Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 20
24. janúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 Á HEIMILISLEGA SUNNU- DAGA á Kexi á morgun. Þar munu Agnar Jón og María Heba taka alla fjölskylduna í leik- listartíma. Á NÝJA PLÖTU BJARKAR VULNICURA sem tónlistar- gagnrýnendur keppast við að lofa. HEILSUBÓK RÖGGU NAGLA og hættu að fara í skyndiátak og gerðu heilbrigt líferni að varanlegum lífsstíl. Á JUNO á Stöð 2 í kvöld klukkan átta. Yndisleg mynd um unglingsstúlku sem verður barnshafandi og samband hennar við barnsföðurinn. Guðrún Veiga sem nenn- ir ekki að elda og skrif- aði matreiðslubók fyrir jól gefur uppskrift að ljúf- fengri köku sem hægt er að maula um helgina. Eins og vaninn er með uppskriftir Guðrúnar Veigu er inni- hald kökunnar syndsam- lega óhollt, kakan er dísæt og ansi girnileg. Er ekki annars nammi dagur í dag? KaramelluKrispies 3 stykki Pipp með karamellu- fyllingu 1 bolli síróp ½ bolli sykur 1 bolli fínt hnetusmjör 6 bollar Rice Krispies 2 pokar af ljósum súkkulaði- dropum Pippið, sykurinn, sírópið og hnetusmjörið brætt saman við vægan hita. Þegar þetta er orðið að silkimjúkri blöndu er Rice- inu bætt við. Hrært mjög vel. Blöndunni komið fyrir í eldföstu móti sem klætt er í bökunarpappír. Þjappað vel. Súkkulaðidropar bræddir og smurt yfir kökuna. Klístrað og dísætt góðgæti á nammidegi Guðrún Veiga gefur einfalda uppskrift að karamellu-Krispies sem ekki tekur langan tíma að útbúa. Steinunn Jónsdóttir, söngkona í Amabadama og Reykja- víkurdætrum Myndband og fj ölskyldu-afró Ég er að fara að leikstýra og taka upp myndband fyrir tvær systur mínar úr Reykjavíkurdætrum sem kalla sig Cyber. Við ætlum að dunda okkur við að taka það upp um helgina, en á laugardaginn fer ég líka í afró fyrir foreldra og börn í Kramhúsinu með Magga og Jóni Braga syni mínum. Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður Sófakúr og sannfæring Ég er orðinn svo miðaldra að mig langar bara að liggja uppi í sófa. Við erum með tvo sófa og markmið helgarinnar er að sannfæra konuna um að ýta þeim saman og hafa einn stóran sófa. Birgitta Haukdal, söngkona Tónleikar og rólegheit Á laugardaginn er ég að syngja á styrktartónleikum hjá Herkastalanum hjá Hjálpræðis- hernum í Reykjavík. Annars eru bara rólegheit með strákunum og fjölskyldu og svo spænsku- tími á Skype. Daniel Geir Moritz, ritstjóri stúdentablaðsins Verkefnayfi rferð, fótbolti og bíó Helgin fer í að fara yfir verkefni hjá sjötta bekknum sem ég var að taka að mér. Síðan stendur til að skella sér á Ölver að sjá Eið Smára skora á Anfield og bíóferð er á teikniborðinu. GIRNILEGT Þessi kaka er algjört nammi. HELGIN 24. janúar 2015 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Hlynur, Elísabet og Eygló eru þrjú af níu sem kom- ust inn á leikarabraut Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklist- argyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta. Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guð- mundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söng- konu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdótt- ur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi? Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgj- ast með.“ Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“ Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sann- arlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í? Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust. Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“ Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelp- urnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“ Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“ Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“ Feta í fótspor foreldranna Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir fengu að vita í vikunni að þau hefðu komist inn í leiklistarskólann. Þau eiga það sameiginlegt að vera með leiklistarbakter- íuna í blóðinu enda alin upp af leikurum og vita því alveg hvað þau eru búin að koma sér út í. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is LEIKLISTARNEMAR Eygló, dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, Elísabet, dóttir Guðrúnar Gunnars dóttur og Valgeirs Skagfjörð og Hlynur, sonur Þorsteins Guðmundssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 8 3 -6 F 3 C 1 7 8 3 -6 E 0 0 1 7 8 3 -6 C C 4 1 7 8 3 -6 B 8 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 1 1 2 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.