Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 8
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Marmaris Frá kr. 79.900 m/morgunmat 30. júlí í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. AilBey Boutique Hotel 49.900 Flugsæti frá kr. Nýtt 11 kg2 kg 5 kg 10 kg Smellugas er einfalt, öruggt og þægilegt! Gas fyrir grillið, útileguna og heimilið Vinur við veginn ÞÝSKALAND Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræð- ur um nýjan neyðaraðstoðarsamn- ing fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evru- svæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Mer- kel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samn- inginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikk- lands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúm- lega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkis- rekstri og hækki skatta. Samning- urinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðar- innar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðar- atkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátt- töku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hug- myndum. Mikið hefur mætt á Mer- kel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sam- búð. Í fyrradag grætti hún svo pal- estínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undan- farin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð. - þea Þýska þingið samþykkir að hefja formlegar samningaviðræður um nýja neyðaraðstoð fyrir Grikkland eftir hvatningu frá kanslara: Merkel segir nýju neyðaraðstoðina vera síðasta séns FERÐAÞJÓNUSTA Strandferðir hafa stundað veiðar á Ströndunum um nokkurra ára bil. Þeir ákváðu síðan að færa út kvíarnar og bjóða upp á farþegasiglingar á svæðinu. Þeir hófu siglingarnar 19. júní. Jón Geir Ásgeirsson, hjá Strand- ferðum, segir að farþegasiglingarn- ar hafi gengið mjög vel miðað við veður. Hann segir að bát arnir þjón- usti margt göngufólk. „Við erum að sækja það mikið í Reykjar fjörðinn og svo í Látravíkina,“ segir Jón Geir. Að auki sé verið að færa göngufólkinu matarpakka. Strandferðir voru í veiðum áður og Jón Geir segir að þeir verði áfram með annan bát í því. Nýi báturinn, sem heitir Salómon Sig, verði þó einnig útbúinn þannig að hægt verði að nýta hann til veiða. „Það er ekkert að ske hérna í maí og júní og svo byrjar traffíkin,“ segir Jón Geir. Það sé því ágætt að geta notað bátinn í veiðar á vorin. - jhh Ágætur gangur í farþegasiglingum á Ströndum: Færa svöngum mat Á SJÓ Starfsmenn Strandsiglinga stilltu sér upp fyrir Stefán Karlsson, ljósmyndara Fréttablaðsins, þegar hann var á ferðinni á Hornströndum á dögunum. SIGUR Angela Merkel tekur niðurstöð- um gærdagsins eflaust fagnandi eftir strembna viku. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 4 -D 6 3 C 1 7 5 4 -D 5 0 0 1 7 5 4 -D 3 C 4 1 7 5 4 -D 2 8 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.