Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 18. júlí 2015 | FRÉTTIR | 11 Sektaðir eftir ísbjarnarárás 1 NOREGUR Fararstjóri hóps tékkneskra ferðamanna hefur verið sektaður um tíu þúsund norskar krónur eftir að ísbjörn réðst á hóp þeirra á Svalbarða þann 19. mars síðastliðinn. Ferðamennirnir voru á Svalbarða til að verða vitni að sólmyrkvanum sem varð 19. mars þegar ísbjörn réðist á tjaldbúðir þeirra um miðja nótt. Einn ferðamannanna vaknaði við það að björninn stóð yfir honum en ferðafélagi hans vaknaði við það og skaut á björninn með skammbyssu. Björninn flúði tjaldbúðirnar en var síðar skotinn af atvinnuveiðimönnum. Umhverfislöggjöf á Svalbarða kveður á um að ferðamenn og heimafólk verði að hafa næga þekkingu á því hvernig eigi að bregðast við við slíkar aðstæður en norsk yfirvöld telja að viðbrögðin hafi verið röng og því hafi sektin komið til. - srs Brutu Genfar- sáttmálann 2 DANMÖRK Danska dag-blaðið Politiken greindi frá því á fimmtudaginn að danski herinn hefði farið á skjön við þætti úr Genfarsáttmálanum með slæmri meðferð sinni á stríðsföngum í Írak. Rannsóknarnefnd danskra stjórnvalda um hernaðinn í Írak varpaði ljósi á málið í skýrslu sem Politiken komst yfir. Samkvæmt skýrslunni framseldi danski herinn tólf íraska fanga til heimamanna árið 2004 þrátt fyrir fyrirmæli um að gera það ekki. Grunur lék á að fangarnir myndu hljóta dauðarefsingu í með- ferð nýrra íraskra stjórnvalda en Genfarsáttmálinn bannar dauðarefsingar stríðsfanga. Alls voru um 500 stríðs- fangar í haldi danska hersins á meðan á stríðinu stóð, en herinn hélt engar skrár um fangana, enda einungis 43 fangar skráðir af þeim 500 sem voru í haldi. - srs Vilja tryggja rétt Sama 3 FINNLAND Sex hagsmunasamtök Sama í Finnlandi hafa sent ríkisstjórninni áskorun þess efnis að áherslur Samaþingsins verði teknar inn í áherslur nýrrar ríkisstjórnar í Finnlandi. Pentti Pieski, formaður einna samtakanna, segir að áskoruninni hafi verið tekið vel af þingmönnum í Finn- landi og ráðamönnum. Markmið áskorunarinnar er að vekja fólk í Finnlandi til umhugsunar um réttindi og veruleika Sama sem bæði búa í finnskum borgum og í Lapplandi. Auk þess er von- ast til að áskorunin efli tengsl Samaþingsins og finnska þingsins í Helsinki. Pieski segir fjölda Sama búa í finnskum borgum en réttindi þeirra eru ekki tryggð með sama hætti og þeirra sem búa í Norður-Finnlandi og við heimskautabaug. Finnska stjórnarskráin gerir grein fyrir því að Samar hafi rétt til að upplifa menningarlega arfleifð sína en Pieski segir að réttindi Sama í Suður-Finnlandi séu ekki jöfn réttindum Norður-Sama. - srs NORÐURLÖND 1 2 3 Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -9 6 C C 1 7 5 5 -9 5 9 0 1 7 5 5 -9 4 5 4 1 7 5 5 -9 3 1 8 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.