Fréttablaðið - 10.07.2015, Síða 50
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34
DRAUMARIÐILLINN MARTRAÐARIÐILLINN
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók
stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur
var í gærmorgun eins og búið var að reikna
út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-
listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og
sú 16. besta í Evrópu.
Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann
segir til um styrkleikaröðun fyrir undan-
keppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí
í St. Pétursborg.
Við Íslendingar munum hversu sárt það var
að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undan-
keppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í
undankeppninni fyrir HM í Brasilíu.
Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleika-
flokki hafa strákarnir okkar farið á kostum
og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar
búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékk-
landi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti
íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrk-
leikaflokk.
Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp
tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir
okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn
þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða
okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraða-
riðillinn þar sem allt fer á versta veg.
Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvanda-
mál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum
dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleika-
flokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og
þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.
Við erum vön því að vera í neðstu flokk-
unum og mæta þjóðum sem við eigum vana-
lega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrk-
leikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins
og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani
(sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega
þægilegt.
Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfið-
an riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna
sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleika-
flokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum.
Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum,
ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því
sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En
svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er
þetta allt til gamans gert. tomas@365.is
Draumur og martröð fyrir Rússland
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum heimslista FIFA og er því í öðrum styrkleikafl okki fyrir dráttinn til undankeppni
HM 2018 í Rússlandi. Strákarnir geta orðið mjög heppnir með riðil og aukið líkur sínar á að fara í fyrsta sinn á HM en einnig geta þeir
lent í frekar erfi ðum riðli. Fréttablaðið stillir upp draumariðlinum og martraðariðlinum til gamans, en dregið verður 25. júlí.
1. flokkur
WALES Þýskaland, Belgía, Holland, Portúgal, Rúmenía, England, Spánn og Króatía.
FAGNAÐ Sigurinn á Tékklandi kom Íslandi í lykilstöðu fyrir undankeppni HM 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
1. flokkur
ÞÝSKALAND Wales, Belgía, Holland, Portúgal, Rúmenía, England, Spánn og Króatía.
Þótt Gareth Bale sé einn allra besti
fótboltamaður heimi og er nánast einn
síns liðs búinn að skjóta Wales á EM og
upp í fyrsta styrkleikaflokk er Wales
bara einn maður. Hann fór vissulega
illa með okkur í vináttuleik á síðasta
ári en við treystum Lars og Heimi til að
loka á hann. Hinar þjóðirnar eru mun
þekktari stærðir sem stórlið með mun
fleiri góða leikmenn.
2. flokkur
ÍSLAND Slóvakía, Austurríki, Ítalía, Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörk og Bosnía.
3. flokkur
N-ÍRLAND Úkraína, Skotland, Pólland, Ungverjaland, Svíþjóð, Albanía, Serbía og Grikkland.
Það hentar okkur vel að spila á móti
breskum liðum. Norður-Írar eru að
standa sig vel í undankeppni EM eins
og fleiri bresk lið, en eru klárlega lið
sem við treystum okkur til að vinna
tvisvar. Serbar og Grikkir eru fyrir
neðan þá í styrkleikaflokknum en við
viljum sem fæst austantjaldslið og þó
að Grikkir séu í sögulegri lægð viljum
við ekki sjá þá.
4. flokkur
FÆREYJAR Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Írland, Noregur, Búlgaría, Svartfjallaland og Eistland.
Eitt tap í sögunni gegn Færeyjum. Þarf
að segja meira? Ferðalagið gæti ekki
verið þægilegra og þó að þeir hafi
unnið Grikki tvisvar og haldið þjóðhátíð
í bæði skiptin er íslenska liðið svo miklu
betra. Norðmenn komu til greina því
það er svo gaman að minna þá á hversu
mikið betri en þeir við erum í dag.
5. flokkur
Moldóva Kýpur, Lettland, Armenía, Finnland, H-Rússland, Makedónía, Aserbaídsjan, og Litháen.
Slakasta liðið í fimmta styrkleika-
flokki. Við vitum lítið um Moldóvu-
menn en þjóð sem hefur aðeins unnið
41 af 168 landsleikjum í sögu þjóðar-
innar og skráir 1-0 sigur á Möltu sem
minnisstæð úrslit er lið sem við viljum
mæta. Það er líka spennandi að koma
á nýja staði.
6. flokkur
SAN MARÍNÓ Kasakstan, Lúxemborg, Liechtenstein, Georgía, Malta og Andorra.
Það er kominn tími til að við fáum að
spila við San Marínó. Englendingar eru
með þeim nánast í hverri undankeppni
og væla alltaf jafnmikið yfir því. Þeir
segja San Marínó ekki eiga að skrá sig
til leiks. Andorra er neðst á heimslist-
anum en okkur langar til að spila við
San Marínó.
Klikkuðustu fótboltahausarnir benda
eflaust á að Þjóðverjar hafa ekki verið
að spila jafnvel eftir HM og þeir gerðu í
Brasilíu. Þetta eru engu að síður heims-
meistararnir. Það skiptir líka litlu máli
hvaða lið þú færð úr fyrsta styrkleika-
flokki ef þú ert ekki heppinn og lendir
á Wales eða Rúmeníu.
2. flokkur
ÍSLAND Slóvakía, Austurríki, Ítalía, Sviss, Tékkland, Frakkland, Danmörk og Bosnía.
3. flokkur
PÓLLAND Úkraína, Skotland, N-Írland, Ungverjaland, Svíþjóð, Albanía, Serbía og Grikkland.
Valið stóð á milli Úkraínu og Póllands.
Það væri ekki gott að dragast með
hvorugu liðinu í riðil. Ferðalagið til
Úkraínu er lengra en Pólverjarnir eru
með nokkra hágæða leikmenn eins og
Robert Lewandowski sem erfitt er að
ráða við. Bæði lið mjög góð en við vilj-
um síður mæta Pólverjum.
4. flokkur
TYRKLAND Færeyjar, Slóvenía, Ísrael, Írland, Noregur, Búlgaría, Svartfjallaland og Eistland.
Við skulum ekki blekkja okkur þótt við
pökkuðum Tyrkjum saman í fyrsta leik und-
ankeppni EM. Þeir eru efsta liðið í þess-
um styrkleikaflokki og eiga eftir að ná sér
aftur á strik. Þjálfari liðsins er mjög sér-
stakur og vildi í byrjun undankeppninnar
ekki nota suma af sínum bestu mönnum
því þeir fæddust ekki í Tyrklandi. Tyrkland
er mjög gott lið sem fínt væri að komast
hjá því að mæta. Ferðalagið væri líka langt.
5. flokkur
ARMENÍA Kýpur, Lettland, Moldóva, Finnland, H-Rússland, Makedónía, Aserbaídsjan, og Litháen.
Kýpur og Lettland eru fyrir ofan
Armena á heimslistanum í þessum
flokki en það eru þekktari stærðir.
Við myndum hafa meiri áhyggjur ef við
myndum dragast með Armenum. Þar
er fótboltinn í mikilli sókn, ferðalagið
er langt og svo eru afbragðs fótbolta-
menn inn á milli eins og Dortmund-
framherjinn Henrik Mkhtarijan.
6. flokkur
GEORGÍA Kasakstan, Lúxemborg, Liechtenstein, San Marínó, Malta og Andorra.
Georgíumenn hafa verið í miklu rugli
undanfarin misseri og eru í kjallaran-
um með liðum eins og Kasakstan, Lúx-
emborg og Andorra. Georgía á nokkra
ágæta fótboltamenn og er austantjalds-
þjóð sem við viljum helst sleppa því að
mæta.
Fyrir utan Moldóvu er draumariðilinn
mjög hentugur upp á ferðalög að gera.
Tvær ferðir til Bretlandseyja og ein með
„Fokker Friendship“ til Færeyja. Moldóva
er land sem við þekkjum lítið en lið sem
við treystum okkur klárlega til að vinna
alla daga vikunar.
Að fá Wales, sem hefur verið upp og niður
undanfarin ár, úr fyrsta styrkleikaflokki
væri ekkert annað en draumur.
Það er algjör draumur að vera í öðrum
styrkleikaflokki því bara það að vera
einum neðar myndi búa til alls konar
vandamál þar sem aðeins eitt lið fer upp
úr riðlinum og lið númer tvö í umspil.
Riðlarnir hafa litið verr út en þetta sem
er það sem strákarnir hafa unnið sér inn,
en engu að síður væri þessi riðill ekki
spennandi. Ferðalögin löng og liðin virki-
lega sterk.
FÓTBOLTI Þróttur tekur á móti
Fylki í eina leik dagsins í Pepsi-
deild kvenna. Fylkiskonur hafa
rétt úr kútnum eftir erfiða byrj-
un og eru búnar að vinna tvo leiki
í röð og eru auk þess komnar í
undan úrslit Borgunarbikarsins.
Það gengur öllu verr hjá Þrótti.
Liðið hefur aðeins fengið tvö stig
af 24 mögulegum og er í níunda
og næstneðsta sæti deild arinnar.
Vandamál Þróttar er augljóst
þegar litið er á töfluna; liðið er
aðeins búið að skora eitt mark í
leikjunum átta. Það kom í 5-1 tapi
fyrir Stjörnunni 30. júní síðastlið-
inn.
Það sem gerir þetta marka-
leysi Þróttar enn neyðarlegra er
að eina mark liðsins í deildinni til
þessa var sjálfsmark leikmanns
Stjörnunnar. Þróttarar eru því
búnir að leika átta leiki án þess að
skora sjálfar og gerist það aftur í
kvöld fer liðið í gegnum alla fyrri
umferðina án þess að skora mark.
Það þarf að fara 29 ár aftur í
tímann til að finna viðlíka marka-
leysi hjá liði í efstu deild kvenna.
Það var sumarið 1986 þegar
Haukar fóru í gegnum fyrstu níu
umferðirnar án þess að skora.
Raunar skoraði Haukaliðið ekki
eitt einasta mark í deildinni það
sumarið – í tólf leikjum.
Þróttarar geta þó huggað sig við
það að þrátt fyrir markaleysið eru
stelpurnar ekki á botni deildarinn-
ar en það er hlutskipti Aftureld-
ingar sem er aðeins með eitt stig.
Vinni Þróttur í kvöld lagar
liðið stöðu sína verulega. Þrótt-
arar verða þá aðeins einu stigi frá
KR, sem er í 8. sætinu, og um leið
aðeins einu stigi frá fallsæti. En til
þess að það gerist þurfa leikmenn
Þróttar að skora – þær geta ekki
beðið mikið lengur með það. - iþs
Skorar Þróttur í fyrri umferðinni?
Þróttur hefur skorað eitt mark í Pepsi-deild kvenna og það var sjálfsmark.
MARKALEYSI Guðrún Jóna Kristjáns-
dóttir er þjálfari Þróttar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÖSTUD. KL. 19:30
365.is Sími 1817
VALUR – STJARNAN
Valsmenn taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í
Pepsi-deildinni í kvöld. Bæði lið ætla sér öll stigin sem í boði eru
til að halda sér í toppbaráttunni.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-9
1
D
C
1
7
5
5
-9
0
A
0
1
7
5
5
-8
F
6
4
1
7
5
5
-8
E
2
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K