Morgunblaðið - 13.06.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 13.06.2015, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 14. júní kl. 14: Ókeypis leiðsögn um I Ein/Einn I Ein/Einn - Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Fólkið í bænum á Veggnum Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Veraldlegar eigur Þórðar bónda á Torgi Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús. Listasafn Reykjanesbæjar Huldufley, skipa- og bátamyndir Kjarvals „Klaustursaumur og Filmuprjón“ Textíll í höndum kvenna. Byggðasafn Reykjanesbæjar Konur í sögum bæjarins. Brot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar. Bátasafn Gríms Karlssonar 6. júní – 23. ágúst Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9. 2015 LISTAMANNASPJALL sunnudag kl. 14 - Hulda Hákon segir frá verkum sínum og ferli. SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst 2015 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17. Enginn staður – íslenskt landslag Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen, Stuart Richardson Sýningaropnun Laugardag 13. júní kl. 15 Þinn staður, okkar umhverfi við Flensborgarhöfn Opin vinnustofa. Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands SAFNAHÚSIÐ Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið daglega frá kl. 10-17. Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17 NÝ SÝNING GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Titill sýningarinnar er Endurvarp sem vísar til þess að hún endurspeglar ferli og áhrif sem ég hefur unnið með og upplifað að undan- förnu,“ segir myndlistarkonan Mireya Samper sem í dag kl. 15 opnar einkasýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri. Sýninguna vann Mireya þegar hún dvaldi um sex mánaða skeið í Japan undir lok síðasta árs og byrjun þessa. „Í raun má segja að 98% af efnivið sýningar- innar séu fengin frá Japan,“ segir Mireya og vísar þar m.a. til pappírsins sem hún notar sem og litanna og bleksins. „Ég hef sl. áratug þróað nýja tækni með vax auk þess sem ég nota náttúrulega jap- anska liti sem hafa allt önnur blæbrigði en litir á Vesturlöndum. Ég hef lengi verið mjög heill- uð af japanski list og menningu,“ segir Mireya og rifjar upp að hún hafi fyrst komið til Japans þegar henni var boðið að taka þar þátt í listahátíð 2000 og hefur leið hennar legið þang- að fjórum sinnum síðan. „Ég segi stundum að ég hljóti að hafa verið japönsk í einhverju öðru lífi því ég finn fyrir mjög sterkri tengingu við menningu Japana fyrr á öldum, ekki síst edo-tímann sem var mjög gjöfult tímabil.“ Pappír sem drekkur í sig birtuna Að sögn Mireyu er hún þó ekki að vinna með dæmigerð japönsk mótíf í verkum sínum. „Heldur er ég að vinna með sömu konsept og ég hef lengi unnið með, sem eru hringrásin, ei- lífðin, óendanleikinn og innri og ytri kosmós,“ segir Mireya. Meginefniviður Mireyu á sýn- ingunni er pappír. „Í Japan kynntist ég washi- pappírnum sem unninn er úr kozo-jurtinni, “ segir Mireya og bendir á að Unesco hafi undir lok síðasta árs sett washi-pappírinn á heimsminjaskrá sína, en pappírsgerð Japana úr kozo-jurtinni er aldagömul. „Pappír á Vest- urlöndum hrindir frá sér birtunni en washi- pappírinn virðist drekka hana í sig og umvefja hana blíðlega. Það er því mjög spennandi að vinna með þennan pappír,“ segir Mireya og tekur fram að þar sem washi-pappírinn sé mjög sterkur geti hún unnið með mjög þunnan pappír sem bjóði upp á ýmsa skemmtilega möguleika. Á sýningunni má sjá innsetningu, tví- og þrí- víð verk eftir Mireyu ásamt verkum þriggja japanskra gestalistamanna. „Tónlistarmað- urinn Tomoo Nagaii hefur samið hljóðverk við innsetningu mína, sem er „íhugunarrými“, en sýningargestum býðst að fara inn í rýmið, setj- ast eða leggjast og gefst þar tækifæri til íhug- unar við tónlistina,“ segir Mireya og bendir á að Nagaii muni frumflytja verkið ásamt gjörn- ingalistakonunni Kana Nakamura á opnuninni í dag og flytja það nokkrum sinnum í þessum mánuði, en þess á milli verði upptaka af tón- listinni leikin. „Loks má nefna að sýnt verður vídeóverk eftir Higuma Haruo unnið upp úr samvinnu okkar með sömu innsetningu,“ segir Mireya og rifjar upp að þau Haruo sýndu verkið í leikhúsi í Tókýó fyrr á þessu ári. Aðspurð segir hún verkin á sýningunni fremur stór þó að þau séu gerð úr pappír. „Í einu rýminu sýni ég þrjá sjálfstandandi jap- anska skerma sem ég hef málað báðum megin á, en stysti skermurinn er tæpir fjórir metrar og sá lengsti um fimm metrar og 1,8 m á hæð. Í öðru rýminu sýni ég tíu metra langa mynd auk þess að sýna minni myndir í stærðinni 70x100 cm og 50x50 cm og skúlptúr. Í þriðja rýminu er innsetningin sem er 3,7x3,7x2,5 cm,“ segir Mi- reya og viðurkennir fúslega að flókið mál og dýrt hafi verið að koma verkunum til Íslands með flugi frá Japan. Þess má að lokum geta að sýningin stendur til 16. ágúst. Hún er opin þriðjudaga til sunnu- daga milli kl. 10 og 17. Aðgangur er ókeypis. Allar nánari upplýsingar um verk Mireyu má finna á vefnum mireya.is. „Lengi verið heilluð af japanskri list“ Gárur – mantra Verk unnið með blandaðri tækni á japanskan washi pappír á árinu 2015.  Mireya Samper opn- ar Endurvarp í Lista- safninu á Akureyri Mireya Samper „Um 400 listamenn víðs vegar að komu fram eða sýndu verk sín, með þátttöku 35 þúsund áhorfenda að frátöldum þeim tugþúsundum manna sem ætla má að hafi séð verk Guerrilla girls í miðborginni,“ segir m.a. í tilkynningu frá Listahá- tíð í Reykjavík. Hátíðinni, sem var sú 29. í röðinni, lauk 7. júní sl. Þá voru að baki hátt á níunda tug við- burða og sýninga á 26 dögum á yfir 30 sýningarstöðum innan Reykja- víkur og utan. „Hátíðin var kynnt undir yfir- skriftinni Fyrri hluti, en Síðari hluti verður haldinn að ári, á 30. Listahátíð í Reykjavík 2016. „Höf- undarverk kvenna voru í forgrunni á opnunardaginn. Bandarísku að- gerðarsinnarnir Guerrilla Girls settu tóninn þegar nýtt verk eftir þær var afhjúpað á austurhlið Toll- hússins, þar sem kom fram beitt gagnrýni þeirra á kynjamismunun í íslenskum kvikmyndaiðnaði. 25 ný verk frumsýnd Bandaríski danshópurinn Bandaloop undir stjórn Ameliu Ru- dolph tók við og sýndu lóðréttan dans á framhlið Aðalstrætis 6 fyrir 4.000 áhorfendur. Verk hinnar margritskoðuðu myndlistarkonu Dorothy Iannone prýddi veggi Gall- ery Gamma og nýja dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur var frumflutt að kvöldi opnunardagsins. Næstu þrjár vikur tók við margvísleg listupplifun á sviði tónlistar, myndlistar, dans, söngs og matreiðslu. Fimmtán verk voru frumflutt á Íslandi á Listahá- tíð í ár og tuttugu og fimm ný verk voru frumflutt eða frumsýnd, þar af fjögur sem unnin voru sér- staklega að beiðni hátíðarinnar. Formlegri dagskrá Listahátíðar er nú lokið en fjölmargar myndlist- arsýningar standa yfir fram eftir sumri.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Lóðrétt Bandaloop dansaði framan á gamla Morgunblaðshúsinu. 35 þúsund áhorfendur á Listahátíð í ár Altósaxófónleikarinn og tón- skáldið Ornette Coleman, einn af risum núdjassins, er látinn, 85 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Coleman var einn hug- myndaríkasti tónlistarmaður nú- djassins, hóf feril sinn á sjötta ára- tugnum og var upphafsmaður hins sk. frjálsa djass (e. free jazz). Plata hans The Shape of Jazz to Come frá árinu 1959 þykir með áhrifamestu djassplötum allra tíma. Coleman er eignað að hafa brotið niður hið hefðbundna djass- form og innleitt frjálsara flæði og tjáningu, ásamt starfsbróður sín- um John Coltrane. Coleman hlaut á ferli sínum Grammy-verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistar og einnig Pulitzer-verðlaunin fyrir tónlist. Ornette Coleman látinn AFP Frumkvöðull Ornette Coleman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.