Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 23
ÞJÓÐHÁTÍÐ LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2015 Þjóðhátíðarundirbúningur-inn í ár hefur farið vel af stað. „Við tjölduðum veit- ingatjaldinu fyrir Goslokahátíð sem var haldin í lok júní. Það flýtti heilmikið fyrir okkur. Formlegur undirbúningur hófst svo á mánu- dag og er allt á áætlun,“ segir Jó- hann Jónsson, sem kom fyrst að undirbúningi hátíðarinnar árið 1967 og er því f lestum hnútum kunnugur. Undirbúningurinn felst að hans sögn meðal annars í því að innrétta veitingatjaldið, setja upp eldhúsið og reisa hofið og önnur mannvirki sem hátíðinni tengjast. „Auk þess standa nokk- ur mannvirki inni í dal og munar mestu um sviðið sem var reist fyrir nokkrum árum.“ Spurður um nýjungar segir hann menn alltaf vera að vinna sér í haginn til að gera undirbún- inginn sem þægilegastan en að framlagið hverju sinni sé missýni- legt. „Nú erum við breyta innrétt- ingunum í veitingatjaldinu og að klára regnbogahliðið inn í dal- inn sem við byrjuðum á í fyrra en auk þess erum við að smíða nýjar undir stöður undir vitann svo dæmi séu nefnd.“ Allir sem koma að undirbún- ingi hátíðarinnar inna starf sitt af hendi í sjálfboðavinnu. „Við erum að gera þetta fyrir íþróttafélagið okkar og samfélagið. Svo einfalt er það,“ segir Jóhann. Hann segir sjálfboðaliðum hins vegar fara fækkandi og því sé sífellt reynt að gera varanlegri ráðstafanir til þess að minna þurfi að gera fyrir næstu hátíð. Spurður af hverju það stafi að færri bjóði fram krafta sína segir hann komna fram kynslóð sem sé ekki tilbúin til að gefa af sér nema fá það greitt. Fjöldi gesta á Þjóðhátíð hefur mest farið í tæplega sautján þús- und en þeir voru að sögn Jóhanns í kringum fjórtán þúsund í fyrra. „Þetta fer svolítið eftir veðri. Ef það er gott er yfirleitt meiri ferðahugur í fólki. Hins vegar má ekki gleyma því að við höfum góða aðstöðu til að taka á móti fólki ef eitthvað kemur upp á og getum komið öllum í hús ef þannig viðrar. Það er ein- stakt þegar kemur að úti hátíðum en við búum að því að vera inni í bæ en ekki úti í óbyggðum.“ Að mati Jóhanns ættu flestir Ís- lendingar að koma í það minnsta einn dag á Þjóðhátíð enda sé há- tíðin allt öðruvísi en margir halda og mikið um dýrðir. „Þetta er miklu meiri fjölskylduhátíð og hér er meiri nánd en fólk heldur. Hér koma margir ættliðir saman og ef eitthvað bjátar á hjá náung- anum er fólk fljótt að grípa inn í. Miðað við fjölda gesta er því í raun ótrúlega lítið sem kemur upp þótt megi stundum lesa annað af fjöl- miðlaumfjöllun. Fyrir utan hefð- bundna löggæslu og foreldragæslu iðkenda í ÍBV gerir náungagæslan nefnilega mikið gagn.“ Það ættu allir að fara að minnsta kosti einu sinni á Þjóðhátíð Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er kominn á fullt skrið en hann hófst óvenjusnemma í ár. Öll undirbúningsvinnan er unnin í sjálfboðavinnu og gengur allt samkvæmt áætlun. Jóhann Jónsson hefur komið að undirbúningi hátíðarinnar síðan 1967. Þjóðhátíð 2014. Jóhann segir hátíðina meiri fjölskylduhátíð en margir halda. Fjölmörg mannvirki þurfa að rísa á hverju ári og sífellt er reynt að betrumbæta aðstöðuna. Í ár verða innréttingar í veitingatjaldinu með breyttu sniði. Þá er verið að leggja lokahönd á nýtt hlið inn í dalinn. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 4 -3 D 2 C 1 7 5 4 -3 B F 0 1 7 5 4 -3 A B 4 1 7 5 4 -3 9 7 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.