Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 164. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Í kvíðakasti í Bláa lóninu 2. Brunar í brúðkaupið eftir … 3. Læstu einhverfa stúlku bak við … 4. Týr óhaffær en gert við Þór  Önnur hljómplata hljómsveitar- innar Of Monsters and Men, Beneath the Skin, náði 1. sæti á metsölulista hljómplatna á vef iTunes í fyrradag. Hljómsveitin lék í tveimur af vinsæl- ustu sjónvarpsþáttum Bandaríkjanna í vikunni, Good Morning America á ABC og The Tonight Show, spjallþætti Jimmy Fallon, og flutti lagið „Cryst- als“ sem finna má á plötunni. Be- neath the Skin er komin út um allan heim og verður sveitin á tónleika- ferðalagi um heiminn fram að 29. nóvember. Beneath the Skin er gagnrýnd í Morgunblaðinu í dag og hlýtur fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Í gagn- rýninni segir m.a.: „Það er ákveðið minni í popptónlistinni að önnur plata sveitar sem hefur slegið ófor- varandis í gegn er iðulega þyngri, dýpri, dekkri, „listrænni“ en sú sem á undan kom. OMAM fetar svo sannar- lega þá slóð en á meðan aðrir klauf- ast í slíku á tilgerðarlegan máta leys- ir sveitin verkefnið á einkar sannferðugan máta.“ »41 Morgunblaðið/Styrmir Kári Plata OMAM náði fyrsta sæti á iTunes  Kvartett víbrafónleikarans Reynis Sigurðssonar leikur á tónleikum sum- ardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kl. 15 á Jómfrúartorgi. Reynir er fremsti djassleikari þjóðarinnar á hið sjaldgæfa hljóðfæri, víbrafón, og skipa með honum kvartettinn Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Jó- hann Hjörleifsson á trommur og hugs- anlega bætist leynigestur í hópinn. Kvartett Reynis á Jómfrúartorgi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 3-8 og víða bjartviðri, norðvestan 8-13 norðaustantil og rigning með köflum. Hiti 2 til 12 stig, mildast sunnanlands. Á sunnudag Hægviðri og víða léttskýjað. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestantil. Á mánudag Suðaustan 8-15 m/s um landið sunnan- og vestanvert með rigningu eða súld og hiti 8 til 13 stig. Hægari norðaustantil og skýjað með köflum, hiti 10 til 16 stig. Í grein dagsins í dagskrárliðnum Við- horfi á laugardegi veltir Kristján Jónsson því fyrir sér hvers vegna jafntefli séu valmöguleiki í íþróttum. Leggur hann jafnframt til að jafntefli verði lögð niður í íþróttum og færir fyrir því rök. Þessi valmöguleiki hljóti að ganga gegn þeirri hugmynd að lið og einstaklingar reyni með sér til að fá úr því skorið hvor sé betri. »4 Lagt til að jafntefli verði lögð niður Fyrirliðinn Aron Einar Gunn- arsson segir að leikmenn Ís- lands megi svo sannarlega vera stoltir eftir frækilegan sigur á Tékkum í gærkvöldi. „Auðvitað verðum við að láta okkur dreyma, en við höldum okkur samt á jörðinni,“ sagði Aron í samtali við Morgun- blaðið, en Ísland er nú á toppi riðilsins. »1 „Höfðum trú á sjálfum okkur“ Takist karlalandsliðinu að sigra Svartfjallaland á morgun kemst það í hærri styrkleikaflokk fyrir lokakeppni EM í Póllandi. Þar með myndu jafn- framt aukast líkurnar á því að liðið kæmist alla leið á Ól- ympíuleik- ana í Ríó. Hjá kvenna- landsliðinu er málið einfald- ara. Það þarf að vinna upp níu marka for- skot Svartfjallalands í dag til að komast á HM. »4 Sigur myndi opna betur á möguleikann á Ríó Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aðalheiður Kjartansdóttir í Héraðs- sambandi Þingeyinga sigraði í stíg- vélakasti á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík í fyrra og ætlar að reyna að verja titilinn á Blönduósi, þar sem Landsmótið verður 26.-28. júní næst- komandi. Stígvélakast var fyrst keppnis- grein í fyrra og þá átti húsfreyjan að Staðarfelli í Kinn og yfirmatráðs- kona í Stórutjarnaskóla sviðið. „Bergur Elías Ágústsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Húsavík, tók að sér að starfa með Landsmótsnefnd- inni með því skilyrði að keppt yrði í stígvélakasti og hann fengi að stjórna því,“ rifjar Aðalheiður upp. „Hann fékk það og þar sem ég var fyrst í stafrófinu kastaði ég fyrst. „Heimsmet,“ kallaði hann eftir fyrsta kastið og þegar ég náði lengsta kast- inu gall í honum: „Heimsmetið bætt.“ Hann þreyttist ekki á því að segja að ég væri fyrsti heimsmethafinn í greininni, því þetta var fyrsta löglega keppnin í stígvélakasti.“ Hvetur fólk til þátttöku Fyrir mótið æfði Aðalheiður sig með því að kasta stígvéli með lakkr- ískonfektsmynstri og greindi sam- viskusamlega frá æfingunum í máli og myndum á Facebook, þar sem hún hvatti sveitunga og aðra til þess að keppa á Landsmótinu. Nú er hún í svipaðri stöðu í nefnd hjá HSÞ, sem hefur það verkefni að hvetja fólk, sem ekki er íþróttafólk, til þess að taka þátt í Landsmótinu. „Ég bíð bara eftir erindisbréfinu og hver veit nema ég haldi stígvélakastsæfingu fyrir áhugasama í sveitinni.“ Aðalheiður hefur ekki verið mikið í íþróttum. „Ég keppti einu sinni á skíðum á Akureyri, en annars hef ég lítið verið í hefðbundnum íþróttum. Hef samt gaman af því að hreyfa mig, fara út að ganga og synda, og það var ótrúleg upplifun að taka þátt í Landsmótinu, ekki síst vegna þess að ég sigraði, þó að ég væri í keppni við harðar íþróttakonur.“ Aukaverðlaun eru veitt fyrir bros- legustu hljóð keppenda í stígvéla- kasti. „Bergur Elías hvatti okkur stöðugt og sagði okkur að öskra með kastinu því þá heyrðust önnur búk- hljóð ekki eins vel,“ segir hún. „Þær eldri voru mjög góðar í því.“ Aðalheiður segist ekki hafa keppt í íþróttaskóm heldur verið í stígvélum dótturinnar með lakkrískonfekts- mynstrinu og það hafi gert gæfu- muninn. „Bergur Elías keypti keppnisstígvélið í Húsasmiðjunni og spreyjaði það appelsínugult svo það fyndist uppi í fjalli eftir köstin. Við sjáum til hvað gerist á Blönduósi en ég mæti aftur til leiks í sömu stígvél- unum.“ Stígvél á flugi í sveitinni  Aðalheiður ætl- ar að verja titilinn á Landsmótinu Meistari Aðalheiður Kjartansdóttir í Héraðssambandi Þingeyinga æfir sig að Staðarfelli fyrir keppnina. Skráning stendur yfir á 5. Lands- mót UMFÍ 50+, sem verður haldið á Blönduósi síðustu helgina í júní eða 26. til 28. júní næstkomandi. Auk keppni í ýmsum greinum verð- ur mikið lagt upp úr skemmti- dagskrá í stóru tjaldi á kvöldin og boðið verður upp á heilsufarsmæl- ingar og fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl. „Við leggjum áherslu á fé- lagslega þáttinn,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmda- stjóri mótsins, en hann gerir ráð fyrir um 300 til 500 keppendum. Ómar hefur stýrt öllum Lands- mótum og unglingalandsmótum UMFÍ frá 2004 og nú bætist 50+- mótið við. Hann segir að fólk eldra en 50 ára sé farið að huga meira að heilsunni en áður og því sé mótið kærkomin viðbót. Boccia, sund og frjálsar séu hefðbundnar greinar og starfsíþróttirnar veki alltaf athygli, en það sé fyrst og fremst samveran, gleðin og ánægj- an sem skipti máli. Allir 50 ára og eldri geta verið með, burtséð frá því hvort þeir eru í félagi eða ekki. Áhersla á félagslega þáttinn LANDSMÓT UMFÍ 50+ Á BLÖNDUÓSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.