Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 2
18. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRÉTTIR FIMM Í FRÉTTUM VANHELGUN OG RIGNINGARTÍÐ Verslunarmannahelgin á Mallorca VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Verð frá 94.900 kr.* *m.v. 2 fullorðna og 2 börn í eina viku 30. júlí. Verð fyrir 2 fullorðna 134.900 kr. Einnig í boði 23. júlí í 2 vikur SIGRÚN MAGNÚS- DÓTTIR, umhverfisráð- herra og formaður Þing- vallanefndar, segir það vanhelgun og vanvirð- ingu að ferðamenn hægi sér í rjóðri við þjóðargraf- reitinn á Þingvöllum. EDDA JÖRUNDSDÓTTIR hefur sagt upp starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Að óbreyttu hyggst hún starfa í Noregi eftir að uppsögn hennar tekur gildi þann 1. október. JÓHANN G. JÓHANNSSON, kúabóndi á bænum Breiða- vaði á Austurlandi, hefur áhyggjur af túnslætti þetta sumarið. Ekki er byrjað að slá vegna rigninga. ÁSMUNDUR ÁSMUNDS- SON myndlistarmaður er ósáttur við að hafa verið rekinn úr Myndhöggvara- félagi Reykjavíkur. Hann segist sæta ofsóknum og einelti. ➜ Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sendi bankastjóra Lands- bankans bréf þess efnis að bankinn sé velkominn með höfuðstöðvar sínar í bæinn. Mynduð af sjálfri Annie Leibovitz „Sjúklega mikið ævin- týri og súrrealískt,“ sagði fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir um að hafa verið ljósmynduð af heims- fræga ljósmyndar- anum Annie Leibovitz fyrir franska fatamerkið Moncler. GLEÐIFRÉTTIN Norðlæg átt 5-10 m/s með rigningu fyrir norðan og austan og hita á bilinu 3 til 8 stig, en sumarlegra og bjartara veður sunnan- og vestanlands með hita upp í 18 stig suðvestan til. SJÁ SÍÐU 30 VEÐUR SAMGÖNGUMÁL Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi for- gang. Fram til þessa hefur flugturn- inn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda. Valur segir sambærilegt fyrir- komulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekk- ert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notk- un árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Land- eyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggis legir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vest- mannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmanna- eyjaflugvelli um verslunar- mannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættu- ástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvell- inum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við grein- ingu á umferðinni ættu flug- menn og flugfarþegar að kom- ast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flug- völlinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkur- flugvöll en þar er afgreiðslu- tímum úthlutað á helstu álags- tímum sólarhringsins,“ segir Guðni. ingvar@frettabladid.is Gagnrýna takmörkun á einkaflugi á Þjóðhátíð Óánægja er á meðal áhugaflugmanna um takmarkanir á flugumferð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Isavia segir breytinguna gerða til að tryggja flugöryggi. VALUR STEFÁNSSON VIÐ LENDINGU Flugvél lendir á flugvellinum í Vestmannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON LÖGREGLUMÁL Tvö rán í verslun- inni Samkaup í Hófgerði í Kópa- vogi á fimmtudag og síðasta laugar dag hafa verið upplýst. Karl á þrítugsaldri viðurkenndi við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa verið að verki í bæði skiptin. Birtar voru myndir af ræningj- anum í gær og bárust þá ábend- ingar sem leiddu til handtöku. Heimir Ríkarðsson hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu segir að 15 til 20 þúsund krónum hafi verið rænt í hvort skipti. - bo Ránin í Samkaup upplýst: Náðist á mynd og játaði ránin SAMFÉLAG „Við vorum með bænahald þar sem yfir 100 manns mættu og veislu eftir á fyrir alla. Svo skemmtum við okkur og spjölluðum og krakkarnir léku sér,“ segir Ahmad Seddeq, imam Menningarset- urs múslima á Íslandi, en söfnuðurinn fagnaði Eid al-Fitr, fyrsta degi eftir ramadan, föstumánuð múslima, í gær. Ahmad segir að öfugt við ramadan sé harðbannað að fasta á Eid al-Fitr. Aðspurður segir hann að ekki sé erfitt að fasta á Íslandi. Í söfnuð- inum er til dæmis 82 ára gamall maður frá Sýrlandi sem fastaði allan síðasta mánuð. Hann segir auðveldara að fasta hér en í Mið-Austur- löndum þar sem hitinn hér er mun vægari. Ahmad segir líkamann þar að auki venjast föstunni vel. - þea Múslimar héldu upp á lok ramadan víða um heiminn: Glöddust í hoppukastala í sólinni GLEÐI Þessi börn í söfnuði Menningarseturs múslima fögnuðu Eid al-Fitr, fyrsta degi eftir föstulok, með því að skoppa um í hoppukastala. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ REYKJAVÍKURBORG Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í borgarráði segja borgarstjóra ekki líta á borgar- ráð sem stjórnvald sem taki sjálf- stæðar ákvarðanir „heldur stimpil sem hafi það hlutverk að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið“ eins og segir í bókun þeirra. Þar er einnig „flausturslegum og gerræðislegum vinnubrögðum borgarstjóra og formanns borgar- ráðs“ við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs harðlega mótmælt. - gar Deilt á borgarstjóra: Segja ráðningu gerræðislega LANDBÚNAÐUR Afnám eða lækkun stuðnings við landbúnað gæti ógnað fæðu- eða matvælaöryggi en á sama tíma myndi velferð samfélagsins í heild batna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu fimm viðskiptafræðinema við Háskólann á Bifröst. Nemendurnir, Aðalheiður B. Sigurdórsdóttir, Guð- jón F. Gunnarsson, Jóhannes B. Pétursson, Snorri Guðmundsson og Svanberg Halldórsson, komast að þeirri niðurstöðu að neytendur myndu njóta góðs af slíkum breytingum með auknu vöruúrvali og lægra vöruverði en hætta sé á því að staðbundnir erfiðleikar á landsbyggðinni myndu fylgja slíkum breytingum. „Raddir ólíkra hagsmunaaðila hafa ómað hátt síðastliðin misseri í umræðunni um stuðning við íslenskan landbúnað, en lítið hefur farið fyrir tals- mönnum neytenda,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar sammælast um ágæti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu en telja brýnt að endurskoða skilvirkni núgildandi fyrirkomulags. „Það að gagn- rýna núverandi stuðningskerfi og óska þess að það verði mótað að nýjum og breyttum tímum þýðir ekki það sama og að vera á móti bændum. Í því samhengi skora skýrsluhöfundar á stjórnvöld að vera leiðandi afl í upplýstri umræðu í þágu samfélagsins,“ segir í skýrslunni. Telja þau varhugavert að að talsmönnum neytenda eða launþega sé sjaldnast, eða aldrei, boðið til borðs í þau ráð eða nefndir sem móta landbúnaðarstefnu Íslendinga. - fbj Ný skýrsla um stuðning við landbúnaðarkerfið kallar eftir upplýstri umræðu: Afnám stuðnings bætir velferð ENDURSKOÐUN BRÝN Skýrsluhöfundar um landbúnaðar- kerfið telja brýnt að talsmenn neytenda fái pláss við borðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -2 8 A C 1 7 5 3 -2 7 7 0 1 7 5 3 -2 6 3 4 1 7 5 3 -2 4 F 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.