Morgunblaðið - 26.06.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 26.06.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Sýnin ættu að vera heil og niður- staðan á greiningunni því áreiðanleg. Við vinnum í því að greina sýnin, en þau voru komin upp í níu þúsund og meirihlutinn af þeim er enn óunn- inn,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs á Landspítalanum, spurður um upp- söfnuð sýni eftir verkfall Bandalags háskólamanna. Öll sýnin verða rannsökuð þrátt fyrir að sum þeirra séu ónýt í þeim skilningi að einstaklingurin hafi í sumum tilfellum farið í aðra blóð- prufu í millitíðinni og því sé minni þörf á að vinna sýnin. Of mikil vinna felist í því að kanna hvort þarft sé að greina öll sýnin og því sé ekki tekin nein áhætta, að sögn Óskars. Hann segir mikið álag vera á starfsfólkinu á deildunum, sem vinni nú hörðum höndum. Fyrir liggur að mikla auka- vinnu þarf til að vinna upp greiningu á sýnunum. Sumarfrí starfsfólks set- ur einnig strik í reikninginn, sem og að fleiri sýni berast núna þar sem fólk hefur áttað sig á að verkfallinu er lokið. Ekki liggur fyrir hvenær greiningu á sýnunum verður lokið né hversu mikill kostnaðurinn verður vegna aukavinnu starfsfólks. Fram- kvæmdastjórn Landspítalans vinnur að því að reikna út hvaða upphæð þurfi til að vinna á uppsöfnuðum vanda spítalans, og þá hvaða upphæð þurfi er lýtur sérstaklega að rann- sóknum vegna verkfallanna. Sumarfrí og mikið álag Á Sjúkrahúsinu á Akureyri hef- ur gengið sæmilega að rannsaka sýn- in. Þar voru eingöngu tekin sýni sem bráðnauðsynlega þurfti og söfnuðust því ekki upp jafn mörg sýni og á Landspítalanum. Ekki fékkst upp- gefið hversu mörg þau voru. Lítill hluti af þeim sýnum sem voru aðsend eyðilagðist. „Okkur gengur ágætlega en þetta er mjög mikið álag og fólk fer heim alveg dauðþreytt. Við reyn- um að vinna eins og við getum en fólk tekur núna sumarfrí, sem hægir aftur á öllu,“ segir Guðlaug Ísaks- dóttir, forstöðulífeindafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, og bætir við að lög á verkfallið ýti ekki á að fólk taki aukavinnu. Öll sýnin heil og í rannsókn  Öll sýnin sem bíða greiningar á Landspítalanum ættu að vera heil og niður- staða áreiðanleg, að sögn læknis á rannsóknardeild  Úrvinnslu miðar hægt Morgunblaðið/Golli Greiningarvinna Mikil aukavinna bíður svo að unnt sé að greina öll sýnin. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Íbúar í Norðlingaholti hafa ítrekað kvartað við Reykjavíkurborg vegna frágangs á byggingarlóð í hverfinu, sem er í eigu Guðmundar Kristins- sonar múrarameistara. Lóðin er full af dóti sem til fellur við byggingar- vinnu og þykir hún spennandi leik- svæði krakka í hverfinu. Guðmundi hefur verið hótað dag- sektum í nokkur ár, nú síðast í októ- ber 2014, en hann á að gefa borginni svar innan skamms hvað hann ætli að gera varðandi fráganginn á lóð- inni. „Ég var að klára verkefni á Grens- ásvegi og flutti dót á þessa lóð 2008, meðal annars byggingarkrana, vinnuskúr, sem er þarna enn, steypumót og annað sem tengist byggingarvinnu. Ég girti svæðið af með girðingu en ári síðar var búið að eyðileggja girðingar, róta í öllum haugum og svo komu einhverjir fingralangir og stálu rúmlega 200 stálstoðum upp á margar milljónir,“ segir Guðmundur. Börnin koma og fara Hann segist margsinnis hafa tekið til á svæðinu, sett girðingarnar upp á ný og hent rusli. Allt hafi hins vegar verið eyðilagt og sagan í raun endur- tekið sig síðan byggingardótið kom fyrst á lóðina 2008. „Ég negldi fyrir vinnuskúrinn því það var búið að brjóta allt og bramla inni í honum. Hann var líka tæmdur af dóti sem ég átti þarna inni. Börnin í hverfinu leika sér á svæð- inu, fara þegar ég kem og koma þeg- ar ég fer.“ Hann bendir á að ekki sé allt rusl á lóðinni hans rusl. „Verktaki sem gerði göngustíga í hverfinu notaði lóðina sem rusla- kistu. Ég kvartaði yfir hans fram- göngu. Eftir stendur dótið hjá mér og ég er að bíða eftir úrræði frá Kópavogsbæ; um leið og ég fæ lóð þar flyt ég þetta þangað. Það verður vonandi innan mánaðar.“ Hann er ekki ánægður með Hverfafélag Norðlingaholts, sem hafi „hamast í sér“ og hvatt sig til að fjarlægja dótið af svæðinu. „Ég hef bent á að það þurfi eitthvert úrræði fyrir börnin í hverfinu þar sem þau geta leikið sér á stað sem er ekki byggingarsvæði. Það þýðir ekkert að benda bara á mig. Hverfafélagið hefur ekki staðið sig í málinu, það hefur ekki herjað á borgina að leysa leikvanda hverfisins um að börnin fái almennilegt leik- svæði. Það er nefnilega stórhættu- legt að leika sér á byggingarlóð,“ segir Guðmundur, en þess má geta að einn stærsti leikvöllur borgarinn- ar er við skólann í hverfinu. Allir í fríi hjá borginni Reykjavíkurborg gat ekki svarað fyrirspurn Morgunblaðsins. Þeir hjá skilmálaeftirliti hjá byggingarfull- trúa borgarinnar voru allir í fríi og enginn gat svarað spurningum blaðsins um lóðina, dagsektirnar og framhaldið. „Hættulegt að leika sér á byggingarlóð“ Morgunblaðið/Júlíus Leikstaður Byggingarlóðin í Norðlingaholti hefur staðið svona síðan 2008.  Byggingarlóð í Norðlingaholti þyrnir í augum íbúa  Eigandanum ítrekað hótað dagsektum en býst við að fjarlægja dót á lóðinni innan mánaðar  Þjófar hafa stolið efni af lóðinni fyrir margar milljónir Eldfljótir með ERGO sigraði í A-flokki í WOW-hjólreiðakeppninni með því að ljúka keppni á 38 klukkustundum og 43 mínútum. Fyrsta liðið í B-flokki, Örninn Trek, kom í mark á 36 klukkustundum og 51 mínútu. Bæði liðin héldu 35-36 km/klst. meðalhraða yfir keppnina. Matthias Eberg hélt góðri forystu megnið af einstaklingskeppninni, en von var á honum í mark seint í gærkvöldi. Þá var alllangt í næsta mann á eftir honum, Eirík Inga Jó- hannsson. brynja@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Meðalhraðinn yfir 35 kílómetrar á klukkustund Stúlkan sem lést í bílveltu í Seyðisfirði seint á þriðjudags- kvöld hét Harpa Sigtryggsdóttir. Hún var á tutt- ugasta og fyrsta aldursári og bú- sett á Seyðisfirði. Vinkona hennar sem var með henni í bílnum liggur enn á gjörgæslu- deild Landspítalans og er haldið sofandi í öndunarvél. Bænastund var í Seyðisfjarðarkirkju í fyrra- kvöld. Lést í bílslysinu í Seyðisfirði Bið eftir nýjum tímum hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæð- inu er fram á haust en embættið getur ekki sagt fyrir um hvenær nýjum skjölum verður þinglýst. Eldri skjölum er þinglýst eftir þeirri röð sem þau hafa borist en á vefsíðu sýslumanns er uppfært dag- lega hvaða skjöl hafa verið yfirfar- in af embættinu. Þórólfur Halldórsson, sýslumað- urinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að vinnslutími þinglýsinga fyrir verkfall hafi almennt verið þrír dagar en síðustu óþinglýstu skjöl sem byrja þurfti á þegar verkfalli lauk hafi verið móttekin 30. mars. Morgunblaðið/Eggert Mál Mörg mál hafa safnast upp hjá sýslu- manni vegna verkfalls lögfræðinga. Sýslumaðurinn á lausan tíma í haust Landssamband smábátasjómanna (LSS) fékk þau svör í forsætisráðu- neytinu að Sigmundur Davíð Gunn- laugsson sæi sér ekki fært að verða við beiðni um fund, hvorki í þessari viku né þeirri næstu. Vildi LSS ræða breytingar á reglugerð um makrílveiðar. „Það eru gríðarleg vonbrigði þar sem því verður vart trúað að hann [forsætisráðherra] leggi blessun sína yfir slíka emb- ættisfærslu sem hér hefur átt sér stað,“ segir m.a. á vef LSS um svör forsætisráðuneytisins. LSS fær ekki fund

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.