Fréttablaðið - 18.07.2015, Page 11

Fréttablaðið - 18.07.2015, Page 11
LAUGARDAGUR 18. júlí 2015 | FRÉTTIR | 11 Sektaðir eftir ísbjarnarárás 1 NOREGUR Fararstjóri hóps tékkneskra ferðamanna hefur verið sektaður um tíu þúsund norskar krónur eftir að ísbjörn réðst á hóp þeirra á Svalbarða þann 19. mars síðastliðinn. Ferðamennirnir voru á Svalbarða til að verða vitni að sólmyrkvanum sem varð 19. mars þegar ísbjörn réðist á tjaldbúðir þeirra um miðja nótt. Einn ferðamannanna vaknaði við það að björninn stóð yfir honum en ferðafélagi hans vaknaði við það og skaut á björninn með skammbyssu. Björninn flúði tjaldbúðirnar en var síðar skotinn af atvinnuveiðimönnum. Umhverfislöggjöf á Svalbarða kveður á um að ferðamenn og heimafólk verði að hafa næga þekkingu á því hvernig eigi að bregðast við við slíkar aðstæður en norsk yfirvöld telja að viðbrögðin hafi verið röng og því hafi sektin komið til. - srs Brutu Genfar- sáttmálann 2 DANMÖRK Danska dag-blaðið Politiken greindi frá því á fimmtudaginn að danski herinn hefði farið á skjön við þætti úr Genfarsáttmálanum með slæmri meðferð sinni á stríðsföngum í Írak. Rannsóknarnefnd danskra stjórnvalda um hernaðinn í Írak varpaði ljósi á málið í skýrslu sem Politiken komst yfir. Samkvæmt skýrslunni framseldi danski herinn tólf íraska fanga til heimamanna árið 2004 þrátt fyrir fyrirmæli um að gera það ekki. Grunur lék á að fangarnir myndu hljóta dauðarefsingu í með- ferð nýrra íraskra stjórnvalda en Genfarsáttmálinn bannar dauðarefsingar stríðsfanga. Alls voru um 500 stríðs- fangar í haldi danska hersins á meðan á stríðinu stóð, en herinn hélt engar skrár um fangana, enda einungis 43 fangar skráðir af þeim 500 sem voru í haldi. - srs Vilja tryggja rétt Sama 3 FINNLAND Sex hagsmunasamtök Sama í Finnlandi hafa sent ríkisstjórninni áskorun þess efnis að áherslur Samaþingsins verði teknar inn í áherslur nýrrar ríkisstjórnar í Finnlandi. Pentti Pieski, formaður einna samtakanna, segir að áskoruninni hafi verið tekið vel af þingmönnum í Finn- landi og ráðamönnum. Markmið áskorunarinnar er að vekja fólk í Finnlandi til umhugsunar um réttindi og veruleika Sama sem bæði búa í finnskum borgum og í Lapplandi. Auk þess er von- ast til að áskorunin efli tengsl Samaþingsins og finnska þingsins í Helsinki. Pieski segir fjölda Sama búa í finnskum borgum en réttindi þeirra eru ekki tryggð með sama hætti og þeirra sem búa í Norður-Finnlandi og við heimskautabaug. Finnska stjórnarskráin gerir grein fyrir því að Samar hafi rétt til að upplifa menningarlega arfleifð sína en Pieski segir að réttindi Sama í Suður-Finnlandi séu ekki jöfn réttindum Norður-Sama. - srs NORÐURLÖND 1 2 3 Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -9 6 C C 1 7 5 5 -9 5 9 0 1 7 5 5 -9 4 5 4 1 7 5 5 -9 3 1 8 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.