Morgunblaðið - 26.06.2015, Page 4

Morgunblaðið - 26.06.2015, Page 4
SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Rögnunefndin svokallaða, stýrihópur ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelanda- ir, skilaði skýrslu sinni um valkosti hvað varðar nýjan innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu í gær. Telur nefndin Hvassahraun vera besta kost- inn, en það svæði liggur á mörkum Hafnarfjarðar og Voga á Vatnsleysu- strönd. Í samkomulagi, sem gert var í októ- ber 2013 og starf stýrihópsins byggð- ist á, segir að aðilar séu sammála um að fullkanna aðra kosti til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöll í Vatnsmýri. Þeir séu einnig sammála um að staðsetning nýs flugvallar á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur. Flugvallarkostirnir, sem voru til skoðunar, eru Bessastaðanes, Hólms- heiði, Hvassahraun, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatns- mýri. Stýrihópurinn segir m.a. í skýrslu sinni um Hvassahraun: „Í Hvassa- hrauni er landrými gott og eru þróun- armöguleikar þar heilt á litið betri en á öðrum flugvallarstæðum. Áætlaður stofnkostnaður flugvallar og bygginga sem tækju við allri starf- semi Reykjavíkurflugvallar er um 22 milljarðar króna.“ Þar kemur einnig fram að metinn nothæfisstuðull sé 96,4-97,2% fyrir tvær flugbrautir en 99,6% fyrir þrjár. Tími sjúkraflutninga lengist Fram kemur að búast megi við því að verði Hvassahraun fyrir valinu muni tími sjúkraflutninga á Landspít- ala með sjúkraflugi lengjast um 8,5- 12,5 mínútur vegna lengri flug- og aksturstíma. Í umsögn hópsins segir að allir kostirnir, sem voru skoðaðir, gætu rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatns- mýri. Hólmsheiði hafi komið lakast út en Hvassahraun komi vel út í sam- anburði við aðra flugvallarkosti þegar litið sé til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindrana, kostnaðar og umhverfismála. Auk þess komi Hvassahraun best út þegar horft sé til möguleika flugvallarstæða til að taka við flugumferð eða starfsemi umfram það sem nú sé í Vatnsmýri. „Hvassahraun er því að mati stýri- hópsins sá flugvallarkostur sem hefur mesta þróunarmöguleika til framtíð- ar, borið saman við aðra flugvallar- kosti. Þó eru ýmis atriði sem skoða þarf betur, þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga,“ segir orðrétt í umsögninni. Rekstraröryggi verði tryggt Í tillögum hópsins segir m.a.: „Stýrihópurinn leggur til að aðilar samkomulagsins komi sér saman um næstu skref í málinu á grundvelli þeirra gagna sem hann hefur aflað. Flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum næsta vetur auk þess sem rekstrarskilyrði mismunandi út- færslu og hönnunar verði metin. Ná- ist samstaða um það leggur stýrihóp- urinn til að stofnað verði sameiginlegt undirbúningsfélag í þessu skyni. Samhliða telur stýrihópurinn nauð- synlegt að náð verði samkomulagi um að rekstraröryggi Reykjavíkurflug- vallar í Vatnsmýri verði tryggt á með- an nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Að sama skapi þarf að eyða óvissu um framtíð æfinga-, kennslu- og einkaflugs.“ Nefndin valdi Hvassahraun  Rögnunefndin telur að allir flugvallarkostirnir geti rúmað þá starfsemi sem er í Vatnsmýri  Hólmsheiði sögð lakasti kosturinn vegna veðurfars, nálægðar við fjöll og hæðar yfir sjávarmáli 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 „Við sögðum fólki að vega og meta stöðuna og kjósa eftir eigin sannfær- ingu,“ sagði Ólafur G. Skúlason, for- maður Félags hjúkrunarfræðinga, en í gær voru haldnir tveir kynningar- fundir fyrir félagsmenn um nýundir- ritaða kjarasamninga félagsins við ríkið. Vel var mætt á fundina, sem um 500 hjúkrunarfræðingar sátu. Ólafur sagðist bæði hafa heyrt já- kvæðar og neikvæðar raddir um samninginn á síðustu dögum. Ekki hefði þó verið spurt um afstöðu fólks á fundunum heldur hefði markmið þeirra verið að kynna efni kjarasamn- inganna. Enn væri þungt hljóð í fólki, margir væru ósáttir við framgöngu ríkisins og lög á verkfall stéttarinnar. Þá hefðu margir sagt upp og vissu ekki hvert framhaldið yrði. Á fundinum var farið yfir álitamál um afleiðingar þess að kjarasamning- urinn yrði felldur í atkvæðagreiðsl- unni, sem stendur yfir til 15. júlí nk. Ólafur ítrekaði þá afstöðu félagsins að sest yrði aftur við samningaborðið, yrði samningurinn felldur. Hins veg- ar er afstaða ríkisins sú að gerðar- dómur yrði skipaður til að ákveða kaup og kjör, í samræmi við orðalag í lögum um verkfall hjúkrunarfræð- inga og annarra. Morgunblaðið/Eggert Kynning Þungt var yfir hjúkrunarfræðingum á kynningarfundi í gær. Heyra jákvæðar og neikvæðar raddir  Um 500 hjúkrunarfræðingar funduðu Í umsögn um Reykjavíkur- flugvöll kemur fram að nefnd- in skoðaði fjórar breyttar út- færslur af legu flugbrauta í Vatnsmýri með sömu rýmis- og kostnaðarforsendum og á nýjum flugvallarstæðum. Áætlaður stofnkostnaður við nýjar flugbrautir, athafna- svæði og byggingar er sagður vera á bilinu 19-32 milljarðar króna. Metinn nothæfisstuðull er sagður 96,8-97,8% fyrir tvær flugbrautir í breyttum út- færslum en 99,7% fyrir þrjár flugbrautir. Umhverfisþættir til umfjöll- unar yrðu einkum að því er varðar lífríki á svæði sem nýt- ur hverfisverndar, svo og hljóðvist. Stýrihópurinn segir þróunarmöguleika takmarkaða vegna nálægðar við byggð og aðdýpis. Kostar 19-32 milljarða REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Flugvöllur Grunnkort/Loftmyndir ehf. Hvassahraun Löngusker Bessastaðanes Hólmsheiði Vatnsmýrin Morgunblaðið/Þórður Rögnunefndin Ragna Árnadóttir, formaður stýrihópsins, kynnir skýrsluna. Aðrir í hópnum voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir ríkið, Dagur B. Eggertsson fyrir borgina og Matthías Sveinbjörnsson frá Icelandair. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hjartað í Vatnsmýri er ánægt með niðurstöðu stýrihóps um málefni Reykjavíkurflugvallar, að sögn Frið- riks Pálssonar, annars af tveimur formönnum samtakanna. Hjartað í Vatnsmýri er grasrót- arsamtök sem voru stofnuð 8. júlí 2013 í þeim tilgangi að tryggja lands- mönnum öllum óskertar flug- samgöngur í Vatnsmýri. „Við urðum til sem grasrótarsamtök þegar fyrir lá að Reykjavíkurborg ætlaði að loka flugvellinum í reynd á árinu 2016. Við fórum í undirskriftasöfnun sem skilaði tæplega 70 þúsund undir- skriftum. Þá varð öllum ljóst að ekki væri hægt að halda svona áfram og samkomulag náðist um Rögnunefnd- ina,“ segir Friðrik. 69.804 einstaklingar skrifuðu undir eftirfarandi yfirlýsingu: „Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatns- mýrinni og skorum á Reykjavíkur- borg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.“ Friðrik vekur sérstaka athygli á þeirri tillögu nefndarinnar að leitað verði samkomulags um að rekstrar- öryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur að öðr- um flugvelli og eftir atvikum fram- kvæmdir fari fram. Friðrik segir að Hjartað í Vatnsmýri hafi krafist þess að Reykjavíkurflugvöllur í Vatns- mýri yrði í óbreyttri mynd, þar til annar flötur yrði kominn á innan- landsflugið. „Ég skil það [niður- stöður nefndarinnar] þannig að það sé í höndum ráðherra og borgarinnar að tryggja að svo verði, völlurinn fái að vera þar í friði þar til önnur lausn verði fundin og byggð,“ segir Frið- rik. Næstu skref metin Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafði ekki tök á að tjá sig um niður- stöðu nefndarinnar í gær. Eftir henni er haft í frétt á vef innanríkis- ráðuneytisins að á næstunni verði farið yfir skýrslu stýrihópsins og metið hvert næsta skref verði varð- andi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Gamall draugur vakinn upp „Það er verið að vekja upp gamlan draug,“ sagði Ómar Ragnarsson, einkaflugmaður og fyrrverandi fréttamaður, við mbl.is. Hann rifjaði upp að fyrir 55 árum hefðu verið uppi hugmyndir um flugvöll í Kapellu- hrauni, skammt frá Hvassahruni. Sú hugmynd hefði verið slegin út af borðinu eftir að prófað hefði verið að fljúga vélum til skiptist að og frá Reykjavíkurflugvelli í hvassri aust- suðaustanátt, sem væri algengasta vindáttin á höfuðborgarsvæðinu, og jafnframt að og frá hugsanlegu flug- vallarstæði í Kapelluhrauni. „Hefur Reykjanesfjallgarðurinn fjarlægst og lækkað síðustu 55 árin og hefur vindurinn minnkað,“ spurði Ómar. Framsókn og flugvallarvinir segja í fréttatilkynningu miður að hlutverk Rögnunefndarinnar hafi ekki verið að leggja mat á hagkvæmni þess að halda Reykjavíkurflugvelli í núver- andi mynd, heldur aðeins að athuga hvort önnur flugvallarstæði kæmu til greina fyrir rekstur innanlandsflugs. Ítrekar flokkurinn stuðning sinn við óbreyttan Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Flugvöllurinn í friði  Talsmaður Hjartans í Vatnsmýri vill að ekki verði hrófl- að við flugvellinum þar til annar völlur verði byggður Friðrik Pálsson Ómar Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.