Fréttablaðið - 10.07.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 10.07.2015, Síða 4
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LEIÐRÉTT Myndir víxluðust í liðnum Svipmyndin í Markaðnum í gær. Þar sem átti að birtast mynd af Bolla Thoroddsen var mynd af Daða Sverrissyni. Þar sem átti að birtast mynd af Daða Sverrissyni var mynd af Bolla Thoroddsen. Hlutaðeig- andi eru beðnir velvirðingar á þessu. Hrósarðu appi yfir forritinu? Ég kl-appa fyrir því. Daði Hreinsson er framkvæmdastjóri leigubílsstöðvarinnar Taxi Service. Stöðin mun á næstu dögum gefa út snjallforrit, eða app, til að auðvelda pöntun leigubíla og svipar forritinu til þjónustu nýsköpunarfyrir- tækisins Uber. SPURNING DAGSINS ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android EFNAHAGSMÁL Á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti og boðar frekari hækkanir til þess að draga úr verðbólgu eykur hann peningamagn í umferð með inn- gripum á gjaldeyrismarkaði, segir í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Efnahagssviðið segir að inngrip Seðlabankans séu óstýfð, sem þýði að bankinn beiti ekki mótvægis- aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að peningamagn aukist í umferð. Már Guðmundsson seðla- bankastjóri segir aftur á móti að Samtök atvinnulífsins vanmeti hversu stýfð inngrip Seðlabank- ans séu. Seðlabankinn myndi mót- vægi gegn gjaldeyriskaupunum til að koma í veg fyrir áhrif á pen- ingamagn eða vexti. „Við stýfum þetta með tvennum hætti. Annars vegar eru það við- skipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá áramótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af mark- aðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikn- inga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga,“ segir Már. Hann bætir því við að það geti komið upp dagamunur á því að stýfingin eigi sér stað. Már ítrekar að þess sjáist ekki merki að aukning peningamagns í umferð sé meiri en eðlilegt er í ljósi hagvaxtar og verðbólgu. Vöxturinn hafi þvert á móti verið veiklulegur. „Við vorum að gefa út okkar Peningamál í maí og þá kom fram að ársvöxtur leiðrétts peningamagns, þar sem er leið- rétt fyrir innstæðum fallinna fjármálastofnana, hefur dreg- ist saman undanfarið ár og verið undir nafnvexti landsframleiðslu síðustu ársfjórðunga,“ segir Már. Hann bætir við að ef inngripin hefðu verið óstýfð þá hefði það sést mjög greinilega í lækkun vaxta á peningamarkaði. Már segir það rétt að það hefði meiri áhrif til lækkunar á verð- bólgu til skamms tíma ef geng- inu yrði leyft að hækka. „En það er ekki víst að það yrði langvar- andi vegna þess að við vitum ekki hversu langvarandi þetta innflæði verður,“ segir Már. Verkefni bankans undan farið hafi einkum snúist um tvennt. Annars vegar að stuðla að því að verðbólgan fari ekki of hátt í fram- haldi af kjarasamningum. Hins vegar að búa í haginn fyrir losun hafta. Vextir hafi verið hækkað- ir til að verjast verðbólgunni og gjaldeyrisforði, sem er ekki fjár- magnaður með erlendum lánum, stækkaður til að búa í haginn fyrir losun hafta. Efnahagssvið SA segir að þegar innflæði gjaldeyris sé eins mikið og raun ber vitni gæti bankinn losað frekar fyrir kaup innlendra aðila, til dæmis lífeyrissjóða, á eignum erlendis. Már segir að þetta sé allt í undirbúningi. Eftir því sem staðan sé betri, þá sé hægt að hleypa þeim út með meira. „Slíkt krefst í núverandi tilfelli undanþágu en er í vinnslu,“ segir Már. Hins vegar megi ekki ganga of langt í þessu. Það sé ákveðin áhætta í því fólgin að hleypa lang- tímafjárfestingu út á móti skamm- tímainnflæði. jonhakon@frettabladid.is 24 milljarða eignir ESÍ seldar til að vinna gegn verðbólgu Efnahagssvið SA segir Seðlabanka Íslands vinna gegn markmiðum um verðstöðugleika með inngripum á gjald- eyrismarkaði. Seðlabankastjóri segir bankann beita mótvægisaðgerðum sem dragi úr peningamagni í umferð. Við stýfum þetta með tvennum hætti. Már Guðmundsson seðlabankastjóri. ÓSTÝFÐ INNGRIP? Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins vanmeta mótvægisaðgerðir Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAG Eitt af þeim atriðum sem eru til athugunar í endur- skoðun laga um fullnustu refsinga eru heimildir þeirra er afplána refsingu í fangelsum til aðgangs að netinu. Innanríkisráðuneytið vinnur nú að heildarendurskoðun laganna, en samkvæmt gildandi lögum er föngum bannað að hafa nettengd- ar tölvur. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að fangelsismálastjóri, Páll Winkel, og yfirmaður í fang- elsinu að Litla-Hrauni, Margrét Frímannsdóttir, vilji bæði að föng- um sé heimilt að hafa nettengdar tölvur. Þá eru þau sammála um að skoða eigi hvort það væri ekki eðli- legur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu. Þannig gæti dregið úr neikvæðum afleiðingum frelsissviptingar. Þá var greint frá því að að undanförnu hefur það aukist að svokölluðum netpungum, sem gera fólki kleift að tengjast net- inu hvar sem er, sé smyglað inn í fangelsið. Mikil vinna fer í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í klefum sínum. - ngy Ráðuneytið vinnur nú að heildarendurskoðun laga um fullnustu refsinga: Skoða hvort fangar fái netaðgang NEYTENDAMÁL Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra hefur boðað afnám tolla af tæplega tvö þús- und vörutegundum. Markmiðið er að lækka vöruverð og bæta sam- keppnishæfni seljenda á innlend- um markaði. Ekki stendur til að lækka tolla á matvöru í þessum tillögum fjár- málaráðherra. Ólafur Þ. Stephen- sen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, undrast að mat- vara skuli vera undanskilin í þessum tillögum. „Við fögnum að sjálfsögðu afnámi tolla en skiljum ekki af hverju matvara sé þar undanskilin. Það gilda engin önnur lögmál um kaup og sölu á mat- vælum en öðrum vörutegundum,“ segir Ólafur. „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðavið- skiptum í heild sinni. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöru,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu. Bjarni tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann sagði verslun með föt og skó eiga sér stað erlendis. „Almenn vörugjöld hafa verið aflögð. Til- tekt í tollum er næst á dagskrá. Þetta eru afar mikilvæg framfara- skref fyrir neytendur, verslun og viðskipti,“ skrifaði Bjarni. - sa Fjármálaráðherra boðar afnám 1.933 vörutolla í tveimur skrefum: Undrast að matur sé ekki með LITLA-HRAUN Ráðuneytið skoðar hvort fangar fái að fara á netið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN FÉLAGSMÁL Dalbær, heimili aldraðra á Dalvík, hefur fengið nokkrar góðar gjafir á þessu ári að því er greint var frá á síðasta stjórnarfundi heimilisins. Kvenfélagið Tilraun færði Dalbæ eina milljón króna í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Saga Árna- dóttir gaf Dalbæ hárþurrku á armi sem sett var upp í hársnyrtistofu heimilisins. Þá gaf fyrirtækið Pró- mens heimilinu veglegt gasgrill. Það var vígt með sameiginlegu úti- grilli íbúa og starfsmanna fyrir um tveimur vikum. - gar Góðar gjafir til Dalbæjar: Fengu milljón og hárþurrku BANDARÍKIN Auk 15 sumarfrísdaga og helgidaga á launum fá starfs- menn bandaríska fyrirtækisins FullContact 7.500 Bandaríkjadala greiðslu að uppfylltum skilyrðum. Þeir verða að verja fénu í ferða- lag, mega ekki skoða vinnutölvu- póstinn, senda smáskilaboð eða hringja vegna vinnunnar. Öll vinna er bönnuð í fríinu. Framkvæmda- stjórinn, Bart Lang, er sannfærð- ur um að þetta gagnist fyrirtæk- inu, að því er kemur fram í frétt Business Insider. - ibs Ferðafé gegn skilyrðum: Greiðir ferðalag starfsmanna FERÐAÞJÓNUSTA Þingvallanefnd hefur ákveðið að hefja innheimtu bílastæðagjalds á þremur bíla- stæðum á Þingvöllum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá þjóð- garðsverði. Þjónustugjaldi þessu er ætlað að standa undir kostnaði við rekstur bílastæðanna. Gjaldið fyrir hvern einkabíl verður 500 krónur en 3.000 krónur fyrir rútur. Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið í allt að sólarhring. - sa Gjaldskrá samþykkt: Notkun bíla- stæða gjaldskyld ÞINGVELLIR Þrjú þúsund krónur kostar að leggja rútu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 4 -3 8 3 C 1 7 5 4 -3 7 0 0 1 7 5 4 -3 5 C 4 1 7 5 4 -3 4 8 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.