Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015
✝ Jón Rafn Odds-son (Rabbi)
fæddist á Þykkva-
bæjarklaustri, V-
Skaft., 24. maí
1926. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða á Ísa-
firði 7. júní 2015.
Foreldrar hans
voru Oddur Jóns-
son, f. 26.3. 1894, d.
15.5. 1968, og
Ágústa Jónsdóttir, f. 23.6. 1899,
d. 15.12. 1982.
Systkini hans eru Rannveig, f.
22.3. 1920, d. 22.4. 2012, og Þur-
íður, f. 24.5. 1928.
Eiginkona hans var Sig-
þrúður (Dúa) Gunnarsdóttir, f.
21.12. 1930, d. 18.12. 2013, en
þau voru gefin saman á Ísafirði
30.6. 1962.
Börn hans eru Óðinn Már
Jónsson, f. 1946, Guðbjörg Alda
Jónsdóttir, f. 1950, Guðrún
Ágústa Jónsdóttir,
f. 1951, Rafn Arild
Jónsson, f. 1953,
Gígja Jónsdóttir, f.
1961, Gunnsteinn
Jónsson, f. 1961, og
Oddur Jónsson, f.
1962.
Sigþrúður átti
fyrir Kristínu
Karlsdóttur, f.
1952, og gekk Jón
Rafn henni í föð-
urstað.
Jón Rafn bjó fyrstu æviárin í
Vík í Mýrdal en fluttist 12 ára að
aldri til Reykjavíkur. Hann fór á
sjóinn 15 ára gamall og starfaði
við sjómennsku alla tíð, fyrst á
togurum og fraktskipum, en síð-
an gerði hann hann út eigin báta
frá Ísafirði, m.a. Farsæl ÍS-13 og
Gunnar Sigurðsson ÍS-13.
Útförin fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 13. júní
2015, kl. 14.
Elsku pabbi. Það var dálítið
undarlegt að vera hjá þér, halda í
höndina á þér og vita að endalokin
nálguðust hratt. En þegar ég sat
þarna og hugsaði til baka þá
gladdi mig að allar hugsanir og
minningar um þig voru jákvæðar
og gleðilegar. Það var líka gott að
fá tíma til að kveðja þig og sjá að
þér leið ekki illa.
Þú varst sjómaður alla þína
ævi. Fyrst við Íslandsstrendur,
ásamt siglingum til Englands á
stríðsárunum. Síðan tóku við sigl-
ingar um öll heimsins höf sem
urðu uppspretta ótal ævintýra
sem við bræður þreyttumst aldrei
á að heyra sögur af. Lokakaflinn
var síðan útgerð á Ísafirði á
Gunnari Sigurðssyni, sem þú lést
smíða og við bræður skiptumst á
að róa með þér í mörg ár. Ég held
að það sé á engan hallað þó ég
skrifi að þetta hafi verið einn fal-
legasti báturinn á svæðinu og út-
litið og umhirðan til fyrirmyndar.
Hann var málaður með þínum
sérstaka „ísbláa“ lit. Þegar
skipaeftirlitsmaðurinn mætti
sagðist hann alltaf fá samviskubit
yfir því að fara ekki í sparifötin
áður en hann færi niður í vélar-
rúm.
Þér leið hvergi betur en á sjón-
um. Þegar við fórum á sjóinn velti
ég fyrir mér hversu lengi við yrð-
um úti. Þú hins vegar fórst strax
að spá í hvort við fengjum ekki
löndun og ís fljótlega og hvenær
við kæmumst aftur á sjóinn. Í þau
skipti sem veðrið var ekki gott og
við lögðumst við akkeri inn á Að-
alvík, Hornvík eða annars staðar,
sást hversu vel þér leið í kyrrð-
inni. Þú sagðist vilja vera á sjón-
um eins lengi og hægt væri, fara
síðan í heimsreisu til að kveðja
vinina og deyja fljótlega að því
loknu. Að vísu rættist það ekki al-
veg, þú lifðir lengi eftir að sjó-
mennskunni lauk, en þá tók bara
við annar góður tími. Þið mamma
voruð dugleg að ferðast. Árlegar
ferðir í Hveragerði gerðu mikið
fyrir ykkur og þið fluguð til Kan-
ada til að heimsækja Gunnstein
bróður og fjölskyldu. Þegar
Gunnsteinn ákvað að flytja til Ísa-
fjarðar með fjölskylduna vissum
við ekki hversu mikið líf ykkar
átti eftir að breytast. Alvarleg
veikindi mömmu og áfall hjá þér á
sama tíma gjörbreyttu öllu, en
það var þó jákvætt að Mariam og
barnabörnin náðu að kynnast
ykkur.
Þegar þú komst fyrst á sjúkra-
húsið, haustið 2012, spurði Gunn-
steinn þig hvort þú óttaðist að
deyja. Þú sagðist alls ekki óttast
það, þú hefðir átt góða ævi og þótt
þú myndir deyja strax í dag þá
myndir þú deyja sáttur.
Það var líka alltaf gaman að
heimsækja þig á öldrunardeild-
ina. Þótt þú værir ekki alltaf viss
um hvar þú værir þá þekktir þú
okkur alltaf. Brostir þínu blíðasta,
lyftir upp vísifingri, gafst okkur
„honor“ á þinnsérstaka máta og
fagnaðir komu okkar. Skemmti-
legasta minningin, sem fær mig
alltaf til að brosa, er þegar þú
varst að tala við Gunnstein í sím-
ann þar sem hann var staddur
langt í burtu við fiskveiðar. Þú
spurðir gjarnan um veður og afla-
brögð og Gunnsteinn sagði þér að
það væri ágætis veiði og veðrið
væri mjög gott. „Já, það er líka al-
gjört logn hérna“ sagðir þú. „Ég
er að vísu í koju, en það er engin
hreyfing.“ Það var því vel við hæfi
að þú legðir upp í þína síðustu
ferð á sjálfan sjómannadaginn.
Nú heldur þú á framandi slóðir
þar sem þú nærð vonandi að hitta
mömmu og þið getið hlustað á
fuglasönginn og öldugjálfrið í fal-
legu umhverfi. Góða ferð. Þinn
sonur,
Oddur.
Pabbi er dáinn. Það tekur svo-
lítinn tíma að geta sagt þetta án
þess að klökkna, en pabbi var orð-
inn fullorðinn og hafði lifað góðu
lífi og því held ég að hann hafi
kvatt saddur lífdaga.
Það er ekkert sem er endan-
legra en dauðinn en pabbi mun
svo sannarlega lifa með mér á
meðan ég dreg andann. Ég leit
alltaf upp til pabba, og þegar ég
var lítill og var spurður hvað ég
ætlaði að verða þegar ég yrði stór
var ég fljótur að segjast ætla að
verða eins og hann. Þessi hrifning
mín á pabba jókst bara þegar ég
varð eldri og ég hætti aldrei að
líta upp til hans. Við vorum marg-
ar vertíðir saman á sjó; vorum á
rækju á veturna og skaki á sumr-
in. Það var gott að vinna með hon-
um og ég þreytist ekkert á að
segja frá því en með betri skip-
stjóra hef ég ekki verið um ævina.
Pabbi var mikið snyrtimenni og
hafði reglu á hlutunum. Hver
hlutur átti sinn stað, og ef hlut-
urinn var ekki þar sem hann átti
að vera þá var það af því að ég
hafði ekki sett hann þar.
Pabbi var góður maður. Hann
var þolinmóður, yfirvegaður og
rólegur og fullur af mannkostum
sem ég hef reynt að tileinka mér,
með misgóðum árangri þó. Þegar
ég hugsa til þess hversu þolin-
móður og góður hann var við mig,
strákling sem fram eftir öllum
aldri var alltaf að gera eitthvað af
sér, verður mér hugsað til þess
hversu oft ég er að skammast í
litlu stúlkunum mínum út af engu,
stúlkum sem í mínum augum eru
nánast fullkomnar.
Það var farið að draga mikið af
pabba þegar ég fékk þær fréttir
að ég væri á leiðinni til Afríku á
sjóinn og því var erfitt að ákveða
hvort ég ætti að fara eða vera hjá
honum. Eftir að hafa rætt við
mína nánustu ákvað ég að fara en
sú ákvörðun var hræðilega erfið.
Ég svaf hjá pabba nóttina áður
en ég hélt til Afríku. Ég hélt í
höndina á honum og strauk hon-
um látlaust yfir hárið og kinnina
og sagði honum hversu mikið ég
elskaði hann, hversu mikilvægur
hann hefði verið mér og hversu
mikið ég hafði alltaf litið upp til
hans. Minningarnar helltust yfir
mig og tárin runnu í stríðum
straumum þessa nótt. Þar sem ég
lá við hliðina á pabba leið mér
ekki eins og manni á sextugsaldri,
heldur leið mér eins og ég væri
barn; litli strákurinn hans pabba.
Ég er virkilega þakklátur fyrir
þessa síðustu nótt sem við áttum
saman pabbi minn, en ef það er
eitthvað sem ég sé eftir þá er það
að hafa beðið þar til þú varst orð-
inn svona veikur með að segja þér
hvað ég elskaði þig mikið og
hversu mikils virði þú hefur alltaf
verið mér.
Þín verður sárt saknað, en þeg-
ar tárin þorna eftir þessa sorg-
ardaga veit ég að brosið á eftir að
færast yfir í hvert skipti sem ég
hugsa til þín. Ég er enn að læra af
þér, pabbi minn, og kannski er ég
að læra meira nú en oft áður.
Hvíl í friði.
Þinn sonur,
Gunnsteinn Jónsson.
Kæri frændi og vinur.
Nú ert þú búinn að fá hvíldina
eftir erfið veikindi og slys. Mig
langar að rifja upp okkar fyrstu
kynni. Ég var aðeins fjögurra ára
gömul þegar ég fór með mömmu
minni og Gústu systur sem var
sex ára í sveitina til ömmu Þur-
íðar. Í bakaleiðinni fórum við til
ykkar í Vík í Mýrdal.
Þá hitti ég þig fyrst sex ára
gamlan og systur þína Þuríði fjög-
urra ára. Ég man hvað það var
gaman að hitta fjölskyldu þína og
hvað það var tekið vel á móti okk-
ur.
Eftir að hafa fengið góða
hressingu var farið með okkur öll
niður í fjöru og mikið talað um
fuglana sem flugu yfir okkur og
þá sérstaklega um skúminn sem
þau sögðu að væri grimmur og
það festist í huga mínum. Svo
kvöddumst við og báturinn Skaft-
fellingur flutti okkur heim til
Vestmannaeyja.
Ég hitti þig ekki aftur fyrr en
ég var fjórtán ára. Þá var ég í vist
hjá Rannveigu systur þinni á
Tjarnargötu 3 í Reykjavík. Það
var þröngt hjá Rannveigu svo að
ég fékk að gista hjá ykkur á Vest-
urgötu 3. Það var alltaf nóg pláss
hjá ykkur, allt í lagi að leyfa mér
að sofa í stofunni.
Þá varst þú orðinn mikill gæi í
mínum augum og ég var feimin
við þig.
Mörgum árum seinna komst
þú til Eyja og fórst að róa með
Ása í Bæ og þá komst þú oft til
okkar og auðvitað með fisk í soðið.
Svo var það löngu seinna að við
Hilmir vorum stödd hjá Hrefnu
dóttur okkar og Erni í Kópavogi
að þú hringdir í mig og sagðist
þurfa að keyra einn dreng til
Kópavogs og hvort við værum
ekki til í að koma með þér til baka,
til Ísafjarðar. Við vorum eitt
spurningarmerki í framan en
slógum svo til enda var þetta
spennandi tækifæri til þess að
koma til ykkar. Seinna kom í ljós
að þú þurftir ekki að keyra dreng-
inn en ákvaðst samt að koma og
sækja okkur. Eftir yndislega og
notalega viku hjá ykkur flugum
við til baka. Þessir dagar gleym-
ast aldrei.
Þið komuð svo til Eyja nokkuð
seinna með eldri borgurum, þar
sem þið gistuð á hóteli en fenguð
ykkur göngutúr heim til okkar.
Þegar þið voruð rétt lögð af stað
kom úrhellisrigning og þið komuð
til okkar eins og hundar á sundi.
Þessu var vel bjargað af Högna
syni mínum. Hann skellti úlpun-
um í þurrkarann svo þær væru
hlýjar og fínar þegar þið kvödduð.
Nú kveð ég þig kæri frændi og
bið Guð um að vernda þig og allt
þitt fólk.
Þín frænka,
Alda Björnsdóttir.
Það var eins og Melkiades
hefði komið í fjörðinn okkar, hár,
myndarlegur, dökkhærður og
með alveg sérstakt göngulag.
Hann hafði verið á löngu ferða-
lagi þrátt fyrir ungan aldur og
hér, þar sem hann hitti Dúu sína,
síðar eiginkonu og barnsmóður,
settist hann að.
Hann sagði sögur eins og Mel-
kiades um heima sem voru okkur
fjarðarbúum framandi. Sagði
okkur frá Trínidad, Brasilíu,
Mexíkó og af löndum fjarlægra
heimsálfa, sem hann hafði heim-
sótt og kynnst á siglingum sínum
um heimsins höf.
Og þegar Rabbi var við skál
lifnuðu frásagnir hans og kveiktu
ævintýraþrá í brjóstum ungra
manna.
Þetta var hann Rabbi vinur
minn sem ég var svo heppinn að
fá að kynnast og fylgjast með um
50 ára skeið.
Rabbi var sögumaður og sjó-
maður af lífi og sál, eignaðist sinn
fyrsta bát, Farsæl, sem Gunnar
tengdapabbi hans smíðaði í bíl-
skúrnum heima.
Þetta var ekki stór fleyta, þar
sem bílskúrinn leyfði ekki stór-
smíði.
En í Rabba höndum happa-
fleyta eins og allir hans bátar sem
síðar komu, það var hart sótt og
vel fiskað þótt fleyin væru smá og
veður stundum válynd.
Á Ísafirði eignuðust Rabbi og
Dúa sinn Dúukofa, þar sem þau
ólu upp börnin, Kristínu, Gunn-
stein og Odd, hamingja, alúð og
hlýja flutti inn með fjölskyldunni
og settist þar að.
Þegar gamall og góður félagi
hefur sagt sína síðustu sögu og er
farinn í sinn síðasta róður er tími
til að gleðjast sem og syrgja geng-
inn vin.
Takk fyrir allt Rabbi minn.
Magnús Guðmundsson.
Jón Rafn Oddsson
ÞAR SEM FAGMENNSKAN
RÆÐUR
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝
Okkar hjartans þakkir fyrir ómetanlega aðstoð og auðsýnda
samúð við andlát og útfarir systkinanna,
BERGS HELGASONAR
bónda,
Kálfafelli, Fljótshverfi
og
HELGU HELGADÓTTUR
húsmóður,
Hamraborg 32, Kópavogi.
Megi guð geyma ykkur öll.
Lárus Helgason,
Hulda M. Jónsdóttir, Benjamín Baldursson,
Sigrún H. Jónsdóttir, Gunnar B. Pálsson,
Trausti Jónsson,
Anna Björk Magnúsdóttir, Snorri Sævarsson,
Helgi Sigurður Einarsson, Mekkin Guðrún Bjarnadóttir,
Svala Magnúsdóttir, Magnús Ingólfsson
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir fyrir samúð, kveðjur og
hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu
MARGRÉTAR ERLU
FRIÐJÓNSDÓTTUR,
Arnarhrauni 9,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Drafnarhússins í Hafnarfirði og starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Sólvangs fyrir frábæra umönnun og hlýju.
.
Þorkell Sigurgeir Júlíusson,
Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir,
Júlíus Már Þorkelsson, Guðlaug Sveinsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Ástkær móðir okkar,
ÁSDÍS FRIÐBERTSDÓTTIR
frá Súgandafirði,
lést 9. júní á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Grund.
Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu
þriðjudaginn 16. júní kl. 15.30.
Jarðsett verður í Súgandafirði. Jarðarför auglýst síðar.
.
Harpa, Jón Víðir og Margrét Njálsbörn
og aðrir aðstandendur.
Við minnumst
þín, elsku afi
okkar, sem við
söknum svo sárt.
Þú varst sá allra besti afi sem
hægt var að hugsa sér. Þú varst
alltaf tilbúinn til að hjálpa og
sýndir öllu því sem við tókum
okkur fyrir hendur mikinn
áhuga. Þú varst ástríkur, dug-
legur, skemmtilega þrjóskur og
mikill sælkeri sem fannst ekk-
ert betra en að fá sér rjóma
með vöfflu á meðan við hin
fengum okkur vöfflu með
rjóma.
Takk fyrir allt það sem þú
hefur gefið okkur og kennt í
gegnum tíðina, við erum ríkari
af því að hafa fengið að eiga þig
að.
Valgarður Agnar
Jónsson
✝ ValgarðurAgnar Jóns-
son fæddist 9.
febrúar 1929.
Hann lést 30. maí
2015.
Útför hans fór
fram 5. júní 2015.
Við munum hugsa
vel um ömmu og
varðveita minningu
þína.
Hvíldu í friði,
elsku afi.
Þó sólin nú skíni á
grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem
blý,
því burt varst þú kall-
aður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur.)
Vala Hrönn og Maríanna.