Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 6
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 verum við öllu búin Gasskynjari, 230V. 7.395kr. 50005926 ABC duftslökkvitæki með mæli og bílfestingu, 2 kg. 4.995kr. 50006004 Vatnsskynjari. 1.995kr. 50005138 Slökkvitæki, duft, 6 kg. 7.895kr. 50006019 Björgunarstigi, fellanlegur. 49.995kr. 50005766 Eldvarnarteppi, 1x1 m. 2.995kr. 50006013 Jónískur reykskynjari, 9V rafhlaða fylgir, 14x12 cm, með prufuhnappi og gaumljósi. 995kr. 50005035 NÁTTÚRA „Þetta er náttúrulega skelfilegt ástand. Aldrei myndi mér detta í hug að fara til útlanda og gera eitthvað annað en að fara á snyrtinguna, ef svo ber undir. Ég skil ekki þennan kúltúr sem er að birtast okkur,“ segir Vigdís Hauks- dóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, um fréttir í vikunni af umgengni ferðamanna við helstu náttúruperlur Íslands. Í Fréttablaðinu var greint frá því í vikunni að ferðamenn hægðu sér við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Helgi Jón Davíðsson leiðsögu- maður sagði við Fréttablaðið af þessu tilefni að leiðsögumenn bæð- ust afsökunar á ástandi mála í sal- ernismálum í hvert sinn sem þeir færu á þessa staði. Vigdís Hauksdóttir segir að nú þurfi menn að fara að bretta upp ermarnar. „Það er í fyrsta lagi þannig að það er bráðnauðsynlegt að fara að byggja upp þessa ferða- mannastaði og leysa þessi salernis- vandamál þar sem þau birtast okkur.“ Vigdís kveðst vera talsmaður þess að hugað verði að því af fullri alvöru að afnema ívilnanir í ferða- þjónustunni. Þannig verði virðis- aukaskattur á ferðaþjónustu tengdar greinar færður í efra þrep. „Því að þegar ákveðið var að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu yrði í lægra þrepi var það til þess að lyfta atvinnugreininni upp og koma henni í funksjón,“ segir Vigdís. Nú þegar ferðaþjónustan sé orðin svip- að stór í veltu og sjávarútvegurinn þurfi að hugsa málin upp á nýtt. Það þurfi því að taka strax ákvörð- un um að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustu upp í efra þrep, en veita tveggja ára aðlögunartíma á gildistöku. „Þannig að verðskrár og annað haldi sér og það verði ekki for- sendubrestur hjá ferðaþjónustu- aðilum sjálfum,“ segir Vigdís. Þá segist Vigdís jafnframt vera tals- maður þess að það verði tekið upp komugjald til landsins. Og það verði að taka ákvörðun um það helst í næstu fjárlögum. Komugjaldið verði eyrnamerkt til uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég lít jákvæð- um augum á það að það skiptist að einverju leyti milli ríkisins og eitt- hvað falli í hlut sveitarfélaga,“ segir Vigdís. Hún leggur þó áherslu á að þetta séu einungis hennar eigin hugleiðingar í skattamálum. Vigdís leggur áherslu á að búið verði að gera heildarúttekt á þörfinni fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. Uppbyggingin verði þá markvissari. „Enda hefur umhverfisráðherra farið af stað með vinnu og það var komin úrlausn í það mál í vor áður en þingi lauk,“ segir Vigdís. Féð sem fari til ferðamannastaða verði best nýtt ef uppbyggingin grundvallast á slíku mati og fyrst verði farið í uppbygg- ingu þeirra staða þar sem þörfin er mest. jonhakon@frettabladid.is Vill afnema ívilnanir og byggja upp fyrir ferðamenn Formaður fjárlaganefndar segir það skelfilegt ástand ef ferðamenn hægja sér í náttúrunni í stað þess að leita á snyrtingar. Hún vill afnema skattaívilnanir, leggja á komugjöld og byggja upp á ferðamannastöðum. Á ÞINGVÖLLUM Leiðsögumenn hafa kvartað undan því að það vanti salernisaðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það er bráðnauðsyn- legt að fara að byggja upp þessa ferða- mannastaði og leysa þessi salernisvandamál þar sem þau birtast okkur. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. BANDARÍKIN Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, John Kerry, sagði mál þeirra fjögurra Bandaríkjamanna sem haldið er í fangelsi í Íran hafa verið rædd á hverjum einasta fundi á meðan viðræður stórvelda heimsins við Írana um kjarnorkumál landsins fóru fram. Fjórir Bandaríkjamenn sitja í fangelsi í Íran. Blaðamaðurinn Jason Rezaian, land- gönguliðinn Amir Hekmati, alríkislögreglu- maðurinn Robert Levinson og kristni prest- urinn Saeed Abedini. Abedini hefur verið í haldi frá 2012 fyrir að leiða kristið bænahald í Íran, Rezaian hefur verið í haldi frá því í fyrra fyrir njósnir og Hekmati frá 2011 fyrir sömu sök. Levinson var hins vegar tekinn í gíslingu í Íran árið 2007. Íranska ríkisstjórnin hefur ekki viljað gefa verustað hans upp. „Það var ekki einn einasti fundur sem við héldum þar sem ég vakti ekki athygli á ríkisborgur- um okkar sem eru í haldi Írana,“ sagði John Kerry við fréttastofu MSNBC í gær. „Við erum mjög vongóð um að Íranar taki rétta ákvörðun og skili ríkisborgurum Banda- ríkjanna aftur til síns heima,“ sagði Kerry enn fremur. Fyrir viðræðurnar sagði talsmaður ríkis- stjórnar Bandaríkjanna að mál fanganna yrðu ekki tengd við viðræðurnar. - þea John Kerry krafðist framsals samlanda sinna sem haldið er í Íran er rætt var um kjarnorkumál Írana: Mál fjögurra bandarískra fanga voru rædd BRETLAND Tim Farron, þing- maður Frjálslyndra demókrata, var á fimmtudaginn kosinn for- maður flokksins. Hann tekur við formennskunni af Nick Clegg, sem gegndi jafn- framt embætti varaforsætisráð- herra Bretlands í síðustu ríkis- stjórn. Farrons bíður erfitt verk en Frjálslyndir demókratar guldu afhroð í þingkosningunum þann 7. maí síðastliðinn. Hann stefnir á að fjölga félags- mönnum og stórauka fylgi flokks- ins í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. - srs Ætlar að stórauka fylgið: Farron leiðtogi Frjálslyndra GRIKKLAND Gríðarmiklir skógar- eldar geisa nú á Grikklandi rétt fyrir utan Aþenu. Ógnarstór reykjarmökkur ligg- ur yfir nærliggjandi hlíðum og hluta borgarinnar. Auk eldanna við Aþenu eru fleiri skógareldar á suðurhluta Pelópsskaga en fjöldi manns hefur þurft að yfirgefa heimili sín á þeim slóðum. Skógareldar hafa áður látið á sér kræla á Grikklandi en að sögn þarlendra fjölmiðla eru þeir skæðari en vanalega. - srs Fjöldi fólks flýr heimili sín: Skógareldar við mörk Aþenu REYKJARMÖKKUR Eldarnir þykja skæðari en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FRAMSAL John Kerry vill fá þá Bandaríkjamenn sem Íranar halda föngnum aftur til síns heima. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Standard og Poor‘s hækkaði lánshæfismat Íslands í gær úr BBB- í BBB. Mats- fyrir tækið hefur einnig hækkað skammtímaeinkunn úr flokki A-3 í A-2. Horfur eru áfram stöðugar. Standard og Poor‘s segir hækk- un lánshæfismatsins byggja á trúverðugri aðgerðaáætlun stjórnvalda til losunar fjár- magnshafta. Aðgerðirnar bæti aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum og bæti einnig skuldastöðu ríkissjóðs. - ih Afnám hafta jákvætt skref: Lánshæfismat Íslands hækkað 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 4 -1 0 B C 1 7 5 4 -0 F 8 0 1 7 5 4 -0 E 4 4 1 7 5 4 -0 D 0 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.