Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 27

Fréttablaðið - 18.07.2015, Side 27
Styr vakti athygli fyrir tveimur árum þegar hann var valinn til að fara með aðalhlutverk í bíómyndinni Falsk- ur fugl. Hann hefur alla tíð haft áhuga á leiklist og er ánægður með þá miklu reynslu sem hann fékk á þessum tíma. „Kvikmynda- gerð hefur alltaf heillað mig ekki síður en leiklistin. Ég gæti vel hugsað mér að starfa við eitt- hvað henni tengt í framtíðinni,“ segir hann. Styr fór með hlut- verk Arnaldar í myndinni, sem var byggð á skáldsögu Mikaels Torfasonar, og fékk mjög góða dóma. Meðal annars var sagt um leik Styrs í myndinni: „Þar spilar aðalleikarinn, Styr Júlíusson, stóran þátt, og eina stundina langar mann að gefa honum vinalegt faðmlag og þá næstu vill maður helst senda hann í sveit. En þarna er hæfileikaríkur piltur á ferðinni sem spennandi verður að fylgjast með,“ sagði Haukur Viðar Alfreðsson í Fréttablaðinu. ÓVÆNT TILBOÐ Það komu þó önnur tilboð en leikur í bíómyndum upp í hend- urnar á Styr. Hann fór í ferðalag með móður sinni fyrr á þessu ári til Parísar og þá varð kúvending í lífi hans. „Við mamma fórum út að borða í París og þá kom fólk frá þessari umboðsskrifstofu og bauð mér að koma á skrifstofuna og hitta sig. Ég hef reyndar lent í slíku áður en síðan hefur lítið orðið úr hlutunum. Ég ákvað samt að fara í heimsókn daginn eftir og í framhaldinu var mér boðið að sýna fyrir Sacai á tísku- vikunni í París,“ segir Styr. Þess má geta að Sacai er risa- stórt hönnunarmerki og býður bæði kven- og herrafatnað. Sacai á uppruna sinn í Japan en merkið fæst nú um allan heim. „Ég var síðan í tveimur stórum verkefn- um hjá New Madison fyrr í þess- um mánuði, fór meðal annars til New York og svo fór ég í verkefni fyrir tímarit. „Mér fannst gaman að prófa þennan bransa og sér- staklega að fá að ferðast. Ég von- ast til að það verði fleiri ferðalög í haust,“ segir Styr sem er núna í fríi á Íslandi og starfar sem þjónn á veitingahúsinu Snaps. STYR JÚLÍUSSON, FYRIRSÆTA OG LEIKARI „Ég var heppinn,“ segir Styr sem hlakkar til spennandi hausts í fyrirsætubransanum. MYND/ERNIR UPPGÖTVAÐUR Í PARÍS FRAMABRAUT Styr Júlíusson er 22 ára og þegar kominn með fyrirsætusamn- ing hjá þekktri franskri umboðsskrifstofu, New Madison. Honum var boðið módelstarf þegar hann sat á veitingahúsi í París. Hann er í fríi núna en síðan verður haldið til Frakklands á ný og jafnvel Asíu. MEIRIHÁTTAR ÚTITÓNLEIKAR Tólf tíma maraþontónleikar verða í KEXPorti í dag. Dúndurtónleikar þar sem tólf bönd koma fram. Ekki sak- ar að það er ókeypis inn og margt skemmtilegt í boði. Síða 4 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -C 8 2 C 1 7 5 5 -C 6 F 0 1 7 5 5 -C 5 B 4 1 7 5 5 -C 4 7 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.