Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 42
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26 FÖSTUDAGUR FULLUR GÁMUR AF MONGOOSE HJÓLUM SEM VIÐ ÞURFUM A Ð LOSNA VIÐ - STR AX! SÖLUMENN OKKA R VERÐA Í SAMNIN GSSTUÐI! SÍÐASTI SÉNS AÐ T RYGGJA SÉR HJÓL Á FÁ RÁNLEGU VERÐI! FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR! HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS ALLT AÐ50% AFSLÁTTUR LOKADAGUR Á MOR GUN! OPIÐ FRÁ 10 - 16 GÁMA-SALA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10. JÚLÍ 2015 Tónleikar 11.00 Íslensk tónlistarsaga í tali og tónum. Söngdagskrá í Hannesarholti, Grundarstíg 10, á ensku og þýsku. Kynnir og píanóleikari er Júlíana Rún Indriðadóttir. Halldóra Eyjólfsdóttir messósópran syngur. Tvennir tónleikar fara fram í dag, klukkan 11.00 á ensku og klukkan 13.00 á þýsku. 14.00 Elfa Dröfn Stefánsdóttir messó- sópran og Sólborg Valdimarsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tónleikarnir hefjast klukkan 14.00 og kostar 2.900 krónur inn. 20.00 Sætabrauðsdrengirnir, þeir Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson, Hlöð- ver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson, ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara, koma fram á tónleikum í Borgarneskirkju í kvöld klukkan 20.00. Það er alltaf stutt í glens og gaman hjá þessum Sætabrauðsdrengjum. Allt frá ljúflingslögum Fúsa Halldórs yfir í Stína ó Stína og Hæ Mambó! 21.00 DJ Atli Kanill þeytir skífum á Boston í kvöld og hefur leik klukkan 21.00. 21.00 DJ Styrmir Dansson ætlar að skemmta gestum á Bar Ananas og hefst gleðin klukkan 21.00. 21.00 DJ Ísar Logi kemur fram á Bravó í kvöld og hefst skemmtunin klukkan 21.00. 22.00 Hljómsveitin Kiriyama Family kemur fram á tónleikum á Gauknum í kvöld og hefjast þeir klukkan 22.00. 22.00 DJ CasaNova ætlar að skemmta fólki á Kaffibarnum í kvöld og hefst gleðin klukkan 22.00. 22.00 Altostratous og Par Ðar koma fram á tónleikum á Bar 11 í kvöld og hefjast þeir klukkan 22.00. 22.00 Rokksveitina HAM ætti að vera óþarft að kynna enda er hljómsveitin löngu orðin að goðsögn í lifanda lífi meðal íslenskra rokkunnenda. HAM lék á Græna hattinum í kjölfar útkomu plötunnar en síðan eru liðin nokkur ár og hafa norðanmenn lengi beðið óþreyjufullir eftir næstu heimsókn. Þeirri bið lýkur þann 10. júlí en þá mun hljómsveitin halda tónleika á Græna hattinum. Aðeins flón leyfa sér að missa af þessu gullna tækifæri til að berja eina helstu rokkgoðsögn Íslands augum. Tónleikarnir á Græna hattinum í kvöld hefjast klukkan 22.00 og kostar 3.000 krónur inn. 23.00 Sváfnir Sigurðarson og félagar leika og syngja á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Aðgangur er ókeypis! Sýningar 16.00 Sirkus Íslands ferðast um landið í sumar og verður á Klambratúni í Reykjavík 9.-12. júlí og 7.-23. ágúst. Í Reykjavík sýnir sirkusinn þrjár mis- munandi sýningar: Fjölskyldusýninguna Heima er best, krakkasýninguna S.I.R.K.U.S. og fullorðinskabarettinn Skinnsemi. Sirkusinn sýnir í sirkustjald- inu Jöklu sem verður tjaldað á Klambra- túni. Hér fyrir neðan eru nánari upp- lýsingar um hverja sýningu fyrir sig. Sýningarnar í dag fara fram klukkan 16.00 og klukkan 20.00. 20.00 Let’s talk Arctic er nýr íslenskur einleikur sem segir sögu Íslands, Íslend- inga og þá sérstaklega Eyfirðinga á aðeins einni klukkustund. Benedikt Karl Gröndal er eini leikari sýningarinnar og bregður hann sér í hlutverk meðal annars Danakonunga, Helga magra, Þórunnar Hyrnu, heimsskautarefs og auk fjölda annarra persóna. Leikstjórn er í höndum Jóns Páls Eyjólfssonar og handritið skrifa Anna Bergljót Thorarensen, Benedikt Gröndal og Jón Páll Eyjólfsson. Sýningin hefst klukkan 20.00 og fer fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Uppákomur 23.00 Blaz Roca gefur gestum Austur og Priksins miða á Snoop Dogg. Miða- gjöfin fer fram á milli klukkan 23.00 og 02.00 á áðurgreindum stöðum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. „Það var pínu erfitt fyrir okkur að klára þetta ferli. Það var ekkert erfitt að semja þessi lög en það var eiginlega erfiðara að muna þau því þetta var á svolítið löngum tíma. Við þurftum bara að eignast fullt af börnum og skoða heiminn betur á sama tíma. Það dró þetta svolítið á langinn,” segir Hallbjörn V. Rúnars- son, betur þekktur sem Halli Valli, gítarleikari og söngvari hljómsveit- arinnar Ælu, en sveitin gaf á dögun- um út plötu sem kallast Vettlingatök. Æla sendir í kjölfarið frá sér myndband við lagið Your Head is my Ground og hefur það vakið talsverða athygli. „Hugmyndin að myndbandinu kviknaði þegar við Óskar félagi minn vorum að horfa á þetta nýja Of Monsters and Men- myndband með Sigga Sigurjóns. Við vildum gera svona grín mynd- band af því, sem væri í svart- hvítu og færi svo yfir í lit þegar hann fer að æla, okkar fannst það mjög sniðugt,“ segir Halli Valli um myndbandið. Myndbandið einkenn- ist einmitt af glæsilegum litum og vígalegri ælu. Emil Ásgrímsson leikstýrir myndbandinu og Óskar Þór Arngrímsson framleiðir, ásamt því að leika í því. Fyrsta plata hljómsveit arinnar, Sýnið tillitssemi, ég er frávik, kom út í júlí 2006 og hefur sveit- in verið fastur liður í dagskrá Ice- land Airwaves öll ár síðan 2005. Ælu skipa ásamt Halla þeir Hafþór Skúlason á trommur, Sveinn Helgi Hafþórsson á bassa og Ævar Péturs- son á gítar. Sveitin kemur fram á Paddys í Keflavík 16. júlí næstkom- andi og þá eru fleiri tónleikar á döf- inni. - glp Vildu láta Sigga Sigurjóns æla Hljómsveitin Æla sendir frá sér plötu og nýtt myndband sem vakið hefur athygli. FLOTTIR Hljómsveitin Æla ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum á næstunni. „Ótrúlegt en satt, þá er þetta í fyrsta sinn sem við spilum á Rosenberg en það hefur samt verið á planinu í svona tíu ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld og er það í fyrsta sinn sem Dikta kemur fram á þessum vinsæla tónleikastað. „Það var meira að segja áður en staðurinn flutti sem við ákváðum að spila þarna en það hefur dregist aðeins,“ bætir Haukur Heiðar við léttur í lundu. Allir meðlimir sveitarinnar eru miklir aðdáendur staðarins og því mikil tilhlökkun í herbúðum Diktu. „Við höfum allir reglulega farið á tónleika þarna, þetta er frá- bær og í raun einstakur tónleika- staður.“ Hljómsveitin ætlar að leika lög af sínum langa ferli og setja þau í nýjan sparibúning enda verða tón- leikarnir að ákveðnu leyti óraf- magnaðir. „Það verður alveg raf- magn, það verða ljós og svona. Ég verð með rafmagnspíanó en þetta verður tónað niður. Við drögum rokkið aðeins úr þessu,“ útskýrir Haukur Heiðar. Dikta sendir frá sér sína fimmtu breiðskífu í september og ætlar meðal annars að leika lög af þeirri plötu. „Það eru nokkur lög af nýju plötunni sem eru komin í rólegri sparibúning og fólk fær því að heyra rólegu útgáfuna áður en það heyrir alvöru útgáfuna sem er á plötunni.“ Haukur Heiðar gerir ráð fyrir að nýja platan komi út snemma í september. Dikta hefur verið á ferð og flugi í allt sumar og er sveitin bókuð allar helgar í sumar. „Við förum svo um næstu helgi til Akur eyrar og spilum á Græna hattinum næsta föstudagskvöld og á Siglufirði dag- inn eftir. Við erum bókaðir allar helgar í sumar og verðum í bænum um verslunarmannahelgina,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann gerir ráð fyrir að útgáfutónleik- arnir fari fram í september og að sveitin verði á fullu í tónleika- haldi eftir að platan kemur út. Tón- leikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00. - glp Dikta spilar á Café Rosenberg í fyrsta sinn í kvöld Sveitin hefur síðastliðin tíu ár verið með það í sínum plönum að spila á staðnum en það hefur aðeins dregist á langinn. SPENNTIR Meðlimir Diktu eru spenntir fyrir kvöldinu og lofa frábærum tón- leikum. MYND/FLORIAN TRYKOWSKI 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -B C C C 1 7 5 3 -B B 9 0 1 7 5 3 -B A 5 4 1 7 5 3 -B 9 1 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.