Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 6

Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU Tilnefningar óskast til viðurkenninga umhverfis- og auðlindaráðuneytis Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda í síðasta lagi 16. ágúst 2015 á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Gerðardómur mun ákveða kaup og kjör hjúkrunarfræðinga og félags- manna BHM náist ekki samningar fyrir 1. júlí, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar að lögum sem stöðva verkfallsaðgerðir þeirra. Dómurinn á meðal annars að horfa til annarra kjarasamninga sem þeg- ar hafa verið undirritaðir. Frum- varpið kveður á um að Hæstiréttur tilnefni þrjá menn í gerðardóminn. Samkvæmt frumvarpinu á gerðar- dómurinn, komi til skipunar hans, að ákveða kaup og kjör félags- manna í BHM og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir 15. ágúst nk. Komi til kasta gerðardóms í kjaradeilum er um tvenns konar gerðardóma að ræða. Annars vegar gerðardóm í kjarasamningum og hins vegar gerðardóm sem kveðið er á um í lögum sem banna verkfall. Magnús Pétursson, sem var ríkissáttasemjari frá 2008 þar til 1. júní sl., rifjaði í samtali við Morgun- blaðið upp tvö tilvik frá hans sátta- semjaratíð: „Í kjarasamningum lög- reglumanna og tollvarða eru ákvæði um það að ef menn ná ekki saman, þá getur hvor aðili um sig, eða þeir sameiginlega, vísað deil- unni í gerðardóm. Það reyndi á þetta í tvígang, 2011 hjá lög- reglumönnum og 2013 hjá toll- vörðum.“ Magnús segir að í tilviki lög- reglumanna frá haustinu 2011 hafi gerðardómur úrskurðað í deilu lög- reglumanna við ríkið. „Lögreglu- menn voru hundóánægðir með úr- skurð gerðardóms og þrömmuðu niður að Arnarhvoli (í fjármálaráðu- neytið - innsk. blm.). Þar var haldið áfram að semja og þeir náðu í við- ræðum við fjármálaráðherra fram einhverjum kjarabótum, þannig að deilan leystist,“ sagði Magnús. Magnús segir að hin leiðin, þ.e. lagasetning sem bannar verkfall og kveður á um gerðardóm, að til- teknum fresti loknum, hafi aldrei verið farin á hans vakt. „Það stappaði að vísu nærri í kjaradeilu flugvirkja í fyrra. Það var búið að semja lagafrumvarp sem bannaði verkfall flugvirkja, en það kom ekki til lagasetningar, því samningar náðust áður en til þess kom,“ sagði Magnús. Gerist ekki oft að kjara- deilur endi hjá gerðardómi  Náðu að semja í fyrra áður en til lagasetningar kom Morgunblaðið/Júlíus Óánægðir Hópur lögreglumanna á leið til fundar við fjármálaráðherra haustið 2011. Þeir voru óánægðir með niðurstöður gerðardóms. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verkfall stéttarfélaga innan BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga (FÍH) hefur þegar valdið miklu tjóni á mörgum sviðum og viðræður reynst árangurslausar. Þetta kemur fram í ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta verkföllunum með laga- setningu. Frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, um bann við verkföllunum og skipan gerðardóms fylgir löng greinargerð, þar sem til- efninu er lýst og hvaða nauðsyn rétt- læti að grípa inn í stjórnar- skrárvarinn rétt stéttarfélaga til að fara í verkföll. Vísað er til nýgerðra kjarasamn- inga á almenna vinnumarkaðinum sem feli í sér 17-20% hækkun launa á samningstímabilinu. ,,Launahækk- anir sem kveðið er á um í þessum samningum eru að jafnaði um tvöfalt meiri en launahækkanir sem reikna má með á samningstímabilinu í við- skiptalöndum okkar,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Þessir samningar muni reyna á þanþol hagkerfisins. ,,Þannig hækk- aði verðbólguálag á skuldabréfa- markaði í kjölfar samninganna og talið er óhjákvæmilegt að samning- arnir leiði til aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta,“ segir þar. Launakröfur félaganna sem lögin eiga að ná til eru sagðar vera langt umfram þær launahækkanir sem samið var um við stærstan hluta al- menna vinnumarkaðarins 29. maí sl. Augljós hætta sé á að launahækkun til félagsmanna BHM og FÍH, um- fram það sem þegar hefur verið samið um á almennum vinnumark- aði, hafi neikvæð áhrif á aðra kjara- samninga og stöðugleika á vinnu- markaði. Afstýra tjóni - alvarlegt inngrip Í rökstuðningi frumvarpsins er vísað í minnisblöð landlæknis um þá miklu röskun í heilbrigðisþjónust- unni sem verkföllin hafi haft í för með sér. Og ítrekað hafi komið fram hjá fjölmörgum hagsmunaaðilum hvaða tjóni þeir hafa orðið eða munu verða fyrir vegna verkfallsaðgerða einstakra félaga innan BHM. „Brýnt er að bregðast við til að afstýra tjóni og neikvæðum áhrifum á samfélag- ið,“ segir í rökstuðningnum. Í ályktun FÍH og BHM í gær er því haldið fram að afskipti stjórn- valda af verkfallsrétti og samnings- frelsi sé alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mann- réttindasáttmála Evrópu felist al- mennt bann við slíkum afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Fjallað er í nokkuð löngu máli um þetta í stjórnarfrumvarpinu. Þar er fullyrt að frumvarpið sé bæði í sam- ræmi við stjórnarskrá og alþjóða- samninga. Vísað er til dóma Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu um að ákvæði stjórnarskrár og Mann- réttindasáttmála Evrópu feli ekki í sér skilyrðislausa vernd verkfalls- réttar stéttarfélaga en samnings- frelsi verkalýðsfélaga og verkfalls- rétt megi þó aðeins skerða með lögum og að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem koma fram í 11. grein Mannréttindasáttmálans. Þrjú meginskilyrði þurfi að vera til staðar til þess að skerða megi verkfallsrétt og samningsfrelsi launþega. „Skerðing verður að byggjast á lögum (1), lagasetningin þarf að vera í þágu almannahags- muna eða réttinda annarra (2) og hún verður að vera nauðsynleg til að þeirra hagsmuna og réttinda sé gætt (3). Þáttur í mati á nauðsyn er svo að meðalhófs sé gætt,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Firra glundroða og til verndar heilsu eða réttindum annarra Bent er á að skerðing verkfalls- réttar sé einungis heimil ef hún þjónar tilteknum almannahagsmun- um eða réttindum annarra sam- kvæmt 2. málsgrein, 11. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar er vísað til „almannaheilla“, þess að „firra glundroða“, „til verndar heilsu“ eða „réttindum“ annarra. Fyrirhuguð lagasetning er einnig rökstudd með vísun til nauðsynjar. Ljóst sé orðið að verkföllin hafi haft verulega neikvæð áhrif á almanna- hagsmuni og sett verkefni ríkisins í uppnám. Hættuástand, sem feli í sér að lífi, heilsu eða öryggi manna sé stefnt í hættu, geti fljótlega skapast. Náist ekki samningar fyrir 1. júlí tekur gerðardómur við. Hann fær frest til 15. ágúst til að ákveða kaup og kjör félagsmanna. Ákvörðunin yrði bindandi sem kjarasamningur á milli aðila frá og með gildistöku lag- anna og gildir samningurinn þann tíma sem gerðardómurinn ákveður. Tekið er fram að verkfallsbannið sé afmarkað og að félögin geti neytt verkfallsréttar síns á ný að ákveðnum tíma liðnum, „þegar tímamörkum ákvörðunar gerðar- dóms er náð“, þ.e. þá væntanlega þegar samningurinn rennur út og friðarskylda samningstímans renn- ur út. „Brýnt er að bregðast við“  Skerðing verkfallsréttar þarf að vera í þágu almannahagsmuna  Sagt óhjá- kvæmilegt að nýgerðir samningar leiði til meiri verðbólgu og hækkunar vaxta Morgunblaðið/Styrmir Kári Á Alþingi í gær Hjúkrunarfræðingar og félagar í BHM mótmæltu við Alþingishúsið og fjölmenntu á þingpalla. Vandi Alþingis er mikill þegar taka þarf afstöðu til þess hvort lagasetning á að- gerðir á vinnu- markaði sé rétt- lætanleg. Magnús Péturs- son, fyrrverandi ríkissáttasemj- ari, fjallar um þetta í nýútkominni ársskýrslu og segir þar annars vegar vegast á rétt fólks og fyrirtækja til þess að ákveða vinnustöðvun að tilteknum reglum uppfylltum og hins vegar mat löggjafans á heildar- hagsmunum þjóðarinnar eða af- markaðs hóps hennar. Gripið var í þrígang til lagasetn- ingar til þess að banna verkfalls- aðgerðir hópa launþega í fyrra. Fyrst með lagasetningu á verkfall undirmanna á Herjólfi, síðan á vinnustöðvun flugmanna hjá Ice- landair og loks á vinnudeilu flug- virkja hjá sama félagi. Magnús bendir á að afskipti lög- gjafans af þessum þremur málum hafi verið ólík. „Afskipti af Herj- ólfsdeilunni voru fyrst og fremst rökstudd með viðskiptalegum for- sendum, þ.e. að útflutningur á fisk- afurðum mundi skaðast drægjust aðgerðir á langinn. Í flugdeilunum má segja að bæði viðskiptaleg sjónarmið og hagsmunir þriðja að- ila, þ.e. flugfarþega, hafi riðið baggamuninn. Erfitt er að halda því fram að þjóðarhagsmunir eða þjóðaröryggi hafi verið í húfi í Herjólfsdeilunni. Sama má segja um verkfallsaðgerðir flugmanna og flugvirkja þótt þar væri um að ræða mun meiri og víðtækari við- skiptahagsmuni. Í ljósi afskipta Al- þingis af kjaradeilum á árinu 2014 væri gagnlegt að yfirvega við hvaða aðstæður inngrip Alþingis í kjaradeilur er réttlætanlegt og nauðsynlegt.“ Ólík af- skipti Alþingis  Mikill vandi þings- ins varðandi inngrip Magnús Pétursson Lagasetning á verkföll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.