Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.07.2015, Blaðsíða 42
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 FÖSTUDAGUR FULLUR GÁMUR AF MONGOOSE HJÓLUM SEM VIÐ ÞURFUM A Ð LOSNA VIÐ - STR AX! SÖLUMENN OKKA R VERÐA Í SAMNIN GSSTUÐI! SÍÐASTI SÉNS AÐ T RYGGJA SÉR HJÓL Á FÁ RÁNLEGU VERÐI! FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR! HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS ALLT AÐ50% AFSLÁTTUR LOKADAGUR Á MOR GUN! OPIÐ FRÁ 10 - 16 GÁMA-SALA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10. JÚLÍ 2015 Tónleikar 11.00 Íslensk tónlistarsaga í tali og tónum. Söngdagskrá í Hannesarholti, Grundarstíg 10, á ensku og þýsku. Kynnir og píanóleikari er Júlíana Rún Indriðadóttir. Halldóra Eyjólfsdóttir messósópran syngur. Tvennir tónleikar fara fram í dag, klukkan 11.00 á ensku og klukkan 13.00 á þýsku. 14.00 Elfa Dröfn Stefánsdóttir messó- sópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tónleikarnir hefjast klukkan 14.00 og kostar 2.900 krónur inn. 20.00 Sætabrauðsdrengirnir, þeir Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson, Hlöð- ver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson, ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara, koma fram á tónleikum í Borgarneskirkju í kvöld klukkan 20.00. Það er alltaf stutt í glens og gaman hjá þessum Sætabrauðsdrengjum. Allt frá ljúflingslögum Fúsa Halldórs yfir í Stína ó Stína og Hæ Mambó! 21.00 DJ Atli Kanill þeytir skífum á Boston í kvöld og hefur leik klukkan 21.00. 21.00 DJ Styrmir Dansson ætlar að skemmta gestum á Bar Ananas og hefst gleðin klukkan 21.00. 21.00 DJ Ísar Logi kemur fram á Bravó í kvöld og hefst skemmtunin klukkan 21.00. 22.00 Hljómsveitin Kiriyama Family kemur fram á tónleikum á Gauknum í kvöld og hefjast þeir klukkan 22.00. 22.00 DJ CasaNova ætlar að skemmta fólki á Kaffibarnum í kvöld og hefst gleðin klukkan 22.00. 22.00 Altostratous og Par Ðar koma fram á tónleikum á Bar 11 í kvöld og hefjast þeir klukkan 22.00. 22.00 Rokksveitina HAM ætti að vera óþarft að kynna enda er hljómsveitin löngu orðin að goðsögn í lifanda lífi meðal íslenskra rokkunnenda. HAM lék á Græna hattinum í kjölfar útkomu plötunnar en síðan eru liðin nokkur ár og hafa norðanmenn lengi beðið óþreyjufullir eftir næstu heimsókn. Þeirri bið lýkur þann 10. júlí en þá mun hljómsveitin halda tónleika á Græna hattinum. Aðeins flón leyfa sér að missa af þessu gullna tækifæri til að berja eina helstu rokkgoðsögn Íslands augum. Tónleikarnir á Græna hattinum í kvöld hefjast klukkan 22.00 og kostar 3.000 krónur inn. 23.00 Sváfnir Sigurðarson og félagar leika og syngja á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Aðgangur er ókeypis! Sýningar 16.00 Sirkus Íslands ferðast um landið í sumar og verður á Klambratúni í Reykjavík 9.-12. júlí og 7.-23. ágúst. Í Reykjavík sýnir sirkusinn þrjár mis- munandi sýningar: Fjölskyldusýninguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og fullorðinskabarettinn Skinnsemi. Sirkusinn sýnir í sirkustjald- inu Jöklu sem verður tjaldað á Klambra- túni. Hér fyrir neðan eru nánari upp- lýsingar um hverja sýningu fyrir sig. Sýningarnar í dag fara fram klukkan 16.00 og klukkan 20.00. 20.00 Let’s talk Arctic er nýr íslenskur einleikur sem segir sögu Íslands, Íslend- inga og þá sérstaklega Eyfirðinga á aðeins einni klukkustund. Benedikt Karl Gröndal er eini leikari sýningarinnar og bregður hann sér í hlutverk meðal annars Danakonunga, Helga magra, Þórunnar Hyrnu, heimsskautarefs og auk fjölda annarra persóna. Leikstjórn er í höndum Jóns Páls Eyjólfssonar og handritið skrifa Anna Bergljót Thorarensen, Benedikt Gröndal og Jón Páll Eyjólfsson. Sýningin hefst klukkan 20.00 og fer fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Uppákomur 23.00 Blaz Roca gefur gestum Austur og Priksins miða á Snoop Dogg. Miða- gjöfin fer fram á milli klukkan 23.00 og 02.00 á áðurgreindum stöðum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. „Það var pínu erfitt fyrir okkur að klára þetta ferli. Það var ekkert erfitt að semja þessi lög en það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn,” segir Hallbjörn V. Rúnars- son, betur þekktur sem Halli Valli, gítarleikari og söngvari hljómsveit- arinnar Ælu, en sveitin gaf á dögun- um út plötu sem kallast Vettlingatök. Æla sendir í kjölfarið frá sér myndband við lagið Your Head is my Ground og hefur það vakið talsverða athygli. „Hugmyndin að myndbandinu kviknaði þegar við Óskar félagi minn vorum að horfa á þetta nýja Of Monsters and Men- myndband með Sigga Sigurjóns. Við vildum gera svona grín mynd- band af því, sem væri í svart- hvítu og færi svo yfir í lit þegar hann fer að æla, okkar fannst það mjög sniðugt,“ segir Halli Valli um myndbandið. Myndbandið einkenn- ist einmitt af glæsilegum litum og vígalegri ælu. Emil Ásgrímsson leikstýrir myndbandinu og Óskar Þór Arngrímsson framleiðir, ásamt því að leika í því. Fyrsta plata hljómsveit arinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006 og hefur sveit- in verið fastur liður í dagskrá Ice- land Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu skipa ásamt Halla þeir Hafþór Skúlason á trommur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Péturs- son á gítar. Sveitin kemur fram á Paddys í Keflavík 16. júlí næstkom- andi og þá eru fleiri tónleikar á döf- inni. - glp Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Hljómsveitin Æla sendir frá sér plötu og nýtt myndband sem vakið hefur athygli. FLOTTIR Hljómsveitin Æla ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum á næstunni. „Ótrúlegt en satt, þá er þetta í fyrsta sinn sem við spilum á Rosenberg en það hefur samt verið á planinu í svona tíu ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld og er það í fyrsta sinn sem Dikta kemur fram á þessum vinsæla tónleikastað. „Það var meira að segja áður en staðurinn flutti sem við ákváðum að spila þarna en það hefur dregist aðeins,“ bætir Haukur Heiðar við léttur í lundu. Allir meðlimir sveitarinnar eru miklir aðdáendur staðarins og því mikil tilhlökkun í herbúðum Diktu. „Við höfum allir reglulega farið á tónleika þarna, þetta er frá- bær og í raun einstakur tónleika- staður.“ Hljómsveitin ætlar að leika lög af sínum langa ferli og setja þau í nýjan sparibúning enda verða tón- leikarnir að ákveðnu leyti óraf- magnaðir. „Það verður alveg raf- magn, það verða ljós og svona. Ég verð með rafmagnspíanó en þetta verður tónað niður. Við drögum rokkið aðeins úr þessu,“ útskýrir Haukur Heiðar. Dikta sendir frá sér sína fimmtu breiðskífu í september og ætlar meðal annars að leika lög af þeirri plötu. „Það eru nokkur lög af nýju plötunni sem eru komin í rólegri sparibúning og fólk fær því að heyra rólegu útgáfuna áður en það heyrir alvöru útgáfuna sem er á plötunni.“ Haukur Heiðar gerir ráð fyrir að nýja platan komi út snemma í september. Dikta hefur verið á ferð og flugi í allt sumar og er sveitin bókuð allar helgar í sumar. „Við förum svo um næstu helgi til Akur eyrar og spilum á Græna hattinum næsta föstudagskvöld og á Siglufirði dag- inn eftir. Við erum bókaðir allar helgar í sumar og verðum í bænum um verslunarmannahelgina,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann gerir ráð fyrir að útgáfutónleik- arnir fari fram í september og að sveitin verði á fullu í tónleika- haldi eftir að platan kemur út. Tón- leikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00. - glp Dikta spilar á Café Rosenberg í fyrsta sinn í kvöld Sveitin hefur síðastliðin tíu ár verið með það í sínum plönum að spila á staðnum en það hefur aðeins dregist á langinn. SPENNTIR Meðlimir Diktu eru spenntir fyrir kvöldinu og lofa frábærum tón- leikum. MYND/FLORIAN TRYKOWSKI 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -B C C C 1 7 5 3 -B B 9 0 1 7 5 3 -B A 5 4 1 7 5 3 -B 9 1 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.