Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 16
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 16 Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is Á GAMLA MÁTANN Það verður margt við að vera á Árbæjarsafni á morgun og gestir geta meðal annars spreytt sig á skyrgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARINÓ FARÐU á KRÁS Götumarkaðinn í Fógetagarði sem verður í blússandi stuði á laugardag frá klukkan 13.00 til 18.00. LESTU Allt á hreinu eftir þrifa- snillinginn Margréti D. Sigfús- dóttur og segðu þessum sól- bökuðu rykmaurum að hypja sig. HLUSTAÐU Á The Wolves Are Whispering, spánnýja afurð Bang Gang. HORFÐU Á Litlu gulu hænuna sem Leikhópurinn Lotta setur upp við bláu kirkjuna á Seyðis- firði á sunnudaginn. HELGIN 18. júlí 2015 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... 225g mjúkt smjör 1 bolli púðursykur ¼ bolli sykur 1 tsk. vanilludropar 2 egg 2½ bolli Kornax-hveiti 1 tsk. matarsódi ¼ tsk. salt 1 bolli karamellukurl 1 bolli grófsaxað hvítt súkkulaði Hitið ofninn í 190°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffur. Blandið smjöri, púðursykri og sykri mjög vel saman. Bætið því næst vanilludropunum út í. Blandið eggjunum saman við, einu í einu. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál. Blandið þeirri blöndu síðan varlega saman við smjörblönduna. Að lokum er karamellukurli og hvítu súkkulaði blandað saman með sleif. Gerið litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnskúff- urnar með fínu millibili. Bakið í akkúrat 10 mínútur, þó að kökurnar virðist vera of lítið bakaðar – þær eiga að vera svona. Hvítt súkkulaði og karamellukurl í kökur Uppskrift að dásamlegum kökum sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir, á www.blaka.is, á heiðurinn af. Það verður nóg um að vera á Árbæjar safni á morgun á viðburð- inum Mjólk í mat og ull í fat, en þar mun gestum safnsins verða veitt innsýn inn í horfinn heim og jafn- framt gefast kostur á að taka virkan þátt í hinum ýmsu störfum. „Við ætlum að gera skyr og strokka smjör og leyfa gestunum að spreyta sig á því. Svo verður kona uppi á baðstofulofti sem verður að spinna, eldsmiður í eldsmiðjunni og teymt undir krökkum,“ segir Sigur- laugur Ingólfsson, verkefnastjóri Árbæjarsafns, glaður í bragði en að auki verða ýmsar aðrar uppákomur. Viðburðurinn er haldinn árlega og hentar allri fjölskyldunni. „Þemað er sem sagt Mjólk í mat og ull í fat, sem var svona viðkvæði áður fyrr, að til þess að vera full- gild eiginkona þurftir þú að kunna að koma ull í fat og mjólk í mat og við erum svona að upphefja þennan hluta af heimilisstörfunum,“ segir hann. Að sögn Sigurlaugs tekur allt að 40-50 mínútur að strokka smjör og segir hann að börnunum finnist gaman að fylgjast með smjörgerð- inni og ekki síður að fá að spreyta sig. „Það fær þau kannski til að hugsa um hvernig þetta var gert í gamla daga. Vörurnar voru ekki til í ísskápunum, enda enginn ís skápur til.“ Það verður nóg við að vera á safn- inu á morgun því auk sér stakrar dagskrár verða mjaltir venju sam- kvæmt, kassabílar, leikfangasýn- ing og messa í kirkju Árbæjarsafns klukkan 14.00 þar sem Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar og að venju verður heitt á könnunni í Dillons húsi. Safnið verður opnað klukkan 10.00 á morgun og stendur dag- skráin fram eftir degi. Inn á safnið kostar 1.400 krónur fyrir fullorðna, en aðgangur er ókeypis fyrir börn undir 18 ára aldri, eldri borgara yfir sjötugu og öryrkja. Gera skyr og strokka smjör Á morgun verður nóg um að vera á Árbæjarsafni en þar munu gestir safnsins eiga kost á að fá innsýn inn í hin ýmsu störf og geta meðal annars virt fyrir sér eldsmið að störfum og spreytt sig í skyr- og smjörgerð. AÐEINS 10 MÍNÚTUR Í OFNI Ekki örvænta þótt kök- urnar virðist of lítið bakaðar - þær eiga að vera svona. Unnur Eggertsdóttir söng- og leikkona Fer í brúðkaup Ég er að fara í brúðkaup í dag hjá frænda mínum og ekki nóg með það, þá er ég líka að fara að syngja í kirkj- unni. Þetta verður mjög mikil snilld. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir ritstjóri Blævar Grillar með vinum Ég ætla í grillpartí með vinum mínum og skreppa í Stykkishólm til ömmu. Gera sem flest til þess að gleyma því að ég er ekki á LungA. Salóme R. Gunnarsdóttir leikkona Hefur það gott í London Ég verð í London og hef ekki hug- mynd hvað ég ætla að gera, en mig grunar nú að það verði ekki mikið mál að finna gott leikhús, gott fólk og góðan mat að borða. Uppástungur eru vel þegnar með hugskeyti. Júlí Heiðar Halldórsson leikari Garðpartí aldarinnar Ég er að fara í garðpartí aldarinnar hjá tilvonandi bekkjarfélaga mínum í Listaháskólanum. Svo verð ég örugg- lega að vinna á kaffihúsinu Hendur í Höfn í Þorlákshöfn. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -E 4 4 C 1 7 5 3 -E 3 1 0 1 7 5 3 -E 1 D 4 1 7 5 3 -E 0 9 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.