Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 18. júlí 2015 | HELGIN | 19 ➜ Verk á sýningunni Places/ Staðir í Kaupmannahöfn. Frá vinstri til hægri: Echo I og II / Bergmál I og II. Intermission I og II / Hlé I og II. Magma II / Kvika II. Gravity/ Aðdráttarafl. söm um að vinna þetta með okkur Galleri Christoffer Egelund og sýn- ingin gengur vel og hefur vakið mikla athygli. Þetta er fyrsta sýning mín sem er dreifð um heila borg og var því ekki einföld í framkvæmd. Þetta var ansi flókið. En það hjálp- aði til að fjölmargir aðilar studdu okkur, meðal annarra Norður- atlants bryggja, íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn, Kynningarmið- stöð íslenskrar myndlistar, Höfuð- borgarstofa, Icelandair, Eimskip og stjórnvöld hér heima. Þetta hefur því verið frábær reynsla fyrir utan það þegar einu verkanna var stolið, en ég er nú orðin vön því. Það var eiginlega eins og sena úr Kardemommubæn- um með Kasper, Jesper og Jónatan en síðan vildi svo furðulega til að íslensk kona náði að taka myndir af þjófunum á Strikinu við verknaðinn um miðja nótt. Það varð til þess að vel fór að lokum.“ Frelsið í hinu óræða Þrátt fyrir að sýna einkum í útlönd- um upplifir Steinunn sig að sjálf- sögðu sem íslenskan myndlistar- mann. „En það er líka gott að opna gluggann og fara stundum úr smæð- inni hér. Hvað íslensk áhrif á verk- in varðar þá held ég að fólk skynji í þeim ákveðna frumkrafta. Hug- myndin um manninn og nálægð hans við náttúruna hefur alltaf verið stór hluti af verkum mínum. En hlutleysi skiptir mig líka miklu máli – að segja ekki fólki hvað það á að sjá og upplifa. Stundum gerir maður verk án þess að vita af hverju og það finnst mér gefa verk- unum heilmikið frelsi sem skiptir miklu máli.“ Allt hægt í myndlist Það getur fylgt því mikil pressa að starfa á vettvangi alþjóðlegr- ar myndlistar og Steinunn er ekki aðeins að vinna með galleríi Tveir hrafnar hér í Reykjavík heldur er hún á samningi hjá þekktum gall- eríum bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum. En hún virðist ekki kippa sér upp við álagið sem fylgir veg- semd hverri. Hún nýtur þess fyrst og fremst að vinna. „Jú, það er vissulega mikið að gera. Ég verð með sýningu í London í nóvember á þessu ári í gegnum galleríið mitt þar, en það er Osborne Samuel í Mayfair, og síðan er ýmislegt annað í farvatninu svo sem sýning í Þýska- landi og Bandaríkjunum. En ég leiði ekki mikið hugann að því þannig lagað. Ég bara vinn. Stóra málið er að ég er ekki hrædd við hvíta blaðið eins og maður segir um óttann við að fá ekki hugmynd. Ég vinn mikið og er leidd áfram – og þó svo ég sé stund- um lúin þá er ég þakklát. Það er nefnilega allt hægt í myndlistinni og það er dásamlegt.“ LJÓ SM YN D IR H ISH AM AM M AR Þúsundir Íslendinga ávaxta fé sitt í Lífeyrisauka Sjö fjárfestingarleiðir tryggja að þú finnur þá réttu fyrir þinn viðbótarlífeyrissparnað og leggur grunn að varasjóði til að skapa þér betri lífskjör eftir starfslok. Skoðaðu leiðirnar á arionbanki.is/lifeyrisauki, með því að senda fyrirspurn á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða hafðu samband við ráðgjafa í síma 444 7000 og leggðu grunn að góðri framtíð. Þú kemst hærra í góðum félagsskap Lífeyrisauki Innl. skuldabr. Lífeyrisauki Erl. verðbr. Lífeyrisauki 5 Lífeyrisauki 4 Lífeyrisauki 3 Lífeyrisauki 2 Lífeyrisauki 1 Nafnávöxtun 30.06.2014-30.06.2015 5 ára meðalnafnávöxtun 30.06.2010-30.06.2015 ÁVÖXTUN LÍFEYRISAUKA Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fimm ára ávöxtunartölurnar sýna meðalnafnávöxtun frá 30.06.2010-30.06.2015 en ávöxtunin er mismunandi á milli ára. Frekari upplýsingar um Lífeyrisauka, þ.á.m. um ávöxtun hvers árs, reglur sjóðsins o.fl., má nálgast á arionbanki.is/lifeyrisauki. 9,6% 17,0% 16,4% 10,4% 13,5% 9,2% 11,7% 8,5% 5,7% 3,7% 13,8% 6,4% 6,9% 9,7% 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -3 C 6 C 1 7 5 3 -3 B 3 0 1 7 5 3 -3 9 F 4 1 7 5 3 -3 8 B 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.