Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.07.2015, Blaðsíða 30
FÓLK|HELGIN Laugardagur er nammidagur hjá mörgum og því viðeigandi að fá sér eitthvað gott í dag. Á vefsíðunni simnet.is/uppskriftir má finna fullt af uppskriftum að ýmsu góðgæti, meðal annars þessar tvær sem eru auk þess frekar einfaldar. DÖÐLUMARSIPAN 100 g súkkulaði Döðlumauk 50 g döðlur 15 g púðursykur 6 msk. vatn Kartöflumarsipan 1-2 stór soðin afhýdd og köld kartafla 100-200 g flórsykur ¼ tsk. möndludropar Bræðið 50 g súkkulaði, fóðrið lítið box eða form með smjörpappír, hellið súkkulaði í svo það hylji botninn, setjið í ísskáp og látið storkna. Sjóðið döðlumaukið í gróft, ekki of blautt mauk. Búið til marsipan úr kartöflum eða kaupið tilbúið. Bætið flórsykri í þar til hnoðunar hæft, fletjið út. Sniðugt er að nota filmu eða hafa plastpoka á milli þegar marsipanið er flatt út. Setjið marsipanið ofan á kalt súkkul- aðið og svo döðlumaukið ofan á það. Hyljið síðan með súkkulaði. Kælið og skerið í viðráðanlega bita. KRYDDAÐ SÆLGÆTI 50 g súkkulaði 2 msk. appelsínubörkur 12 saltstangir Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, blandið berkinum í og svo gróf- brotnum saltstöngunum. Fletjið út á smjörpappír, ekki of þunnt. Látið kólna og skerið niður. Til tilbreytingar er hægt að nota sítrónubörk í stað appelsínubarkar og annað snakk eins og Doritos, popp, kornflögur eða Ritzkex í staðinn fyrir saltstangir. LJÚFFENGT HELGARNAMMI Það er skemmtileg tilbreyting að búa sér til sitt eigið laugardagsnammi í stað þess að kaupa það á nammibarnum. Hér eru tvær gómsætar uppskriftir. SÆTT OG SALTAÐ Þessir bitar samanstanda af súkkulaði, appelsínuberki og saltstöngum. DÖÐLUGOTT Döðlumarsipan rennur ljúflega niður. Tólf klukkutíma maraþontónleikar, KEXPort, verða haldnir úti í portinu fyrir aftan Kex Hostel í dag og hefjast þeir klukkan tólf. „Þetta verða fyrst og fremst dúndur tónleikar. Það verða hér tólf bönd og er þau mjög fjölbreytt, það verða nokkur stór nöfn eins og Sóley, Hljómsveitin Valdimar, Agent Fresco, Ojbarasta og Emmsjé Gauti. Svo verða nokkur minni inn á milli líka, til dæmis Gísli Pálmi, Rökkurró, Kælan mikla og Teitur Magnússon. Þannig að þetta eru upprenn- andi og ráðsettari bönd í bland,“ segir Benedikt Reynisson, tónlistarstjóri á Kexi. ALLT ÞAÐ BESTA Í BEINNI KEXPort er haldið í ár í fjórða skiptið en tónleik- arnir komu til vegna samstarfs Kex Hostels og bandarísku útvarpsstöðvarinnar KEXP. „KEXP hefur sent beint út frá tónleikum á Kexi Hosteli frá því í október 2011 eða nokkrum mánuðum eftir að staðurinn var opnaður. Útsendingarnar vöktu athygli á Kexi og vildu aðstandendur staðarins þakka stöðinni fyrir og ákváðu því að halda tón- leikana KEXPort til heiðurs KEXP. Stöðin hefur síðan sent beint út frá tónleikum sem hér hafa verið haldnir, allt það besta úr íslensku tónlistar- flórunni, meðal annars frá Iceland Airwaves og ætla þeir að gera það aftur í ár.“ Tónleikunum verður streymt í beinni á netinu þannig að þeir sem komast ekki til að fá stemn- inguna beint í æð geta fylgst með á netinu. „Við eigum von á að færri komist að en vilja í dag en við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna að koma með góða skapið með sér. Það er ókeypis inn og yfir þrjú þúsund manns búnir að tilkynna komu sína á Facebook. Á KEXPort í fyrra voru mest um fimmtán hundruð manns hér í portinu í einu. Það verður góð stemning í allan dag og veðrið lítur út fyrir að verða okkur hagstætt þannig að þetta verða án efa flottustu tónleikarnir í Reykjavík í dag,“ segir Benedikt og brosir. UMFANGSMIKIL FRAMKVÆMD Hann segir svona maraþontónleika vera umfangs- mikla í framkvæmd og marga sem koma að þeim. „Undirbúningurinn fyrir þessa tónleika tók um tvo mánuði í heild. Það er margt og margir sem þurfa að stilla sig saman, tónlistarmenn, hljóðmenn, mynda- tökumenn, tæknimenn og fleiri því sent verður beint út í Seattle í gegnum KEXP. Stöðin hefur, eins og áður segir, unnið flott starf fyrir íslenska tónlist og kynnt hana vel í Bandaríkjunum. Hún er með eigin Youtube-rás sem er með yfir sex hundruð þúsund áskrifendur þannig að þetta er gott tækifæri fyrir ís- lenskar hljómsveitir til að vekja athygli á sér.“ TÓNLEIKAR UNDIR BERUM HIMNI TÓNLEIKAR KEXPort verður haldið í fjórða skiptið í dag en þar koma fram tólf bönd á tólf klukkustunda löngum tónleikum. Ókeypis er inn fyrir alla. Í PORTINU Benedikt Reynisson, tónlistarstjóri Kex, er einn af þeim sem hafa veg og vanda af skipulagningu KEXPort. MYND/ERNIR GÓÐ STEMNING Það var mikil stemning á KEXPort í fyrra og um 1.500 manns í einu í portinu þegar mest lét. Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS P R E N T U N IS Bestu meltingargerlar sem ég hef prófað Víðir Þór Þrastarsson, íþrótta- og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands. Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -C 8 2 C 1 7 5 5 -C 6 F 0 1 7 5 5 -C 5 B 4 1 7 5 5 -C 4 7 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.