Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 29
| FÓLK | 3
■ GOTT Í FERÐALAGIÐ
Pylsur eru þægilegar til að taka
með sér í ferðalagið eða bara
setja á grillið í garðinum heima.
Hér er uppskrift að góðu
kartöflusalati til að hafa með
pylsunni. Setja má salatið ofan
á pylsuna eða hafa sem með-
læti. Þetta er einfaldur réttur
sem auðvelt er að útbúa.
Pylsur og pylsubrauð
Kartöflusalat
200 g kartöflur
½ lárpera, skorin í bita
50 g smátt skorið hvítkál
1 dl majónes
1 msk. sýrður rjómi
1 msk. rifin, fersk piparrót
2 msk. sítrónusafi
salt og nýmalaður pipar
1 msk. sætt sinnep
1 tsk. tabasco-sósa
2 msk. graslaukur, smátt
skorinn
1 msk. dill, smátt skorið
4 radísur, í sneiðum
Sjóðið kartöflurnar. Ef þær eru
nýjar og fínar má hafa hýðið
á þeim en annars eru þær af-
hýddar. Kælið kartöflurnar og
skerið í grófa bita.
Blandið öllu vel saman í stóra
skál. Látið standa í ísskáp í
nokkra klukkutíma.
PYLSA Í
BRAUÐI MEÐ
KARTÖFLU-
SALATI
■ FRÁ INDLANDI
Þessi ljúffengi og frísklegi
drykkur á rætur að rekja til
Norður-Indlands. Hann er ótrú-
lega bragðgóður og hentar vel
þegar hlýtt er í veðri. Drykkinn
má einnig hafa sem eftirrétt
eftir indverskan mat. Upp-
skriftin passar í fjögur glös.
2 vel þroskuð mangó
2 dl appelsínusafi
2 dl hrein jógúrt
4 tsk. sykur (má sleppa)
15 ísmolar
Skrælið mangó og skerið í
bita. Setjið í háa skál og bætið
appelsínusafa, jógúrti og sykri
saman við. Maukið með töfra-
sprota. Setjið ísmola í hátt glas
og hellið drykknum yfir.
LJÚFFENGUR
DRYKKUR
■ LÍF OG FJÖR
Tvöföld afmælishátíð verður haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun. Söngvaborg fagnar
15 ára afmæli og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn 25 ára afmæli. Af því tilefni sendir Bylgjan beint
út frá garðinum frá 12.20 til 16 en skemmtidagskrá með Söngvaborg hefst á sviði klukkan 14. Þá
verða sýnd atriði úr Iceland got talent. Boðið verður upp á andlitsmálun, hestateymingu, kanínuk-
lapp og blöðrur. Leiktækin verða opin og dýrin í góðum gír en þeim verður gefið samkvæmt dag-
skrá. Veittur verður 40 prósenta afsláttur af dagpössum og aðgangseyri í tilefni dagsins. Auk þess
verður boðið upp á grill og ís.
TVÖFALT AFMÆLI Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM
Söngvaborg 15 ára. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn 25 ára.
PIPAR\TBW
A • SÍA • 151922
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís
og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100www.rekstrarland.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-E
A
B
C
1
7
5
5
-E
9
8
0
1
7
5
5
-E
8
4
4
1
7
5
5
-E
7
0
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K