Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 1

Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 3. J Ú N Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  137. tölublað  103. árgangur  „HLÝT AÐ HAFA VERIÐ JAPÖNSK Í ÖÐRU LÍFI“ BÆNDUR Í BÁRÐARDAL VINÁTTAN MIKILVÆG 14MIREYA SAMPER SÝNIR 38  Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Bryggjuhverfisins í Graf- arvogi í Reykjavík. Kostnaður við verkefnið hleypur á milljörðum króna. Félagið ÞG Verk sér um upp- bygginguna og verða 185 íbúðir í fyrri áfanga og 95 íbúðir í þeim síð- ari, alls 280 íbúðir. Sala íbúða í fyrri áfanganum hefst innan fárra mánaða. Þorvaldur Gissurarson, fram- kvæmdastjóri ÞG Verks, segir að fyrstu íbúðirnar í fyrri áfanganum verði afhentar snemma á næsta ári og að stefnt sé að því að ljúka fram- kvæmdum í árslok 2016. Hann seg- ir ekki ákveðið hvenær uppbygging síðari áfangans hefst. Stíll hverfis- ins verður áfram eins. »12 Stíll Bryggjuhverfið sker sig úr en áfram verður byggt í sama stíl og undanfarið. Milljarða fram- kvæmdir við Bryggjuhverfið  Í skýrslu um atvinnuuppbygg- ingu í Austur- Húnavatnssýslu, sem unnin var af Verkefnisstjórn A-Hún., kemur fram það álit að eðlilegt sé að öll orka Blöndu- virkjunar nýtist í þágu heima- manna. Fyrirhuguð stækkun Blöndu- virkjunar skapar góðar forsendur fyrir nýtingu orkunnar í þágu at- vinnuuppbyggingar á svæðinu en hugmyndir eru uppi um uppbygg- ingu álvers á Hafursstöðum. »24 Vilja sjá orkuna nýtta heima í héraði Blönduós Orkan á að nýtast íbúunum. „Við erum að byrja að feta okkur áfram en eigum eftir að sjá hvernig ástandið er þarna innar,“ segir Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegerðarinnar. Vegagerðin hófst handa við að ryðja veginn að Landmannalaug- um í gær en vegurinn er enn ófær nú, þegar átta dagar eru til sum- arsólstaða. Farið var með jarðýtu á svæðið í gær og stóð til að hefj- ast strax handa við snjóruðning- inn en mikill snjór er á veginum. „Við ætlum að skoða á mánudag- inn hvernig útlitið verður. Við för- um varla niður hraunið núna, það eru miklar bleytur í þessu þannig að vegurinn verður lokaður þar til við sjáum eitthvað lengra,“ segir Björn. Hann bætir við að stefnt sé að því að hleypa sérútbúnum jepp- um á veginn eftir helgi. „Ef þetta fer eins og við vonumst eftir.“ ash@mbl.is »20-21 Ryðja veginn til Landmannalauga Morgunblaðið/RAX Sumarsnjór Myndin var tekin við Landmannalaugar fyrir skömmu.  Opnun vegarins skoðuð eftir helgi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu komst í gærkvöld í efsta sæti A-riðils undankeppni Evr- ópumótsins með því að sigra Tékka 2:1 í topp- slag á Laugardalsvellinum. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið eins og sjá má hér fyrir of- an. Þegar fjórum umferðum er ólokið er íslenska liðið fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í þriðja sæti en tvö efstu liðin komast beint á EM. » Íþróttir Íslenska landsliðið skrefi nær því að komast á EM í Frakklandi Morgunblaðið/Eggert Á toppi riðilsins eftir sigur á Tékkum Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Ég miða við að klára lagasetn- inguna á morgun [í dag],“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Eftir langar umræður um frum- varp Sigurðar Inga Jóhannssonar um að fresta verkfalli BHM og Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga til 1. júlí, sem lauk um klukkan 22 í gærkvöldi, hittist allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis og gerði áætlanir um fund dagsins þar sem helstu deiluaðilar verða ásamt for- svarsmönnum Landspítalans, lög- fræðingum og fleirum. Fundurinn hefst klukkan hálfníu og búist er við að hann standi til há- degis. Gerir ráð fyrir samþykki Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH, segir fundinn sem boðað hefur verið til vera samkvæmt hefðbundn- um ferli máls á Alþingi. „Við munum mæta þar og gera grein fyrir okkar skoðun á þessu frumvarpi,“ segir hann en er ekki tilbúinn að tjá sig að svo stöddu um stöðu mála. Lögfræðingur félagsins og samn- inganefnd félagsins munu mæta til fundarins. „Þegar ríkisstjórnin telur sig hafa meirihluta fyrir frumvarpi sem þessu þá gerir maður ráð fyrir því að það verði samþykkt,“ segir Ólafur Verði að lögum í dag  Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að lög á verkfall BHM og FÍH verði stað- fest í dag  Nefndarfundur verður haldinn í dag með helstu deiluaðilum Verkfalli frestað » Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segir að stefnt sé að því að klára í dag lagasetningu um að fresta verkfallsaðgerðum BHM og FÍH til 1. júlí. » Aðilum er falið að nýta tím- ann til að ná samkomulagi, ella fer kjaradeilan í gerðardóm. MLagasetning á verkföll »4 og 6  Nú, þegar útlit er fyrir að verk- falli lögfræðinga hjá Sýslumann- inum í Reykjavík ljúki, munu þing- lýsingar hefjast að nýju en engir kaupsamningar hafa verið þing- lesnir frá því í byrjun apríl. Grein- ingaraðilar telja að þegar fast- eignasala komist í eðlilegt horf geti það leitt til þess að uppsöfnuð verð- bólga, sem ekki hefur mælst í vísi- tölu Hagstofunnar vegna verkfalls- ins, muni hafa áhrif til að þrýsta verðbólgunni upp á við. Bankarnir spá því að verðbólgan haldist í kringum 1,6% líkt og í fyrri mánuði en að það komi til vegna hækkunar vísitölu neysluverðs milli mánaða um 0,3-0,4%. »22 Verkfallslok hafa áhrif á verðbólguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.