins fyrir og þetta voru tveir mánuðir af tökum, hlátri og vinskap,“ segir Diawara og bætir við að eftir að tökum lauk séu þeir í miklu sam- bandi, hringist á og hittist oft. Sadoun tekur í sama streng og segir að þegar svo góð orka og vin- átta verði til skili það sér í gæðum myndarinnar. Í næsta mánuði hefur hann tökur á nýrri mynd en mótleikari hans er enginn annar er franski stórleikarinn Gerard Depardieu. Diawara, sem er einnig uppi- standari, hefur nýlega lokið við að skrifa nýtt uppistand og er einnig með gamanmynd í bígerð. „Fólk þarf að hlæja. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Fara aðeins frá veruleikanum. Þú kemur í bíó og í einn og hálfan tíma gleymir þú öllum vandamálum þínum og ferð heim léttur og frjáls,“ segi Diaw- ara og Sadoun bætir við: „Hlátur- inn er besta meðalið.“ Franska kvikmyndahátíðin fer nú fram í fimmtánda sinn hérlend- is og stendur yfir til 2. febrúar. Dagskrá hennar er hægt að nálg- ast á vefsíðunni Fff-is.com. Fólk þarf að hlæja. Ég held að það sé mjög mikilvægt. Fara aðeins frá veruleikanum. Noom Diawara HARÐSNÚINN blandari FA S TU S _F _0 3 .0 2 .1 4 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Veit á vandaða lausn Þriðja kvikmyndin um Hungur- leikana, The Mockingjay – Part 1, var sú kvikmynd sem skilaði mestu í kassann í ár. Tekjur af myndinni námu alls rúmum 333 milljónum dollara. Talningin tekur aðeins til Bandaríkjanna. Hungurleikarnir er eins og stendur örlítið ofar en mynd James Gunn, Guardians of the Galaxy. Aðeins munar nú um 8.000 dollurum á myndunum. Það bil gæti breikkað en fyrrnefnda myndin er enn í sýningu í nokkr- um kvikmyndahúsum. Í næstu þrjú sæti röðuðu sér Captain America: The Winter Sold ier, The LEGO Movie og síð- asta myndin í þríleiknum um svaðilför Hobbitans Bilbó Bagga. Allar skiluðu þær um 250 millj- ónum dollara í tekjur. Fyrri tvær myndirnar í flokkn- um skiluðu öllu meiri tekjum eða ríflega 400 milljónum dollara. Áætlað er að fjórða og síðasta myndin í myndaflokknum muni koma út í nóvember á þessu ári. Gert er ráð fyrir að hún muni koma til með að skila viðlíka upp- hæðum til framleiðanda síns. - jóe Hermiskaðinn hæstur Hungurleikarnir orðin tekjuhæsta kvikmynd ársins. SKYTTA Jennifer Lawrence ætti að geta lagt bogann á hilluna von bráðar. Brandararnir fá fólk til þess að hugsa Frakkarnir Noom Diawara og Medi Sadoun leika í myndinni Ömurlegt brúðkaup sem sýnd er á Frönsku kvikmyndahátíðinni. Þeir eru staddir hér á landi og stefna á að smakka hákarl. Í myndinni er gert stólpagrín að fordómum enda kjósa þeir grín framyfi r predikun. GÓÐIR FÉLAGAR Noom Diawara og Medi Sadoun eru góðir félagar og skemmtu sér vel við tökur myndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is LÍFIÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 8 2 -C 2 6 C 1 7 8 2 -C 1 3 0 1 7 8 2 -B F F 4 1 7 8 2 -B E B 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.