Fréttablaðið - 24.01.2015, Side 38
FÓLK|HELGIN
SÝNINGIN ÚTSKRIFTARSÝNING LJÓSMYNDASKÓLANS
VERÐUR OPNUÐ Í HÖRPU Í DAG KLUKKAN 15 TIL 19
OG HÚN STENDUR TIL 1. FEBRÚAR.
Verkin á sýningunni eru afar margbreytileg,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, Sissa, skólastjóri Ljósmyndaskólans. Tíu nemendur skólans
útskrifast nú í vor eftir tveggja og hálfs árs nám og
taka því þátt í sýningunni sem verður opnuð í Hörpu
klukkan 15 í dag. „Síðustu önnina vinna nemendur að
verkefni að eigin vali en undir handleiðslu leiðbein-
enda,“ segir Sissa og árangurinn er góður.
Á sýningunni kennir ýmissa grasa. „Sem dæmi
verður á sýningunni vídeóverk þar sem fjallað er um
lesblindu, ljósmyndabók um Laugaveginn og mynd-
verk sem saumað er í. Þá er ein stúlka sem gerir
landslagsmyndir í þrívídd. Síðan má einnig nefna
portrett annars vegar af sjómönnum og hins vegar af
íslenskum bóndakonum en þær síðastnefndu verða
í ljósmyndabók sem er í vinnslu,“ telur Sissa upp en
bendir á að þetta sé aðeins brot af því sem sjá megi á
sýningunni.
NEMAR SÝNA MYNDIR
AFRAKSTUR ERFIÐISINS Útskriftarnemar Ljósmyndaskólans opna í dag
sýningu á lokaverkefnum sínum. Sýningin er í Hörpu og stendur til 1. febrúar.
RÚNAR ÞÓRARINSSON
KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR
Tónlistin er orðin að áhuga-máli hjá Hreimi Erni Heimis-syni, söngvara með meiru.
Fjölskyldan er í fyrsta sæti hjá
honum og svo er hann kominn í
hefðbundna dagvinnu. „Ég á fjög-
urra mánaða dreng sem er þriðja
barnið okkar og við gætum vart
verið hamingjusamari. Ég kalla
tónlistina áhugamál í dag þar sem
ég er í hefðbundinni dagvinnu en
ég er samt sem áður að spila alveg
gríðarlega mikið,“ segir Hreimur.
FRÁ ELDBORG Í ÞORRABLÓT
Í kvöld mun Hreimur standa á
sviði í Eldborgarsal Hörpu ásamt
fleiri listamönnum sem flytja úrval
af bestu dægurperlum Eyjanna.
„Sams konar tónleikar hafa verið
haldnir nokkrum sinnum áður en
ég hef ekki getað verið með fyrr
en núna og er alveg gríðarlega
spenntur fyrir kvöldinu. Ég spil-
aði með Landi og sonum fyrst á
Þjóðhátíð árið 1997 og þá fluttum
við meðal annars lagið Vöðva-
stæltur sem gerði hljómsveitina
vinsæla. Lagið Lífið er yndislegt
sem ég samdi var svo Þjóðhátíðar-
lagið árið 2001 og hefur það skap-
að sér ákveðinn sess meðal lands-
manna þannig að ég hef ákveðnar
taugar til Eyja.“
LÍFIÐ ER YNDISLEGT 100 SINNUM
Það er óvenjulega mikið að gera
hjá Hreimi um helgina en eftir tón-
leikana þarf hann að rjúka til að
spila á þorrablóti. „Ég er mikið
í því að spila á þorrablótum og
frá miðjum janúar fram í miðjan
febrúar verð ég örugglega búinn
að spila Lífið er yndislegt um
hundrað sinnum,“ segir hann
hlæjandi.
Aðspurður að því hvort hann sé
þá ekki fyrir löngu búinn að fá leið
á laginu segir hann svo ekki vera.
„Það skemmtilegasta sem ég geri
er að skemmta fólki á einn hátt
eða annan hátt. Fyrir nokkrum
árum hugsaði ég að ég væri orðinn
leiður á því að syngja alltaf þetta
sama lag aftur og aftur. Þá var mér
vinsamlega bent á það af mínum
bestu vinum að ég hefði ekki efni á
að hugsa svona. Það væru forrétt-
indi að eiga þó nokkur vinsæl lög,
margir starfa sem höfundar í lang-
an tíma án þess að eiga vinsælt
lag. Ég ætti bara að vera stoltur
yfir því að hafa skrifað minn hluta
af íslenskri tónlistarsögu. Ég tók
þetta inn á mig og nú set ég mig
í þau spor að vera ánægður með
að fólk kunni lagið mitt og finnist
gaman að syngja með því.“
SPILAR Á MEÐAN HANN GETUR
Hreimur kemur mikið fram einn
en líka mikið með þeim sem hann
kallar „Trúbbamafíu Íslands“. „Við
Vignir Snær Vigfússon, Jogvan
ALVEG AÐ VERÐA
VÖÐVASTÆLTUR
SPENNANDI TÍMAR FRAM UNDAN Söngvarinn Hreimur Örn Heimisson er
með mörg járn í eldinum. Hann syngur á tónleikum, spilar á þorrablótum,
æfir Boot camp og er á leið í sjónvarp. Fjölskyldan er þó alltaf í fyrsta sætinu.
ÆFIR VEL Hreimur hefur verið duglegur að æfa undanfarið og grínast með að hann
verði bráðum vöðvastæltur eins og segir í laginu með Landi og sonum. MYND/PJETUR
One week flat
Minnkar Þembu og losar vind úr
meltingunni á viku!
Meltingin er nánast fullkomin eftir
að ég fór að nota OptiBac Probiotics
gerlana og ég get ekki hugsað
mér að vera án þeirra
Marta Eiríksdóttir jógakennari“
”
@OptiBac www.facebook.com/optibaciceland
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
8
6
-3
6
3
C
1
7
8
6
-3
5
0
0
1
7
8
6
-3
3
C
4
1
7
8
6
-3
2
8
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K