Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 4
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 ÚTIVIST „Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir nátt- úruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni. „Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi líf- inu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upp- runalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggv- ara og spurði hann álits á vörð- unum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlending- ar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljós- lega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdar- verk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferða- menn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslend- inga að þrífa skítinn eftir útlend- inga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“ snaeros@frettabladid.is 12.17.2015 ➜ 18.07.2015 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 25-50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SUMARVÖRUM KJARAMÁL BHM ákvað að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur til Hæstaréttar sem þing- festi málið í gær. BHM telur niðurstöðu héraðs- dóms ranga. Bann við verkföllum og svipting samningsréttar sé ekki á meðal úrræða til lausnar kjara- deilum sem stjórnvöldum á hverj- um tíma standi til boða. Verkfalls- rétturinn sem hluti samningsréttar og sem órjúfanlegur þáttur félaga- frelsis stéttarfélaga er varinn af stjórnarskrá Íslands. Gera má ráð fyrir því að mál- flutningur fyrir Hæstarétti fari fram í ágúst. - ngy Þingfest hjá Hæstarétti: Áfrýjun BHM þingfest í gær SAMFÉLAG Erlendir ferðamenn vörðu mestu til kaupa á ýmsum skipulögðum ferðum í júní, svo sem hvalaskoðunarferðum, jökla- ferðum og öðrum náttúruskoð- unar- og ævintýraferðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Fjöldi ferðamanna í júní nam rúmum 137 þúsundum samkvæmt talningu Ferðamálastofu og vörðu þeir alls 3,8 milljörðum króna í slíkar ferðir. Algengt er að verð fyrir náttúru- skoðunar- og ævintýraferðir sé á bilinu átta til tuttugu þúsund krón- ur. - ngy 137 þúsund ferðamenn í júní: Aukin ásókn í skipulagðar ferðir hafa verið veitt í umdæmi lög- reglunnar á Suðurnesjum það sem af er ári. 2 NÁLGUNARBÖNN af dýrahræjum vill Kaupfélag Skagfirðinga brenna við slátur- hús sitt á Sauðárkróki. 2.000 TONN króna aukalán fá Grikkir samkvæmt samkomulagi. 1.000 MILLJARÐA Bandaríkjadala sekt fengu eigendur leigubílafor- ritsins UBER fyrir að veita löggjöfum ekki nægar upplýsingar um starfsemi og þjónustu þeirra. 7,3 MILLJÓNA skulda Lánasjóði ís- lenskra námsmanna samtals 1,1 milljarð. 40 MANNS þeirra hjúkrunar- fræðinga sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning greiddu atkvæði gegn honum. 88,4% 4.757 voru atvinnulausir í júní samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar. BANDARÍKIN Bandaríkjamenn syrgðu í gær fjóra bandaríska land- gönguliða sem féllu fyrir hendi árásarmannsins Muhammads Youssef Abdulazeez, bandarísks ríkisborgara sem fæddist í Kúveit, kvöldið áður. Abdulazeez réðst á skrifstofur Bandaríkjahers í bænum Chatt- anooga í fylkinu Tennessee og skaut fjórmenningana til bana. Barack Obama Bandaríkjaforseti minntist mannanna með því að segja við fjölmiðla að hrikalegt væri að hugsa til þess að einstaklingar sem hafi þjónað landi sínu með glæsibrag þurfi að láta lífið á þennan máta. - þea Bandaríkjamenn syrgja fórnarlömb skotárásar í Chattanooga: Minntust fjögurra landgönguliða SORG Þessi móðir lagðist á bæn með börnum sínum við minnisvarða til heiðurs landgönguliðunum sem féllu í Chattanooga á fimmtudagskvöld. NORDICPHOTOS/AFP Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þing- vallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. HAFNARFJÖRÐUR Bæjarráðsfulltrúar Samfylking- ar og Vinstri grænna í Hafnarfirði lýstu í gær yfir furðu sinni og óánægju með fyrirhugaða samein- ingu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Í bókun fulltrúanna, sem mynda minnihluta bæjar- ráðs, er kvartað yfir samráðsleysi ráðuneytis við bæjaryfirvöld. Minnihlutinn segir sameininguna þvert á skýra afstöðu bæjarstjórnar og ítrekuð mótmæli gegn því að starfsemi Iðnskólans flytjist úr bænum. Þá lýsir minnihlutinn einnig yfir óánægju með að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks- ins tilnefni fulltrúa í starfshóp ráðherra sem starfar að sameiningu skólanna. „Bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálf- stæðis flokks harma þær dylgjur sem minnihlutinn setur fram í bókun sinni,“ segir í bókun meirihlut- ans, sem segist ætla að beita sér fyrir öflugu iðn- námi í Hafnarfirði. - þea Minnihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar er óánægður með sameiningu skóla: Furðu lostin á samráðsleysinu SAMEINING Ef af sameiningu verður færist starfsemi Iðn- skólans í Hafnarfirði undir hatt Tækniskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MINNING Varðan sem Vana Ilieva frá Búlgaríu hlóð með foreldrum sínum í júní 2013 er horfin. Vörðunni var ekið burt með öðru grjóti á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BLÁTT BANN Nýja skiltið er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Ásmundur Ásmundsson myndhöggvari. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -7 2 B C 1 7 5 3 -7 1 8 0 1 7 5 3 -7 0 4 4 1 7 5 3 -6 F 0 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.