Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 6

Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 6
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað voru mörg af 123 frum- vörpum ríkisstjórnarinnar samþykkt á nýafstöðnu þingi? 2. Hver voru heildarútgjöld gesta á Iceland Airwaves í fyrra? 3. Hver er staðartónskáld sumarsins í Skálholti? SVÖR: 1. 90. 2. 1,6 milljarðar króna. 3. Stefán Arason. VEISTU SVARIÐ? VELFERÐARMÁL Kosta mun ríkið sjö til níu milljarða króna á ári að draga úr tekjutengingum almannatrygginga verði farið að tillögum nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Stefnt er að því að nefndin skili af sér tillögum í næsta mánuði. Nefndin leggur til að grunnlíf- eyrir, tekjutrygging og fram- færsluuppbót verði sameinuð í eitt kerfi. „Einföldun kerfisins mun fylgja nokkur kjarabót fyrir öryrkja og aldraða,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins og formaður nefndarinnar. Samkvæmt tillögunum verða tekjur vegna almannatrygginga ekki skertar umfram 45 prósent en nú er skerðing bóta allt að 100 prósent. „Að meðaltali eru aðrar tekjur að skerða rétt hjá almanna- tryggingum um 56 til 58 prósent,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands og einn nefndarmanna. Þorsteinn segir að tillögurnar muni gera öryrkjum og elli líf- eyris þegum auðveldara að starfa. „Ellilífeyrisþegar verði þá virk- ir lengur á vinnumarkaði og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna,“ segir hann. „Það þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið að veruleika,“ segir Þorsteinn. Til að mynda þurfi ríki, sveitarfélög og almennur vinnumarkaður að bjóða þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf. Einnig er stefnt að því að nefndin leggi fram tillögur um að örorkumatskerfið verði lagt niður en í stað þess tekið upp kerfi starfsgetumats. Þá fái þeir sem metnir eru með 50 til 75 prósenta örorku hálfar örorkubætur í stað mun lægri örorkustyrks nú. Leggja á til að sá hluti tillagn- anna sem fjallar um skerðingu almannatrygginga og starfs- getu mat komi til framkvæmda á fjórum árum. Nefndin leggur einnig til að lífeyrisaldur verði hækkaður en jafnframt gerður sveigjan- legri. Þannig muni lífeyrisaldur- inn hækka úr 67 ára í 70 ára á 24 árum. Fyrstu 12 árin hækki líf- eyrisaldurinn um tvo mánuði á ári en eftir það um einn mánuð á ári. Þá verði hægt að flýta eða seinka töku lífeyris þannig að hægt verði að fara á eftirlaun á aldursbilinu 65 til 75 ára. Ekki er ljóst hvaða áhrif það muni hafa á ríkissjóð að taka upp starfsgetumat og hækka lífeyris- tökualdur. Gylfi segir að sparn- aður gæti hlotist af því að fleiri öryrkjar gætu farið undir 75 pró- senta örorku. „Það væru kannski fleiri sem myndu sætta sig við hlutamatið og myndu þá vinna meira á móti,“ segir Gylfi. ingvar@frettabladid.is Kostar allt að níu milljarða að draga úr skerðingum Kosta mun ríkissjóð allt að níu milljarða króna á ári að draga úr skerðingum almannatrygginga verði tillögur nefndar um endurskoðun kerfisins að veruleika. Nefndin leggur til að skerðingar verði að hámarki 45 prósent. Einnig er lagt til að fleiri fái örorkubætur en nú. Þá verði lífeyrisaldur hækkaður og hann gerður sveigjanlegri. GJÖRBREYTT KERFI Breytingarnar á almannatryggingakerfinu sem nefndin leggur til eru einhverjar þær viðamestu sem gerðar hafa verið verði þær að lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ein- földun kerfisins mun fylgja nokkur kjarabót fyrir öryrkja og aldraða. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Mótaplötur og bitar Austurrísk gæði! Leitið tilboða! DÓMSMÁL Fyrrverandi kærasti og barnsfaðir konu hefur verið úrskurðaður í nálgunarbann gegn henni. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn á þriðjudag. Fram kemur í dómnum að mað- urinn hafði ruðst inn á heimili konunnar, brotið þar keramik- disk og valdið því að sprunga kom í vegg. Þá hafi hann farið út en sparkað upp hurðinni að nýju. Bannið gildir í þrjá mánuði. Maðurinn má ekki koma nær en 50 metra frá heimili hennar. - snæ Nálgunarbann staðfest: Pabbi brjálaður að sögn barna BANDARÍKIN Eftir þrettán tíma rökræður ákvað þing Suður-Kar- ólínu að taka suðurríkjafánann niður af minnisv arða í Kólumbíu. Suðurríkjafáninn hefur lengi verið notaður af rasistum í Bandaríkjunum sem vilja veg hins hvíta kynstofns meiri en annarra. Ræður þingmanna voru til- finningaríkar og jafnvel féllu tár. Atkvæði voru greidd um að taka fánann niður og voru 94 sam- þykkir en tuttugu á móti. - snæ Dómstóll hefur úrskurðað: Suðurríkjafáni tekinn niður VIÐ HÚN Fáninn sem nú hefur verið fjarlægður úr höfuðborginni. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Fjarskiptafyrirtækið TSC ehf. hefur höfðað skaðabóta- mál gegn Símanum hf. vegna brota á samkeppnislögum. Forsaga málsins er að árið 2009 sektaði Samkeppniseftirlitið Sím- ann um 150 milljónir króna fyrir að beita ólögmætum viðskipta- hindrunum eftir að TSC, sem eink- um starfar á Snæfellsnesi, kvart- aði til stofnunarinnar. Samkeppniseftirlitið taldi sann- að að Síminn hefði hindrað TSC í að taka þátt í samkeppni á Snæ- fellsnesi. Brotin fólust m.a. í að Síminn hindraði aðgang TSC að flutningskerfi Símans vegna dreif- ingar á sjónvarpsefni Skjás eins. Síminn áfrýjaði málinu til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektina í 50 milljón- ir króna vegna bágrar fjárhags- stöðu Símans. Málið endaði fyrir Hæstarétti Íslands sem staðfesti brot Símans. - ih Síminn var sektaður um 50 milljónir króna vegna brota á samkeppnislögum: TSC krefur Símann um bætur SÍMINN TSC vill að Síminn greiði fyrir- tækinu bætur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÍNA Þeir 205 Kínverjar sem í mars síðastliðnum áttu millj- arð Bandaríkjadala eða meira hafa tapað sem nemur 26 þúsund milljörðum króna síðasta mán- uðinn, eða 195 milljörðum Banda- ríkjadala. Tapið má rekja til hruns fjármálamarkaða í Kína. Samkvæmt útreikningum For- bes áttu þessir ríkustu menn Kína samtals um 75.331 milljarð króna fyrir hrunið. Árið áður áttu þeir 26.666 milljörðum minna, en ljóst er að hagnaður síðasta árs hefur þurrkast upp við hrunið. Fasteignajöfurinn Wang Jianlin, ríkasti maður Kína, hefur tapað um þúsund milljörðum. Eigandi vefverslunarinnar Alibaba, Jack Ma, hefur hins vegar tapað um 500 milljörðum. Einungis fimm af þeim 205 Kín- verjum sem eiga milljarð Banda- ríkjadala eða meira hafa ekki tapað peningum í hruninu. Sá eini sem hefur hagnast síðasta mán- uðinn er Ma Jianrong, sem hefur auðgast á prjónuðum fötum. Kínverski hlutabréfamarkaður- inn hefur fallið mikið frá því í júní. Markaðir hafa á þeim tíma fallið um nærri þriðjung. Fall markaðanna nemur um þrjú þúsund milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 402 þúsund milljörðum króna. Til samanburðar nema títt ræddar heildarskuldir Grikkja um 47.139 milljörðum króna. - þea Frjálst fall fjármálamarkaða í Kína hefur víðtæk áhrif á allra ríkustu fjárfesta: Hinir ríkustu tapa milljörðum TAP Jack Ma, eigandi Alibaba, hefur miklu tapað í kínverska hruninu. NORDICPHOTOS/AFP ➜ Samkvæmt útreikn- ingum Forbes áttu þessir ríkustu menn Kína samtals um 75.331 milljarð króna fyrir hrunið. HJÁLPARSTARF Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar, þær Lilja Óskarsdóttir og Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, eru nú staddar í norðurhluta Nepals við hjálpar- störf. Þær eru þar á vegum Rauða krossins og sinna hjúkrun í tjald- sjúkrahúsi á svæðinu Chautara. Lilja hefur áður starfað fyrir Rauða krossinn í Suður-Súdan en Ágústa er í fyrsta sinn á vegum hans. Hún vann áður á Landspítal- anum. - snæ Tvær íslenskar konur hjálpa: Rauði krossinn sendir til Nepal prósent er hámarksskerð- ingarhlutfall almannatrygg- inga samkvæmt tillögum nefndarinnar. 45 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 5 -0 2 A C 1 7 5 5 -0 1 7 0 1 7 5 5 -0 0 3 4 1 7 5 4 -F E F 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.