Morgunblaðið - 13.06.2015, Síða 23

Morgunblaðið - 13.06.2015, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Skúli Halldórsson sh@mbl.is Yfirvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að hætta að rannsaka meintar hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkj- anna á síma kanslarans Angelu Mer- kel. Skrifstofa ríkissaksóknarans, Haralds Range, sagði í yfirlýsingu í gær að stofnunin hefði ekki lagt fram næg sönnunargögn til að réttlæta ákæru á hendur henni. Ásakanir um hleranir stofnunar- innar komu í kjölfar þeirra gagna sem uppljóstrarinn Edward Snow- den opinberaði um víðtækar njósnir Bandaríkjamanna árið 2013, og þótti það reyna verulega á samband Þýskalands og Bandaríkjanna. Í yf- irlýsingu frá Hvíta húsinu á þeim tíma var ásökununum ekki neitað af- dráttarlaust, heldur sagt að sími Merkel sætti ekki hlerunum um þær mundir og myndi ekki verða hlerað- ur í framtíðinni. Í júní á síðasta ári sagði Range að fullnægjandi sönnunargögn væru til staðar um að meðlimir bandarísku leyniþjónustunnar hefðu hlerað síma kanslarans. Í desember opinberaði hann hins vegar að rannsóknin gengi illa og að hann hefði ekki fengið næg gögn til að ná árangri í réttarsal. Fréttaskýrandi BBC í Berlín seg- ir að Þjóðverjum sé virkilega um- hugað um einkalíf sitt vegna sögu þjóðarinnar. Eftirlit með borgurum var enda eitt einkenna þýska ríkisins á valdatímum nasista og hins komm- úníska Austur-Þýskalands. Þrátt fyrir að tengsl ríkjanna tveggja hafi stirðnað að einhverju leyti eftir ásakanirnar sýnist flestum sem leiðtogunum sé vel til vina þegar til þeirra sést á opinberum vett- vangi. Merkel sagði í yfirlýsingu til bandarískra yfirvalda í október 2013 að „vinir eigi ekki að njósna um vini sína“. Eftir allt saman virðist sem af- leiðingarnar hafi verið einna verstar fyrir Edward Snowden sjálfan, sem lifir í útlegð í Moskvuborg. Hætta við rannsókn AFP Samtal Leiðtogunum virðist vera vel til vina. Mynd tekin á fundi G7 í gær.  Stofnunin ekki lagt fram fullnægjandi sönnunargögn fyrir ákæru á hendur sér Skúli Halldórsson sh@mbl.is Áströlsk yfirvöld borguðu áhöfn smyglbáts, sem var á leið með fólk frá Indónesíu til Ástralíu, fyrir að snúa aftur við til Indónesíu. Þetta fullyrðir James Lynch, talsmaður Mannréttindaráðs SÞ. Segir hann í samtali við fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins að farþegar hafi séð smyglarana þiggja greiðslur eftir að skip Ástrala hafði stöðvað bátinn á leið sinni, áður en hann sneri svo við. Forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, játaði í gær að strandgæsl- an notaðist við „skapandi“ aðferðir við að stöðva áhafnir báta sem hyggjast smygla fólki inn til lands- ins, en neitaði að greina nánar frá aðferðunum. Ráðherra innflytjendamála og utanríkisráðherra hafa báðir neitað því að nokkur greiðsla hafi farið fram. Lynch sagði BBC í viðtali að Ástralía hefði skuldbundið sig á grundvelli sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að kanna hvort einhver í hópi fólksins þarfnaðist alþjóðlegr- ar verndar. Sakaði hann stjórnvöld landsins um að „gefa frá sér röng skilaboð“ til annarra landa á svæðinu, þar á með- al Mjanmar, Indónesíu, Malasíu og Taílands, en SÞ hafa reynt að þrýsta á löndin að taka við flóttafólki. Hælisleitendur, aðallega frá Afg- anistan, Srí Lanka, Írak og Íran, reyna reglulega að ferðast frá Indónesíu til Jólaeyjar sem tilheyrir Ástralíu og jókst tíðnin verulega í kringum áramótin 2012-2013. Fengu greitt fyrir að snúa aftur AFP Ferðalag Smyglarar fara reglulega með fólk til Jólaeyjar frá Indónesíu.  Áströlsk stjórnvöld sökuð um að hafa brotið gegn sáttmála SÞ Barn horfir djúpt í linsu ljósmyndara AFP á meðan foreldrar þess hvíla sig undir trjám á torgi við hlið Tiburtina-lestarstöðvarinnar í Róm. Torgið gengur undir nafninu „Skógurinn“ en það er heimili fjölda flóttamanna, sem margir hverjir eru konur og börn. Á fólkið rætur sínar einkum að rekja til Eþíópíu, Sómalíu og Erítreu, en þaðan hefur það komið undan- farna mánuði, norður yfir Miðjarðarhafið með bátum frá Líbíu. AFP Allir vegir liggja til Rómar Fólk á flótta nýtur skjóls í skugga trjáa Seðlabanki Simbabve vinnur nú að því að skipta út gjaldmiðli landsins fyrir erlenda miðla, sem hafa verið notaðir fyrir flest viðskipti síðan árið 2009. Frá og með mánudegi geta íbúar landsins skipt 175 kvaðr- illjónum simbabveskra dala fyrir fimm Bandaríkjadali. Kvaðrilljón er þúsund trilljarðar eða 1024. Efna- hagur Simbabve hefur átt erfitt uppdráttar síðan ríkisstjórnin gerði upptækar bújarðir hvítra manna, sem orsakaði hrun í útflutningi. Í lok árs 2008 var ársverðbólga orðin 231.000.000% og átta af hverjum tíu voru atvinnulausir. Kvaðrilljónir fyrir fimm Bandaríkjadali Fimm Afríkulönd hafa samið um að setja á laggirnar sameinað herlið undir forystu Nígeríu til að berjast gegn sam- tökum íslamista, Boko Haram. Leiðtogar land- anna náðu samningum um þetta á ráðstefnu nýkjörins forseta Nígeríu, Muhammadu Buhari. Meirihluti hermannanna mun koma frá Nígeríu, en Tsjad, Kamer- ún, Níger og Benín munu einnig leggja sitt af mörkum. Undanfarin sex ár hafa þúsundir manna látist í árásum samtakanna og hundruðum verið rænt. NÍGERÍA Sameinast í baráttu gegn Boko Haram Liðsmenn FARC-skæruliðasamtak- anna í Kólumbíu hafa skotið þrjá lög- reglumenn til bana og skorið á raf- magnsleiðslur til heimila 500.000 manna, samkvæmt upplýsingum frá kólumbíska hernum. Friðarviðræður eru í gangi á milli ríkisstjórnarinnar og samtakanna, en þær miða að því að binda enda á átök sem staðið hafa í yfir 50 ár og skilið meira en 200.000 manns eftir í valnum. Í síðasta mánuði bundu samtökin enda á einhliða vopnahlé og drápu 11 hermenn. Forseti landsins, Juan Manuel Santos, svaraði með því að skipa fyrir um sprengjuárásir á búðir skæruliðanna. Sérfræðingar hafa velt því upp hvort FARC sé að reyna að reita almenning til reiði svo þrýst verði á forsetann að kalla til tvíhliða vopnahlés. KÓLUMBÍA Skáru á leiðslur og drápu lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.