Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 90
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 46 Útfararþjónusta síðan 1996 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR MAGNÚS JÓNSSON læknir, fæddur 29. desember 1917 á Ingjaldshóli, Snæfellsnesi, lést á sjúkrahúsi í Springfield, Massachusetts, laugardaginn 10. janúar 2015. Útförin fer fram í Holyoke, Massachusetts, laugardaginn 24. janúar. Jarðsett verður að Ingjaldshóli á komandi sumri. Ingveldur Jónsson Potter Clifford Mark Potter Arndís Edda Jónsson Bergþór N. Bergþórsson Gunnar B. Jónsson Ásthildur H. Jónsson Bjarni Jónsson Ómar G. Jónsson Rannveig H. Hermannsdóttir Tryggvi S. Jónsson Jennifer H. Jónsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ARNFRÍÐUR KRISTÍN ARNÓRSDÓTTIR (FRÍÐA) lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 18. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. janúar kl. 13.00. Valgerður M. Guðmundsdóttir Ásgeir Sumarliðason Ólafur G. Guðmundsson Ingibjörg Halldórsdóttir Arnór Kr. Guðmundsson Helga Jónsdóttir Magnús Guðmundsson Hrefna Halldórsdóttir Guðmundur Guðmundsson Bergrún Bjarnadóttir Sigurborg M. Guðmundsdóttir Jón Kristinn Jensson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEFANÍU JÓNSDÓTTUR Neskaupstað. Ari Sigurjónsson Sigurjón Arason Margrét Sigurðardóttir Jóna Katrín Aradóttir Benedikt Sigurjónsson Ingibjörg Aradóttir Sigurður Friðjónsson Eysteinn Arason María Ásmundsdóttir Hilmar Már Arason Katrín A. Magnúsdóttir Pjetur St. Arason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, BJÖRG PÁLSDÓTTIR lést á heimili sínu miðvikudaginn 14. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki heimahlynningar Landspítalans og heimahjúkrunar Hafnarfjarðar frábæra umönnun. Guðjón Bjarnason Bjarni S. Guðjónsson Ancharin Pechmanee Halldór S. Guðjónsson Hrafnhildur Björnsdóttir Guðjón Frans Halldórsson Björn Breki Halldórsson Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G. Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Þjónusta allan sólarhringinn Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300 Útför ástkærs sonar míns, bróður okkar og mágs, STEFÁNS ÞÓRS JÓNSSONAR Hamraborg 34, Kópavogi, fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 26. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Von, styrktarfélag gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi. Kt.: 490807-1010. Banki: 0513-26-3147. Inge Löwner Valentínusson Guðlaug Jónsdóttir Arnór Valdimarsson Elísabet Jónsdóttir Grétar Árnason Auðunn Jónsson María Níelsdóttir Einar Árnason Karen Hilmarsdóttir KRISTINN PÁLMASON mjólkurfræðingur lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 21. janúar sl. Útför Kristins verður gerð frá Selfosskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 15.00. Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir Gabríel Kristinsson Rebekka Kristinsdóttir Björgvin R. Valentínusson Alexander Örn Björgvinsson Sigþóra Magnúsdóttir Helgi Páll Pálmason Sólveig Á. Ísafoldardóttir Guðný F. Pálmadóttir Guðbrandur Bjarnason Skjöldur Pálmason María Ragnarsdóttir og aðrir aðstandendur. „Mér finnst það bara ágæt tilfinn- ing að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófast- ur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnu- dag og þeim tímamótum fylgja óhjá- kvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástung- um prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnesspró- fastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í henn- ar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Mar- grét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöll- um í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjós- inni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum von- andi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræði- störfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarp- inn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Joch- umssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menning- armálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guð- fræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræði- mennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangs- efni.“ gun@frettabladid.is Okkur mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni Séra Gunnar Kristjánsson prófastur ætlaði upphafl ega að vera skamman tíma á Reyni- völlum í Kjós en árin þar eru að verða 37. Nú eru starfslok og fl utningar í vændum. Á REYNIVÖLLUM „Mér finnst það bara góð tilfinning að vera að láta af störfum,“ segir séra Gunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jón Páll Sigmarsson vann keppnina um sterkasta mann heims þennan mánaðardag árið 1985. Keppnin fór fram í Mora í Svíþjóð og Jón hlaut 57 stig af 60 möguleikum. Mótið stóð yfir í tvo daga. Keppt var í átta greinum og af þeim sigraði Jón Páll í þremur þrátt fyrir meiðsl. Meðal keppnisgreina var sleðadráttur þar sem keppendur ýttu eða drógu 400 kílóa sleða um 80 metra vegalengd en í þeirri grein varð Jón Páll fyrir því óhappi að togna í baki. Einnig áttu keppendur að lyfta stórum trjástofnum og hlaða 80 kílóa þungum ís- molum á vörubíl. Jón Páll sagði í viðtali á eftir að hann drykki mikið lýsi, vaknaði á nóttunni og drykki það af stút með tóman belginn. Það smyrði vel alla liði og gæfi honum mikinn kraft. ÞETTA GERÐIST: 24. JANÚAR 1985 Jón Páll sterkasti maður heims TÍMAMÓT Við erum ekki enn búin að ákveða hvert en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 8 4 -4 D 6 C 1 7 8 4 -4 C 3 0 1 7 8 4 -4 A F 4 1 7 8 4 -4 9 B 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.