Fréttablaðið - 24.01.2015, Blaðsíða 41
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Samgöngustofa leitar að jákvæðum og metnaðarfullum lærðum matreiðslumanni með ástríðu fyrir
matargerð. Helstu verkefni matreiðslumanns er að sjá um daglegan rekstur mötuneytis Samgöngustofu
í Ármúla 2 og aðra umsýslu matar og kaffis, t.d. vegna funda, og sjá um öll innkaup mötuneytis,
matseðlagerð og starfsmannahald. Matreiðslumaður vinnur í nánu samstarfi við matráð mötuneytis.
Starfshlutfall er 100%.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Sveinspróf í matreiðslu.
• Reynsla af stjórnun eldhúsa.
• Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
• Þarf að hafa brennandi áhuga á framreiðslu matar, sérstaklega hollu og heilbrigðu mataræði.
• Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, með góða skipulagshæfni, er með gott viðmót,
mikið frumkvæði í starfi og ríka þjónustulund.
• Þarf að vera jákvæður og samviskusamur.
Umsóknarfrestur er til 9. febrúar 2015
Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf
Nánari upplýsingar veitir Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri innri þjónustu og Dagný Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið
tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning
ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlitsmann í hlaðskoðanir á loftförum, einkum loftförum skráðum í
öðrum ríkjum sem hafa viðkomu á Íslandi (Safety Assessment of Foreign Aircraft). Starfið felst einkum í
staðlaðri skoðun á loftförum og tengdum gögnum, úrvinnslu gagna, skýrslugerð ásamt öðrum tilfallandi
verkefnum. Einnig er gert ráð fyrir að viðkomandi sinni eftirliti með flugrekendum, flugskólum og
starfrækslu íslenskra loftfara. Starfshlutfall er allt að 100%.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Hafi eða hafi verið handhafi atvinnuflugmannsskírteinis (ATPL eða CPL) með að lágmarki 5 ára
starfsreynslu í flutningaflugi.
• Að lágmarki 500 tíma reynsla sem flugmaður eða flugstjóri á fjölstjórnarvélum.
• Nýleg reynsla æskileg (a.m.k.tvö ár á sl. fimm árum).
• Reynsla af flugkennslu (TRI/FI) kostur.
• Góð tölvuþekking og skipulagshæfileikar.
• Áhugi og þekking á kröfum um starfrækslu loftfara.
• Mjög góð tök á íslensku og ensku.
• Kostur er að umsækjendur hafi lokið viðurkenndu úttektarnámskeiði.
Starfsmaður sem ráðinn verður þarf að að sækja tilheyrandi námskeið erlendis sem og starfsþjálfun í
samtals um 10-15 daga á tímabilinu mars-maí 2015 og þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Við leitum að starfsmanni með góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu. Hann þarf að
sýna sjálfstæði, háttvísi og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum sínum og geta unnið
undir álagi. Í boði er áhugavert starf þar sem reynsla og áhugi á flugi fá notið sín.
Umsóknarfrestur er til 9. febrúar 2015
Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Helgason deildarstjóri þjálfunar- og skírteinadeildar og Páll S.
Pálsson framkvæmdastjóri flugsviðs. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við
kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun
samgöngumála með um 160 starfsmenn.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að öruggum,
sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum
samgöngum. Samgöngustofa annast eftirlit
er varða flug, siglingar, umferð og öryggis-
eftirlit með samgöngumannvirkjum og
leiðsögu. Upplýsingar um Samgöngustofu
má finna á www.samgongustofa.is.
ERT ÞÚ KOKKUR OG
VILT VINNA Í DAGVINNU?
EFTIRLITSMAÐUR
Á FLUGSVIÐ
Samgöngustofa
Ármúli 2
108 Reykjavík
Sími: 480 6000
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR
Að gera betur í dag en í
gær er drifkraftur nýrra
hugsana og betri árangurs
Réttir starfsmenn í réttum
hlutverkum ræður mestu
um árangur fyrirtækja
Rannsóknir auka
þekkingu og gera
ákvarðanir markvissari
ráðgjöf ráðningar rannsóknir
Síðumúla 5
108 Reykjavík
Sími 511 1225
www.intellecta.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:5
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
8
5
-8
4
7
C
1
7
8
5
-8
3
4
0
1
7
8
5
-8
2
0
4
1
7
8
5
-8
0
C
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
1
1
2
s
_
2
3
_
1
_
2
0
1
5
C
M
Y
K