Morgunblaðið - 26.06.2015, Side 1

Morgunblaðið - 26.06.2015, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. J Ú N Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  148. tölublað  103. árgangur  ÓVÆTTAFÖR VÖRÐUÐ DYGGÐUM VETTVANGUR FYRIR NÝSKÖPUN EDDA GARÐARS- DÓTTIR SKRIFAR UM HM KVENNA SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI 31 8 LIÐA ÚRSLIT ÍÞRÓTTIRBÆKUR FYRIR DRENGI 10 Bóndi Hagnaður af ræktuninni er horfinn.  Útlit er fyrir 13-15% verðlækkun á minkaskinnum á loðskinnaupp- boði Kopenhagen Fur sem lýkur í Danmörku í dag. Yfir 50 þúsund ís- lensk skinn eru þar boðin til sölu. „Þetta er nokkuð í samræmi við það sem menn voru búnir að spá,“ segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Hann segir framboðið mikið en við það bætist nýir tollar á innflutt skinn til Kína og hækkun á gengi Bandaríkjadals. Flest framboðin skinn seljast. Þótt meðalverðið lækki umtals- vert er mikill munur á verðþróun eftir gæðum skinna. Íslenskir minkabændur eru í efsta laginu og koma því betur út úr uppboðinu en meðaltalið. Eftir mikið verðfall á síðasta sölutímabili hækkaði verðið nokkuð í upphafi ársins. Sú hækk- un gengur nú til baka. Björn telur að verðið sé nú nálægt fram- leiðslukostnaði hér. helgi@mbl.is Söluverð minka- skinna komið niður í framleiðslukostnað Hjartað vill halda friðinn » Samtökin Hjartað í Vatns- mýri eru ánægð með niður- stöðu Rögnunefndar. » Friðrik Pálsson segir mikil- vægt að flugvöllurinn fái að vera í friði, þar til önnur lausn verði fundin og byggð. Helgi Bjarnason Agnes Bragadóttir Einkaflugmenn telja nýjan innan- landsflugvöll í Hvassahrauni glap- ræði gagnvart flugöryggi. Yfirkenn- ari hjá Flugskóla Íslands telur sótt að einkafluginu og að flugkennsla leggist af hér á landi ef Reykjavík- urflugvöllur verði lagður niður. Í niðurstöðum stýrihóps ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair kemur fram það álit að Hvassa- hraun sé besti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Nefndinni var falið að kanna aðra kosti en Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Áætlað er að stofnkostnaður nýs flugvallar sé um 22 milljarðar króna. Stýrihópurinn leggur til að flug- vallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð sem og rekstrarskilyrði. Samhliða telur stýrihópurinn nauð- synlegt að ná samkomulagi um að tryggja rekstraröryggi Reykja- víkurflugvallar í Vatnsmýri á með- an unnið sé að framkvæmdinni. Reynir Einarsson, yfirkennari hjá Flugskóla Íslands, segir að flugvöllur í hrauni sé hættulegur. Ryðja þurfi gríðarstór öryggis- svæði, sem hann telur að gangi illa upp. Glapræði gagnvart öryggi  Einkaflugmenn og flugskólar ósáttir við tillögur stýrihóps um flutning flugsins frá Reykjavík og út í Hvassahraun  Kostnaður áætlaður 22 milljarðar króna MNefndin valdi Hvassahraun »4 Morgunblaðið/Styrmir Kári Ungt fólk Langtímaatvinnuleysi hefur minnkað hratt hjá ungu fólki. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Langtímaatvinnulausu fólki á aldr- inum 16-24 ára hefur fækkað jafnt og þétt og hraðar en í öðrum aldurs- hópum á síðustu árum. Ótti um að hér myndi koma fram svokölluð „týnd kynslóð“ sem ekki næði að fóta sig á vinnumarkaði í kjölfar efna- hagshruns, líkt og gerst hefur víða í löndum þar sem efnahagskreppa hefur skollið á, reyndist óþarfur. Er það ekki síst sértækum vinnumark- aðsaðgerðum Vinnumálastofnunar að þakka að mati Tryggva Haralds- sonar, sérfræðings hjá stofnuninni. Enn eru þó á skrá hjá Vinnumála- stofnun 109 einstaklingar í þessum aldurshópi sem hafa verið atvinnu- lausir í ár eða lengur. Í apríl 2010, þegar langtímaatvinnuleysi var mest á Íslandi, höfðu 518 í aldurshópnum verið án atvinnu í ár eða lengur. „Það verður alltaf hópur sem þarf á ein- staklingsaðstoð að halda. Þegar við hættum með Atvinnutorgið hafði minnkað mest í yngsta aldurshópn- um, því við sinntum honum mest,“ segir Tryggvi. »18 Kynslóð sem týndist ekki  Aðgerðir stuðluðu að betra atvinnuástandi ungs fólks Skemmtiferðaskipið Splendida stoppaði í tíu tíma við Skarfabakka í gær. Um er að ræða stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, en það er um 138 þúsund brúttólestir að stærð, 333 metrar á lengd og 38 metra breitt. Að sögn Hildar Kar- enar Ragnarsdóttur í skipadeild Iceland Travel voru farþegar um 3.500, þar af fóru 800 manns Gullna hringinn. Skipið kemur aftur til Reykja- víkur 21. júlí næstkomandi. brynja@mbl.is Um 800 af 3.500 farþegum fóru Gullna hringinn Morgunblaðið/Eggert Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins lét úr höfn í Reykjavík eftir fyrri heimsókn sína  Fötluð börn í Klettaskóla í Reykjavík munu ekki hafa aðgang að þjónustu á frí- stundaheimil- unum Gufuhlíð, Öskju og Garði í tvær vikur þetta sumarið. Meiri- hluti skóla- og frístundasviðs borgarinnar vísaði frá tillögu minnihlutans um að ráðstafanir yrðu gerðar til að hafa frístunda- heimilin opin fyrir fötluð börn. »9 Frístund fyrir fötluð börn lokuð í 2 vikur Við skóflustungu fyrir Klettaskóla. Konur eru í miklum minnihluta þeirra sem fylla hóp leyfishafa til leigubifreiðaaksturs. samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Af 637 leyfum sem út- gefin eru í landinu eru aðeins 32 á höndum kvenna. Sömu gögn sýna að 0,8% leyfishafa eru af erlendum upp- runa. Lögfræðingur bendir á for- dæmi frá Írlandi þar sem úthlut- unarreglum var breytt og þær útvíkkaðar til þess að koma í veg fyrir óbeina mismunun gagnvart minni- hlutahópum. Þar í landi taldi yfirrétt- ur að það kerfi sem við lýði var í land- inu árið 2000 ívilnaði með ólögmætum hætti írskum ríkisborgurum og krafðist rétturinn úrbóta á því. Núverandi kerfi byggist á því að þeir sem lengsta akstursreynslu hafi njóti forgangs við úthlutun leyfa sem losni, en leigubifreiðastöðvar halda utan um skráningu reynslu þeirra sem sinna forfallaakstri núverandi leyfishafa. Þá er það í höndum núver- andi leyfishafa að velja þá sem sinna forfallaakstri og þar með þá sem mögulega geta aflað sér tilskilinnar akstursreynslu sem er forsenda um- sóknar um akstursleyfi. »16 5% leyfishafa leigu- bifreiða eru konur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.