Morgunblaðið - 13.06.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.06.2015, Qupperneq 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við stækk- un Bryggjuhverfisins í Grafarvogi í Reykjavík. Kostnaður við verkefnið hleypur á milljörðum króna. Félagið ÞG Verk sér um upp- bygginguna og verða 185 íbúðir í fyrri áfanga og 95 íbúðir í þeim síð- ari, alls 280 íbúð- ir. Sala íbúða í fyrri áfanganum hefst innan fárra mánaða. Miðað við að söluverð íbúða verði að meðaltali 30 milljónir má lauslega áætla að heildarsöluverð- mæti íbúðanna verði 8,7 milljarðar króna. Þorvaldur Gissurarson, fram- kvæmdastjóri ÞG Verks, segir að fyrstu íbúðirnar í fyrri áfanganum verði afhentar snemma á næsta ári og að stefnt sé að því að ljúka fram- kvæmdum í árslok 2016. Hann segir ekki ákveðið hvenær uppbygging síð- ari áfangans hefst. Verði í stíl við gamla hverfið Þorvaldur segir lagða áherslu á að yfirbragð byggðarinnar verði í anda núverandi hverfis. „Aðalhönnuður verksins er Björn Ólafs en hann var einmitt skipulags- hönnuður hverfisins á sínum tíma og hannaði flest hús sem þar eru,“ segir Þorvaldur en uppbygging Bryggju- hverfisins hófst undir lok tíunda ára- tugarins. „Markmiðið er að bjóða hagkvæmar og praktískar íbúðir með hámarks rýmisnýtingu en um leið aðlaðandi byggingar og um- hverfi. Hverfið er vel staðsett, mið- svæðis í borginni, og með tilkomu breytinga á skipulagi og uppbygg- ingu á nálægum svæðum, til dæmis Vogabyggð, sem nú er verið að skipuleggja, mun á komandi miss- erum byggjast upp fjölbreytt íbúða- byggð og þjónusta í þessum hluta borgarinnar,“ segir Þorvaldur. Hann segir það lækka verð íbúðanna að rýmið verði nýtt sem best. Boðið verði upp á þriggja herbergja 80 fer- metra íbúðir og fjögurra herbergja íbúðir sem eru minni en 100 fermetr- ar. Þá verði mikið um litlar tveggja herbergja íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum. Markaðurinn ekki í jafnvægi Þorvaldur segir aðspurður að fast- eignamarkaðurinn sé enn ekki kom- inn í eðlilegt jafnvægi. Fyrstu kaup- endur skorti sem og kaupendur með lágar tekjur eða millitekjur. Fólk sem hafi ekki mikið sparifé. „Þessi hópur á eftir að koma á markaðinn. Það vantar enn úrræði fyrir hinn almenna kaupanda á lána- markaði. Það má segja að stóru hóp- arnir hafi aðeins orðið eftir. Und- anfarið rúmt ár hefur mesta salan verið í dýrari íbúðum og íbúðum á dýrari svæðum á höfuðborgarsvæð- inu, þótt hitt hafi auðvitað unnið á líka í úthverfunum,“ segir Þorvaldur. Tölvuteikning/Björn Ólafs Hverfið séð úr lofti Fyrsti áfanginn er fyrir miðju myndarinnar. Þau hús eru ljósari og eru skærgræn svæði um- hverfis þau. Húsin sem reist verða í síðari áfanganum eru í hægra horninu niðri. Þar til hægri er svæði Björgunar. Stækkun Bryggju- hverfisins er hafin  Söluverðmæti 280 íbúða gæti verið tæplega 9 milljarðar Tölvuteikning/Björn Ólafs Fyrsti áfanginn Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Bryggjuhverfisins. Flest stæðin neðanjarðar » Samkvæmt skipulaginu þarf eitt bílastæði að fylgja íbúð í kjallara og eru 60-65% af bíla- stæðakvöðinni í þessum tveim- ur áföngum neðanjarðar. » ÞG Verk hefur fengið þær upplýsingar frá borginni að Björgun verði farin frá svæðinu eftir ríflega ár. Þar sé gert gert ráð fyrir íbúabyggð síðar meir. Þorvaldur Gissurarson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Halldór Halldórsson blaðamaður lést 11. júní á heimili sínu í Reykjavík, 65 ára að aldri, eftir langa bar- áttu við lungnasjúk- dóm. Halldór fæddist á Akureyri 1. júlí árið 1949. Foreldrar hans voru Sigríður Guð- mundsdóttir húsmóðir og Halldór Halldórsson prófessor en Halldór var yngsta barn þeirra af fimm. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð 1970, nam þjóðfræði við Háskól- ann í Lundi 1970-1971 og lauk BA-prófi í heimspeki og bókmennta- fræði við Háskóla Íslands 1977. Árið 1980 lauk hann svo MA-prófi í fjöl- miðlafræði við University of North Carolina at Chapel Hill. Starfsferill Halldórs hófst á Al- þýðublaðinu sem prófarkalesari frá 1965 til 1975 og sem fréttamaður hjá RÚV frá 1975 en þar starf- aði hann með hléum fram til 1992 í ýmsum störfum, sem frétta- maður, fréttaritari í Bandaríkjunum og dagskrárritstjóri. Hann var ritstjóri Ís- lendings á Akureyri 1982-84 og ritstjóri Helgarpóstsins 1984- 88 þar sem hann hafði starfað sem blaðamað- ur 1979. Frá 1992 sinnti hann aðallega kynningarmálum og fjöl- miðlaráðgjöf á eigin vegum en hann átti sæti í siðanefnd Blaðamanna- félags Íslands og var um tíma vara- formaður þess. Halldór lætur eftir sig sambýlis- konu, Ingibjörgu G. Tómasdóttur, dótturina Hrafnhildi og stjúpbörnin Tómas Frey og Gerði Ósk, auk sjö barnabarna. Andlát Halldór Halldórsson „Yfirleitt kemur fólk í viðtalstíma til okkar borgarfulltrúanna niður í ráð- hús, en við ákváðum að prófa aðra nálgun við að heyra hvað helst brennur á borgarbúum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann var til viðtals við gesti og gangandi við verslun Krónunnar í gær ásamt varaborgarfulltrúunum Elísabetu Gísladóttur og Birni Gíslasyni. Kjartan segir margt brenna á borg- arbúum og líflegar umræður hafi skapast. „Fólk vildi ræða allt mögu- legt; skattamál, holræsamál, skóla, gatnakerfið og svo voru það líka landsmálin. Nú er að vinna úr öllum þessum ábendingum og hugmynd- um,“ segir Kjartan og segist hafa fullan hug á að endurtaka leikinn. Kjartan var til viðtals í Krónunni  „Fólk vildi ræða um allt mögulegt“ Morgunblaðið/Eggert Í Krónunni Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúarnir Elísabet Gísladóttir og Björn Gíslason ræða við áhugasaman borgarbúa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.