Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 27
Styr vakti athygli fyrir tveimur árum þegar hann var valinn til að fara með aðalhlutverk í bíómyndinni Falsk- ur fugl. Hann hefur alla tíð haft áhuga á leiklist og er ánægður með þá miklu reynslu sem hann fékk á þessum tíma. „Kvikmynda- gerð hefur alltaf heillað mig ekki síður en leiklistin. Ég gæti vel hugsað mér að starfa við eitt- hvað henni tengt í framtíðinni,“ segir hann. Styr fór með hlut- verk Arnaldar í myndinni, sem var byggð á skáldsögu Mikaels Torfasonar, og fékk mjög góða dóma. Meðal annars var sagt um leik Styrs í myndinni: „Þar spilar aðalleikarinn, Styr Júlíusson, stóran þátt, og eina stundina langar mann að gefa honum vinalegt faðmlag og þá næstu vill maður helst senda hann í sveit. En þarna er hæfileikaríkur piltur á ferðinni sem spennandi verður að fylgjast með,“ sagði Haukur Viðar Alfreðsson í Fréttablaðinu. ÓVÆNT TILBOÐ Það komu þó önnur tilboð en leikur í bíómyndum upp í hend- urnar á Styr. Hann fór í ferðalag með móður sinni fyrr á þessu ári til Parísar og þá varð kúvending í lífi hans. „Við mamma fórum út að borða í París og þá kom fólk frá þessari umboðsskrifstofu og bauð mér að koma á skrifstofuna og hitta sig. Ég hef reyndar lent í slíku áður en síðan hefur lítið orðið úr hlutunum. Ég ákvað samt að fara í heimsókn daginn eftir og í framhaldinu var mér boðið að sýna fyrir Sacai á tísku- vikunni í París,“ segir Styr. Þess má geta að Sacai er risa- stórt hönnunarmerki og býður bæði kven- og herrafatnað. Sacai á uppruna sinn í Japan en merkið fæst nú um allan heim. „Ég var síðan í tveimur stórum verkefn- um hjá New Madison fyrr í þess- um mánuði, fór meðal annars til New York og svo fór ég í verkefni fyrir tímarit. „Mér fannst gaman að prófa þennan bransa og sér- staklega að fá að ferðast. Ég von- ast til að það verði fleiri ferðalög í haust,“ segir Styr sem er núna í fríi á Íslandi og starfar sem þjónn á veitingahúsinu Snaps. STYR JÚLÍUSSON, FYRIRSÆTA OG LEIKARI „Ég var heppinn,“ segir Styr sem hlakkar til spennandi hausts í fyrirsætubransanum. MYND/ERNIR UPPGÖTVAÐUR Í PARÍS FRAMABRAUT Styr Júlíusson er 22 ára og þegar kominn með fyrirsætusamn- ing hjá þekktri franskri umboðsskrifstofu, New Madison. Honum var boðið módelstarf þegar hann sat á veitingahúsi í París. Hann er í fríi núna en síðan verður haldið til Frakklands á ný og jafnvel Asíu. MEIRIHÁTTAR ÚTITÓNLEIKAR Tólf tíma maraþontónleikar verða í KEXPorti í dag. Dúndurtónleikar þar sem tólf bönd koma fram. Ekki sak- ar að það er ókeypis inn og margt skemmtilegt í boði. Síða 4 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -C 8 2 C 1 7 5 5 -C 6 F 0 1 7 5 5 -C 5 B 4 1 7 5 5 -C 4 7 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.